32
mennta skóla tíðindi

Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013 - Golden Girls

Citation preview

Page 1: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

menntaskólatíðindi

Page 2: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

2 | menntaskólatíðindi

RitstjórnGreetings, fellow students. Golden Girls

speaking. This is the first magazine you

will recieve from our golden editorial

committee this semester. We‘ve put a

lot of effort in to our writing and hope

that this will be well recieved. We believe

everyone‘s getting bored at school and we

hope that this will light up your miserable

lives and make your days golden.

Djók. En í fullri alvöru, við vonum að þið

njótið afraksturs seinustu vikna, sem

hafa verið fylltar blóði, svita og tárum.

Einnig vonum við að þið njótið þess sem

eftir er Söngkeppnisvikunnar. ROCK ON! Golden Girls (p.s. Þessi opna er tilvalin til að hengja upp fyrir ofan rúmstokk)

Page 3: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

3 | menntaskólatíðindi

Page 4: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

4 | menntaskólatíðindi

Der Inspektor-Adresse

Menntaskólatíðindi – 1. tbl vorannar skólaársins 2012-2013

Kæru Skólafélagar! Nýja árið er hafið af krafti og daginn er tekið að lengja. Heimanámið eykst dag frá degi á sama tíma og leiðinlegustu mánuðir ársins ná nýjum hæðum í leiðindum. Skólafélagið mun þó hvergi út af bregða á þessu misseri enda er margt skemmtilegt á döfinni. Hetjurnar í Gettu betur-liðinu eru komnar í 8 liða úrslit Gettu betur og munu keppa sína fyrstu (og vonandi ekki sína síðustu) sjónvarpskeppni föstudaginn 8. febrúar og Herranótt verður föstudaginn 1. mars en þá mun leikfélagið okkar frumsýna sýninguna Doktor Fástus í myrku ljósi. Vikan 4.-8. mars verður tileinkuð almennum nördaskap, helgina 8.-10. mars verður Skíðaferð Skólafélagsins sem og LAN-mót Akademíunnar og þann 15. mars fáum við loks stærsta menntaskólablað landsins, Skólablaðið Skinfaxa, í hendurnar. Auk þess verða ýmsir smærri viðburðir sem ættu að lífga upp á súra lærdómsdaga bugaðra námsmanna og –meyja. En nú er kominn tími til að Menntskælingar lyfti sér almennilega

upp. Þessi vika er tileinkuð einum stærsta viðburði skólaársins; Söngkeppni Skólafélagsins. Hún er stútfull af spennandi viðburðum tengdum tónlist og á föstudaginn fáum við að hlýða á ljúfa tóna samnemenda okkar þegar 16 söngelskir MR-ingar munu láta ljós sitt skína í Austurbæ. Sigurvegarinn mun ekki aðeins njóta góðs af hinum fjölmörgu glæsilegu verðlaunum sem Skemmtinefnd hefur útvegað, heldur einnig keppa fyrir hönd Menntaskólans í Söngkeppni framhaldsskólanna í byrjun apríl. Það er því til mikils að vinna og ljóst er að enginn ætti að láta þessa glæsilegu og spennandi keppni framhjá sér fara.Keyrum‘ett‘í gang!

Hörn Heiðarsdóttirinspector scholae

Ritstjórn:Brynja Rut BlöndalEva Björk DavíðsdóttirGyða Katrín GuðnadóttirKatrín Júníana LárusdóttirLilja María EinarsdóttirNadia Margrét Jamchi

Upplag:1000 eintök

Útgáfudagur:29. janúar 2013

Umbrot og hönnun:Egill Sigurður Friðbjarnarson

Markaðsnefnd: Benedikt KarlssonHalldór KarlssonÍsak ValssonKatrín Sigríður ÞorsteinsdóttirTumi Torfason

Ljósmyndarar:Emil Örn KristjánssonEyjólfur Garðarsson

Forsíðumódel:Valgeir Steinn ‘fierce’ Runólfsson

Þakkir:Alexander PeterssonAndrea ValdimarsdóttirBenedikt SigurðssonFriðrik Dór JónssonFríða Rún ÞórðardóttirGuðbjörg HilmarsdóttirGuðrún HöskuldsdóttirGuðún Ósk KristjánsdóttirHögni ÞorsteinssonJón Ragnar JónssonJónas Björn PálssonÓlafur Hrafn BjörnssonSigríður BjörnsdóttirStefán Rafn SigurmannssonSvava Björnsdóttir

Page 5: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

5 | menntaskólatíðindi

Þakkir:Alexander PeterssonAndrea ValdimarsdóttirBenedikt SigurðssonFriðrik Dór JónssonFríða Rún ÞórðardóttirGuðbjörg HilmarsdóttirGuðrún HöskuldsdóttirGuðún Ósk KristjánsdóttirHögni ÞorsteinssonJón Ragnar JónssonJónas Björn PálssonÓlafur Hrafn BjörnssonSigríður BjörnsdóttirStefán Rafn SigurmannssonSvava Björnsdóttir

BusaballiðVið græddum töluvert á busaballinu eins og við höfðum búist við og þessi peningur nýttist vel í að greiða upp gamlar skuldir Skólafélagsins.

Útgjöld: 2,221,849 kr. (húsnæði, tónlistaratriði, öryggis- og sjúkragæsla, ljósa- og hljóðbúnaður, prentun, STEF-gjöld o.fl.)Innkoma: 3,393,000 kr. Gróði: 1,171,331 kr.

ÁrshátíðinÁrshátíðarvikan í heild sinni kom betur út en við bjuggumst við og var það meðal annars vegna lægri upphæðar sem fór í skreytingar en áður þó að það hafi síður en svo bitnað á skreytingunum sjálfum, sem tóku sig virkilega vel út að mínu mati.

Útgjöld: 5,355,472 kr. (sjá útgjöld á busaballi, skreytingar í Cösukjallara, hátíðarkvöldverður o.fl.)Innkoma: 4,869,000 kr.Tap: 486,472 kr.

JólaballiðVegna þess hve vel árshátíðin kom út ákváðum við að niðurgreiða jólaballið og töpuðum þess vegna á því.

Útgjöld: 1,935,988 kr. (sjá útgjöld á busaballi)Innkoma: 1,866,000 kr.Tap: 69,988 kr.

Nánara uppgjör um fleiri viðburði mun síðan birtast í Skólablaðinu Skinfaxa sem kemur út um miðjan mars. Í millitíðinni er öllum frjálst að hafa samband við mig í gegnum netfang mitt, [email protected].

Sólveig Ásta Einarsdóttir, 5. Yquaestor scholaris

QuaestorsUppgjör

Helstu kostnaðarliðir haustannar

Page 6: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

6 | menntaskólatíðindi

Íslensk tónlistárið 2012

Árið 2012 var mjög gott tónlistarár hjá Íslendingum. Það var mikil gróska í geisladiskaútgáfu og einnig í tónleikahaldi. Nýjar og áhugaverðar hljómsveitir komu fram á sjónarsviðið og þó nokkrar hljómsveitir gáfu út

sinn fyrsta disk, t.d. Ojba Rasta og Kiriyama Family. Í þessum pistli verður bent á nokkrar áhugaverðar, íslenskar plötur sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri TraustaÁsgeir Trausti kom að einhverju marki fram á sjónarsviðið á seinasta ári og skaust hratt upp á stjörnuhimininn. Sama ár gaf hann út fyrstu breiðskífu sína, sem ber titilinn Dýrð í dauðaþögn. Platan og lög hennar ættu ekki að hafa farið fram hjá neinum, en hún hefur notið mikilla vinsælda og lögin verið spiluð ákaft á íslenskum útvarpsstöðvum. Það lag sem hefur verið mest spilað á útvarpsstöðvum landsins er lagið Leyndarmál, en uppáhaldslag okkar í ritstjórn er lagið Nýfallið regn.

Um stund með ValdimarÖnnur breiðskífa Valdimars, sú fyrri ber nafnið Undraland. Hluti laga þessarar plötu er saminn í Hollandi þar sem Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson sömdu saman.

Okkar menn í Havana með Sigurði Guðmundssyni og MemfismafíunniÞriðja plata Sigurðar Guðmundssonar og Memfismafíunnar. Við gerð þessarar plötu héldu þeir til Kúbu og tóku plötuna upp með hjálp frábærra kúbanskra tónlistarmanna. Þrátt fyrir að vera mjög frábrugðin fyrri plötum hljómsveitarinnar gefur hún þeim ekkert eftir.

Enter 4 með HjaltalínÞriðja plata Hjaltalín, Enter 4, kom út á seinasta ári, þremur árum eftir að Terminal kom út. Hún hefur vakið mikla hrifningu gagnrýnenda og aðdáenda hljómsveitarinnar.

Page 7: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

7 | menntaskólatíðindi

Önnur Mósebók með Moses HightowerÞetta er önnur plata hljómsveitarinnar Moses Hightower, en hljómsveitin var stofnuð árið 2007. Moses Hightower spilar svokallaða soul-tónlist og sá stíll er ríkjandi á þessari plötu. Platan er þægileg áheyrnar og mjög skemmtileg.

Retro Stefson með Retro StefsonÞriðja plata Retro Stefson og enginn eftirbátur fyrri platnanna. Retro Stefson spilar svokallað Afro Pop og hefur notið mikilla vinsælda seinustu ár. Platan Retro Stefson er nýjasta afurð þeirra. Hún inniheldur nokkur gríðarlega vinsæl lög, t.d. lögin Qween og Glow.

ADHD3 og ADHD4 með ADHDKvartettinn ADHD gaf út plöturnar ADHD3 og ADHD4 árið 2012. Plöturnar áttu upphaflega að vera ein plata en voru gefnar út samhliða. Hljómsveitina skipa Davíð Þór Jónsson, bræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir og Magnús Tryggvason Eliassen.

Ojba Rasta með Ojba RastaFyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Ojba Rasta. Ellefu manns skipa reggíhljómsveitina sem hefur starfað síðan árið 2009. Lögin Jolly Good og Baldursbrá hafa eflaust margir heyrt þar sem þau hlutu þó nokkra spilun á útvarpsstöðvum landsins.

4 hliðar með Samúel Jón Samúelsson Big Band4. plata hljómsveitarinnar Samúel Jón Samúelsson Big Band. Big bandið spilar bland af funki, jazzi og soul-tónlist og er skipað 18 manns. Þar má nefna Samúel Jón Samúelsson, Óskar og Ómar Guðjónssyni, Hauk Gröndal, Kjartan Hákonarson og fleiri. Hún hefur fengið mjög góða dóma en ekki hefur þó heyrst mikið í henni í útvarpi.

Kiriyama Family með Kiriyama FamilyHljómsveitin Kiriyama Family er elektró-popp-kvintett, stofnaður árið 2009. Platan Kiriyama Family er frumburður þeirra og hefur notið talsverðra vinsælda hér á landi.

Page 8: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

8 | menntaskólatíðindi

Hörn og Arnór = Snæfríður er prúð

og góð stúlka. Hún hlýðir foreldrum

sínum í einu og öll. Snæfríður er

skipulögð, enda fellur eplið sjaldan

langt frá eikinni og að öllum líkindum

mun hún bjóða sig fram í embætti

forseta eða inspectors.

Grétar og Sandra Smára = Héðinn er bráðgáfaður ungur drengur. Hann ætlar sér stóra hluti í lífinu og vinnur að þeim markmiðum í samráði við föður sinn. Héðinn er mjög félagslyndur og fer mikinn í félagslífi hvar sem hann kemur.

Jóhannes Urbancic og Harpa Guðrún = Ísabella er myndarleg stúlka sem á framtíðina fyrir sér. Hún fer ekki framhjá neinum og ekki skemmir útlitið fyrir henni.

Jónas Atli og Jóhanna Preethi = Jóna er heldur betur fjörug og skemmtileg stelpa. Hún er mjög upptekin enda eiga félagsmál allan huga hennar, daga og nætur.

Kiddi Kerr og Kristín = Kristján hefur nýlega breytt nafninu sínu í Christian. Hann er rokkari í húð og hár, spilar í hljómsveit og veður í gellum.Jón Ingvar og Nanna

Katrín = Jónanna Inga

er sykursæt skvísa. Hún

stefnir á módelstörfin

enda komin af bráðmyndarlegu fólki.

Nils og Anna Lotta = Anna

Alexandra er hálffranskt megabeib.

Hún er mjög listræn en hugsar

alltaf vel um útlitið. Áhugamál

Önnu Alexöndru eru listmálun og

líkamsrækt.

Maggi collega og Soffía Gunnars

= Stínu kippir svo sannarlega í

kynið, hún er hörkudugleg stelpa en

gasalegur hrakfallabálkur.

Oddur og Birna = Svavar Atli Schram er einhver sem allir verða að kynnast. Hann er hýr eins og lamb og það geislar af honum væntumþykja og kærleiki. Uppáhalds sjónvarpsþátturinn hans er Gossip Girl.

Ekki stunda óvarið kynlíf

Page 9: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

9 | menntaskólatíðindi

Jóhannes Urbancic og Harpa Guðrún = Ísabella er myndarleg stúlka sem á framtíðina fyrir sér. Hún fer ekki framhjá neinum og ekki skemmir útlitið fyrir henni.

Ekki stunda óvarið kynlíf

1. Eva Björk - Stay (Rihanna)

2. Anna Lotta - Aria (Glück)

3. Gunnar Aðalsteinn - Climax (Usher)

4. Þórunn - Titanium (David Guetta)

5. Ragnhildur og Ásdís - Valerie (Amy Winehouse útgáfa)

6. Jóhanna - You Raise Me Up (Josh Groban)

7. Heiður - Skinny Love (Bon Iver)

8. Sandra - Soldier (Gavin Degraw)

9. María og Páll Sólmundur - This Charming Man (The Smiths)

10. Jón Sigurður og Páll Sólmundur - Time (Pink Floyd)

11. Gunnar og Páll Sólmundur - Sound of Silence (Simon and

Garfunkel)

12. Karólína - Heartbeat (Nneka)

13. Rakel - Songbird (Eva Cassidy)

14. Tanja og Ingunn - Wonder (Emily Sande)

15. Ólafur - Yellow Ledbetter (Pearl Jam)

16. Jakob - Bridge Over Troubled Water (Simon and Garfunkel)

Keppendur ísöngkeppni

Skólafélagsins

Page 10: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

10 | menntaskólatíðindi

Alexander Petersson er 32 ára gamall, örvhentur hornamaður í íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Hann er hörkutól sem aldrei gefst upp, öllum er til dæmis í fersku minni þegar hann kláraði leik kjálkabrotinn. En í þetta skipti sat hann heima á meðan karlaliðið stóð í ströngu á HM á Spáni og var þar skarð fyrir skildi, en Alexander er meiddur á öxl. Ritstjórnin tók stutt viðtal við þennan frábæra handboltamann.

Hvernig var tilfinningin að vera ekki með á stórmóti núna í fyrsta skiptið í langan tíma? Það er náttúrulega ekki góð tilfinning, eins og eitthvað vanti uppá. Það er erfitt að

horfa á leikina og geta ekki gert neitt.Og hvernig var að taka þá ákvörðun? Það var náttúrulega mjög erfitt en með þá reynslu á bakinu að hafa farið meiddur á stórmót var sú ákvörðun óhjákvæmileg. Það er hvorki mér né liðsfélögum mínum til góðs að hafa hálfan leikmann í eftirdragi.Hver heldur þú að muni skara fram úr á mótinu? Það er alltaf erfitt að segja, maður vonar náttúrulega að allir verði jafnir því þannig vinnast leikirnir helst. Aron Pálma og Guðjón Valur eiga sennilega eftir að vera sterkir.

Hvernig líst þér á nýja landsliðsþjálfarann? Líst vel á hann. Hann er metnaðarfullur, skipulagður og hefur góðan skilning á leiknum. Hann á eftir að gera góða hluti með liðið í framtíðinni.Hvort finnst þér betra að spila í rauðu eða bláu? Rauðu.Kanntu þjóðsönginn? Já að mestu.Hvað gerir þú í þínum frítíma, svona fyrir utan handboltann? Spila golf eða leik mér með fjölskyldunni minni. Strákarnir mínir tveir eru miklir orkuboltar og hafa gaman af öllum íþróttum. Við eyðum miklum tíma úti á íþróttasvæði, í fótboltaleikjum eða hverju því sem er í boði :)

Page 11: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

11 | menntaskólatíðindi

Stefán Rafn Sigurmannsson fór í fyrsta skipti með landsliðinu á stórmót nú í janúar. Þessi ungi vinstri hornamaður er uppalinn í Haukum, en gerði fyrir stuttu síðan samning við Rhein Neckar Löwen í Þýskalandi, sem hefur verið topplið í þýsku deildinni lengi vel. Stefán er því nýlega byrjaður í atvinnumennskunni og framtíð hans í handboltanum er björt. Við spjölluðum örlítið við Stefán áður en hann hélt á vit ævintýranna á HM á Spáni. Nú ert þú að fara á þitt fyrsta stórmót, hvernig er tilfinningin? Hún er hrikalega góð frábært að fá að spila fyrir Ísland, alltaf mikið stolt sem fylgir því.Hvenær áttaðir þú þig á því að þú ættir að leggja fyrir þig handboltann? Ég hef alltaf stefnt að því að verða handboltamaður,

alveg síðan ég byrjaði í handbolta í Haukum þegar ég var 7 ára þá hef ég alltaf ætlað að leggja þetta fyrir mig, þannig það er frábært að sá draumur sé að rætast.Hvernig er að koma nýr inn í landsliðið? Það er nokkuð gott strákarnir allir mjög flottir og auðvelt að komast inni félagslega hlutann. Allir taka manni hrikalega vel þannig það var nokkuð þægilegt að vera nýr í landsliðinu.Kanntu þjóðsönginn? já.Nú spilar þú með stórliðinu Rhein Neckar Löwen í Þýskalandi, hvernig var að fara frá því að spila á Íslandi og í atvinnumennskuna? Það er auðvitað alltaf stórt stökk að fara frá Íslandi í topplið í þýskalandi en ég kann hrikalega vel við mig þarna. Það hjálpaði mér líka helling að Alexander Petersson leikur með

liðinu þannig hann og hans frábæra kona Eivor Pála eru búin að hjálpa mér mjög mikið og koma mér inn í hlutina.Hverjum ert þú nánastur í landsliðinu? Tveir af mínum bestu vinum eru hérna með mér Ólafur Gústafsson og Aron Pálmarsson.Ertu með einhverja hjátrú fyrir leiki? Nei ekkert svoleiðis bara oftast svona svipuð rútínan hvað varðar svefn og mat.Hvað gerir þú í þínum frítíma, svona fyrir utan handboltann? Það er rosalega misjafn. Maður reynir að nýta frítímann hrikalega vel en oftast er það voða mikið tölvan , síðan þarf að borða vel og safna orku fyrir næstu æfingu .Hver hefur verið þinn helsti stuðningsmaður á handboltaferlinum? Fjölskyldan mín.

Page 12: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

12 | menntaskólatíðindi

Það er mjög gaman að vera busi í MR, eiginlega miklu skemmtilegra en ég hélt. Mér leist aldeilis ekki á þetta fyrsta daginn þegar ég komst að því að ég var í flökkubekk og 3 af 4 strákum í bekknum mínum voru ‘97, en svo reyndust þeir hin bestu skinn. Það er heldur ekki svo slæmt að vera flökkubekkur, þótt margir líti okkur illum augum og haldi því fram að við rústum stofunum þeirra en ég blæs á slíka vitleysu. Helsta aukaverkun þess að vera flökkubekkur er líklegast hættulega hátt hlutfall cösudýra. Það er mjög skemmtilegt fólk hérna og mun minna um illa lyktandi lopapeysulýð en maður hefði haldið. Eldri nemendur skólans hafa alls ekki verið svo illgjarnir í garð okkar busann, þ.e.a.s. síðan busavikunni lauk. Svo eru líka margar busastelpur duglegar að veiða eldri bekkinga, til dæmis eru stelpurnar í mínum bekk duglegar að mæta í stoðtíma í stærðfræði hjá 6. bekkjar strákunum þótt það sé ekki einu sinni heimavinna í stærðfræði.... Kennararnir setja líka svip sinn á skólann, til dæmis Arnbjörn, sem er fyrirmynd margra. Böllin eru líka mjög skemmtileg (kannski ekki mikil samkeppni því böllin í grunnskóla voru 100 manna samkoma í matsal skólans, en samt..) og bara allt félagslífið frábært!

Guðrún Höskuldsdóttir, 3. F

Busalífið

Athyglissjúka týpan: Hún skiptir um profile mynd daglega og deilir henni ótæpilega. Oftast eru myndirnar sjálfsmyndir, jafnvel speglamyndir teknar með iPhone/iPad.

Laumuathyglissjúka týpan: Oftar en ekki er þessi týpa jafn athyglissjúk og athyglissjúka týpan en lætur það þó ekki jafn mikið í ljós. Hún setur sömu profile myndina sem profile mynd á hverjum degi, þannig að hún kemur aftur og aftur upp á news feedinu þínu. Einnig tíðkast hjá yngri týpunum að biðja vini sína um að share-a myndinni sinni.

Pólitíska týpan: Póstar óspart greinum af netinu með mjög reiðilegum ummælum og yfirlýsingum. Lendir síðan í rifrildi við aðra facebook-pólitíkusa.

Njósnarinn: Gerir ekki neitt á facebook og timelineið hans er autt. Er búin að vera með sömu profile myndina síðan hann byrjaði á facebook. Njósnarinn er samt í raun og veru alltaf á facebook að fylgjast með öllum og veit allt um alla.

Húsmóðirin/-bóndinn: Skrifar statusa daglega um það sem hún hefur gert þann daginn. Sett í uppþvottavélina, bakað, skutlað börnunum í skólann. Er með mynd af börnunum sínum í profile.

Sleikjan: like’ar allt hjá öllum og er virkilega næs í kommentum. Of næs.

„Líf mitt er svo frábært“ týpan: Póstar mynd af öllu því frábæra sem hún gerir. Oft fær maður á tilfinninguna að hún geri hlutina einungis til að geta póstað mynd á facebook.

facebookleiðinlegt fólk á

Page 13: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

13 | menntaskólatíðindi

Optical StudioSmáralind - Keflavík - Leifsstöð

Vertu kúl, notaðu linsur!

Page 14: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

14 | menntaskólatíðindi

Þegar við byrjum í menntaskóla fáum við ákveðið „frelsi“. Frelsi til að ákveða t.d. hvenær við lærum, hvernig við eyðum deginum og hvað við borðum . En frelsi fylgir ábyrgð. Við þurfum að bera meiri ábyrgð á náminu, peningum og ekki síst næringunni. Allt í einu eru mamma og pabbi smám saman hætt að skipta sér af öllu sem við gerum. Mamma hættir að nenna að vakna á morgnana til þess að smyrja nesti og okkur

er nokkurn veginn í sjálfsvald sett hvað við borðum yfir

daginn. Þá kemur að ábyrgðinni. Hvað erum

við menntskælingar að setja ofan í okkur? Ótrúlega margir hugsa ekki mikið út í það hvað þeir borða. Við í MT

spjölluðum við næringarfræðinginn

Fríðu Rún Þórðardóttur og komumst

að ýmsu varðandi mataræði ungs fólks. Fríða segir að óhollur

skyndibiti og of langur tími milli máltíða sé það sem helst er

að varðandi

matarvenjur

menntskælinga. Skv.

næringarfræðinni er best að borða

margar smáar

máltíðir á 2-3 klst. fresti, til að halda orkunni yfir daginn. Lykilatriði til að halda mataræðinu í jafnvægi er að hafa gott skipulag. Það er mikilvægt að spyrja sjálfan sig hvernig dagurinn mun vera, hvað sé á dagskránni. Með því að vera skipulagður yfir daginn má draga úr líkum á því að óvandaður skyndibiti eða sælgæti verði fyrir valinu þegar hungrið segir til sín. Fríða Rún segir að það sé mikilvægt að hlusta á líkamann til að vita hversu mikið maður á að borða á hverjum degi. Morgunmatur og ein heit máltíð er gott viðmið og einnig ætti að reyna að borða máltíð 1-2 klst. fyrir áreynslu og líka að fá sér eitthvað sem fyrst eftir áreynslu. Eins og margir vita þá er holl fæða oftast ekki ódýr svo það getur verið erfitt að finna hollan og ódýran mat. En það er ekkert sem segir að skyndibiti geti ekki líka verið hollur. Fríða mælir með Culiacan, Grænni línu Metro, Nings, Saffran og Serrano. Einnig er hægt að fá góða máltið á Subway en þar verður að vanda valið og passa að velja fituminni báta og gróft brauð. Salatbarir eru sniðugir og hægt er að velja holla fæðu þar. Þá er best að miða við að 1/3 úr máltíðinni sé prótein (t.d. túnfiskur, egg eða kotasæla), 1/3 kolvetni (t.d. pasta, ávextir eða baunir) og 1/3 grænmeti. Margir falla í þá gryfju þegar kemur að því að létta sig að telja kaloríur. Fríða segir, „í fæstum tilvikum skilar það einhverjum marktækum árangri“. Hún segir einnig að það sé erfitt og tímafrekt þar sem áreiðanleikinn

og nákvæmnin geta verið lítil. Einnig er mikilvægt að vita hversu margar hitaeiningar á að miða við. Til þess að grennast þarftu að borða minna en þú brennir svo mikilvægt er að hreyfa sig a.m.k. fjórum sinnum í viku. Fríða útskýrir að mataræði og hreyfing sé ekki það eina sem skiptir máli heldur þarf rétt hugarfar einnig að vera til staðar. „Ef hugarfar þitt er ekki rétt og þú t.d. trúir ekki að mataræðið skipti máli þá nærð þú ekki árangri“, segir Fríða. Þessir þrír þættir; hreyfing, mataræði og hugarfar, skipta allir jafn miklu máli að hennar mati. Það getur verið erfitt fyrir ungt fólk að huga að hollustunni í mataræði sínu . Samkvæmt Fríðu Rún er oft um að kenna tíma – eða peningaleysi en einnig agaleysi sem gerir það að verkum að ungt fólk á erfitt með að taka á mataræðinu. Það er nefnilega bæði auðvelt og freistandi að fá sér óhollan skyndibita sem gerir nákvæmlega ekkert gott fyrir okkur

Menntskælingamataræði

Page 15: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

nema að seðja sárasta hungrið. Oft langar okkur í eitthvert snarl eða lítið að borða þótt við séum ekkert sérstaklega svöng og Fríða segir að ávextir, grænmeti, magrar og próteinríkar mjólkurvörur (skyr, skyrdrykkur, Hleðsla, Hámark og próteinstangir) séu góðir kostir þegar maður verður svangur á milli máltíða. „Svo er ekkert að því að fá sér hafragraut eða annað morgunkorn þó að það sé ekki morgunn!“, útskýrir Fríða. Stundum gerir fólk sér ekki grein fyrir því að það sé kominn tími til þess að skoða mataræðið . Ungu fólki

hættir til að gleyma því hversu mikilvægt er að hugsa um hvað það borðar. Fríða

Rún upplýsir okkur að helstu merki um að maður

þurfi ef til vill að

endurskoða mataræði sitt sé ofþyngd, fitusöfnun á kvið, slæm húð, tíð veikindi, orkuskortur og léleg frammistaða í skólanum og á æfingum. Ódýrast og best er án efa að nesta sig sjálfur. En ekki eru allir, alltaf svo fyrirhyggjusamir að muna eftir því og þá þarf að finna sér eitthvað í gogginn á staðnum. Það eru margir staðir í og í kringum MR þangað sem nemendur geta farið og fundið sér eitthvað að borða og hér á eftir er óformleg umfjöllun um þá helstu frá næringarfræðilegu sjónarhorni.

Kakóland. Auðvelt. Þægilegt. Fljótlegt. Auðvitað dettur manni strax í hug að fara í Kakóland og finna sér eitthvað að borða þar. En ef við skoðum aðeins matseðilinn þá er hann ekki mjög fjölbreyttur. Heiti maturinn er alltaf sá sami, grjónagautur, súpa -frekar óspennandi og næringarlítil, pastasalat -mikið af kolvetni og fitu, burrito - kjöt, sósa og salat=ok, snakk=óhollt) og pizza. Svo virðist sem hollustan sé ekki beinlínis höfð að leiðarljósi við val á heita

matnum í Kakólandi. Að auki er hægt að fá þar skyr,

pizzasnúða,

ostaslaufur, súkkulaðibitakökur, hafrakökur, ýmis konar ávexti, kókómjólk, svala og gos. Næringarrík máltíð í Kakólandi gæti verið skyr, Hámark, ávextir og samloka. Hér mætti

bæta úr og reyna bjóða

fjölbreyttari og hollari mat.

Bónus. Ódýrt. Nálægt. Það er alltaf hægt að finna MR-ingar þegar farið er í Bónus í hádeginu. Búðin er rétt hjá skólanum og þar er ágætt úrval af mat. Næringarríkur og hollur matur sem hægt er að finna í Bónus er t.d. Skyr, Froosh, Hámark, ávextir, grænmeti, kotasæla, hrökkbrauð o.s.frv. Hins vegar er margt í Bónus sem þarf að forðast, blekkjandi vörur sem gæti litið út fyrir að vera ágætlega hollar t.d. kex, snúðar, sumar samlokur, núðlur o.s.frv.

Subway. Einfalt. Ferskt. Sem betur fer opnaði Subway aftur nálægt MR því það er alltaf gott að geta farið og fengið sér samloku sem gerð er á staðnum og þar sem hægt er að velja nákvæmlega það sem er á samlokunni. Það gerir það að verkum að við getum stjórnað því enn frekar hvað við borðum. Það sem þarf að passa þegar við veljum okkur samloku er að velja ekki hvítt brauð, fitumikilar sósur og fituríkt kjöt. Best að fá sér gróft brauð, með hvítu kjöti, miklu grænmeti og léttri sósu.

Serrano. Bragðmikið. Nærringaríkt. Serrano er ótrúlega vinsæll staður á meðal ungs fólks enda er það einn af fáum stöðum þar sem hægt að er fá hollan skyndibita. Það sem er gott við Serrano er að flest sem hægt er að fá þar er frekar hollt. Það sem þarf að passa sig á er að missa sig ekki í óhollum sósum, fá sér frekar salsa- eða jógúrtsósu og reyna að sleppa snakki og annars konar óþarfa. Einnig er sniðugt að biðja um heilhveitibrauð í stað hvíta brauðsins. Ókosturinn er hins vegar sá að staðurinn er fulllangt frá MR.

Page 16: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

16 | menntaskólatíðindi

Eitt orð sem lýsir tónlistarferlinum þínum?

Hvert er uppáhaldslagið þitt?

Hvert er besta fótboltalið í heimi?

Hvað skiptir mestu máli í lífinu?

Lýstu bróðir þínum í einni setningu.

Hverju leitaru eftir í fari stelpna?

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Hvernig er hið týpíska kósýkvöld fyrir þér?

Hver er fyrirmyndin þín?

Hvað er það besta við MR? 

Epískur

Ég veit bara að Señorita með JT fær mig alltaf til að dansa... Sæll’inur...

Ef ég er í byrjunarliðinu þá er það FH - annars Barcelona.

Traust, tryggð, hlátur og hamingja.

Frikki er skemmtilegur og einlægur töffari sem gerir allt það sem hann ætlar sér og gerir það framúrskarandi vel

(svo er hann bara með svo falleg augu).

Skynsemi, hlýju, brosi, húmor, dugnaði, gáfum og þokka.

Grjónagrautur og lyfrapylsa.

Það er allt of týpískt: Kertaljós, mynd á AppleTV og eitthvað gúrmei snarl.

Pabbi og mamma...

Það besta við MR er að þar kynntust eldri systir mín og maðurinn hennar en þau hafa þegar alið af sér þrjá

snilldar-drengi sem gleðja mann í hvert skipti sem maður sér þá... Næst þar á eftir er að MR skilaði Einari

Lövdahl Gunnlaugssyni út í lífið en hann er einmitt toppeintak af manni.

 

Gleðigleði

Allt með Frank Ocean

Nr1. FH, Nr2. FH, Nr.3 FH, Nr.4 Barcelona

Gullna reglan heitir ekkert bara gullna reglan út af engu, hún er virkilega gullin regla: “Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.” Ef menn muna þetta þá eru þeir í toppmálum :)

Jón bróðir minn fyndinn er, skemmtilegur og æðaber, ákveðinn og fylginn sér, hinn fullkomni bróðir handa mér.

Bara mjög stórum brjóstum og grönnu mitti. Djók. Það er það sama með stráka og stelpur, maður vill helst vera í kringum gott og skemmtilegt fólk.

Það myndi vera Lasagna, enda vill móðir mín meina að ég hafi verið Ítali í fyrra lífi.

Sófatjill með góða mynd og þá er ekki ólíklegt að maður slafri í sig smá skammti af nachos og svona salsa/rjómaosta/ostasósu ídýfu með bráðnum osti ofan á. Með þessu myndi maður svo drekka ískalt Coke (Light ef maður er í átaki, innan við ein kalóría í 100ml)

Gerard Depardieu

Hann sá vel um Maríu elstu systir okkar á sínum tíma og fyrir það er ég þakklátur.

Jón Jónsson6 stig 0 stig

0 stig

1 stig

4 stig

6 stig

2 stig

4 stig

5 stig

2 stig

0,5 stig

6 stig

5 stig

2 stig

0 stig

4 stig

2 stig

1 stig

4 stig

5,5 stig

Friðrik Dórvs.

Ritstjórnin tók stjörnubræðurna Jón Ragnar Jónsson og Friðrik Dór úr Hafnarfirðinum á tal um daginn og spurði þá nokkurra spurninga um lífið og tilveruna. Eftir margra ára vangaveltur ætluðum við okkur að komast loksins að sannleikanum um hvor þeirra væri nú betri.

Hver ritstjórnarmeðlimur gat gefið eitt stig fyrir hverja spurningu og endaði það svo að Jón var með 35,5 stig en Friðrik með 24,5 stig. Já, þið heyrðuð rétt, ekki var hægt að greina á milli bræðranna, þar sem þeir eru báðir jafn frábærir.

Page 17: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

17 | menntaskólatíðindi

Gott kaffi hjá Kaffifélaginu!

Skólavörðustíg 10Opið 7:30 - 18:00

Laugard. 10:00 - 16:00

Örn Kr. Arnarson - ökukennari - 899 2263Gunnar Angantýsson - ökukennari - 660 4950

Jón Haukur Edwald - ökukennari - 897 7770

Page 18: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

Nemendur Menntaskólans í Reykjavík eru ekki bara metnaðarfullir þegar kemur að námi heldur eigum við fullt af afreksfólki í íþróttum. Ritstjórnin tók viðtal við Ólaf Hrafn Björnsson, nemanda í 6. T, en hann var kjörinn íshokkímaður ársins 2012. Ólafur Hrafn byrjaði í 5. bekk í MR haustið 2011 og er á náttúrufræðibraut. Ólafur Hrafn fæddist í Svíþjóð og hokkíferillinn byrjaði svo sannarlega snemma. Hann byrjaði að æfa þegar hann var aðeins þriggja ára þegar hann fór að mæta á æfingar með bróður sínum, sem þá var sex ára, og hefur Ólafur því stundað íþróttina í yfir 17 ár. Ólafur Hrafn segir að hokkí sé ein vinsælasta íþróttin í Svíþjóð svo það hafi eiginlega komið af sjálfu sér að byrja að æfa hokkí en ekki einhverja aðra íþrótt. „Þetta bara einhvern veginn atvikaðist, alveg hugsunarlaust“, segir Ólafur Hrafn. Honum finnst hann ekki æfa mikið en hann æfir 4-5 sinnum í viku. Þá er ein ísæfing og ein æfing sem fer fram fyrir utan ísinn. Ólafur Hrafn segir að það hafi verið mjög gaman að vera valinn íshokkímaður ársins. Hann fór á lokahóf þar sem viðurkenningar voru veittar og íþróttamaður ársins valinn. „Þurfti að fara á lokahófið, horfa á Aron Pálmarsson sem mætti of seint því hann var að strauja skyrtuna sína eða eitthvað“, segir hann og hristir hausinn, „en það var mjög gaman sko!“. Síðustu tvö ár hefur Ólafur Hrafn verið í karlalandsliðinu í hokkí en áður hafði hann verið samfleytt í unglingalandsliðinu, U20 og U18, frá því hann var 15 ára. „Maður þarf samt ekkert að vera neitt sérlega góður til þess að komast í unglingalandsliðin“, segir Ólafur og hlær. Það eru hlutfallslega nokkuð margir sem spila hokkí á Íslandi en þar sem Ísland er frekar lítið land eru þetta ekkert svo margir. Aðeins þrjár skautahallir eru á landinu svo fleiri iðkendur komast varla að. „Það er frekar pirrandi að ekki sé hægt að fjölga liðum með góðu móti“, útskýrir Ólafur. Hokkítímabilið byrjar í september og endar í mars. Spilaðir eru 30 leikir á hverju tímabili. Á Íslandi eru sex lið, en það eru eitt aðallið og eitt varalið í hverju félagi þar sem félögin á Íslandi eru aðeins þrjú, Björninn, Skautafélag Akureyrar og Skautafélag Reykjavíkur. Ólafur segir að ástæðan fyrir því að það séu tvö

Íshokkímaður ársins 2012

Ólafur Hrafn Björnsson

Page 19: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

19 | menntaskólatíðindi

Íshokkímaður ársins 2012

Ólafur Hrafn Björnsson

lið í hverju félagi sé einfaldlega til þess að stækka deildina þar sem skortur er á skautahöllum á landinu. Við spurðum Ólaf hvort hann ætti sér uppáhalds hokkíspilara en hann þurfti smá tíma til þess að hugsa, „Uppáhalds íshokkímaðurinn minn? Í heimi? Aaah ég er að hugsa sko...örugglega Ryan Nugent-Hopkins.“ Aðspurður um framtíðina í hokkíinu þá segist hann langa að spila hokkí eins lengi og hann geti og reyna að ná einhverjum árangri fyrir utan Ísland, til dæmis í Svíþjóð. Langtímamarkmiðið hans væri samt sem áður að fjölga hokkíiðkendum á Íslandi. „Fá fólk til þess að hætta að byggja fótboltavelli og byggja kannski tvær, þrjár skautahallir í viðbót, þá myndi félögum og iðkendum fjölga,” segir Ólafur. Íþróttafólk hefur oft ekki tíma fyrir mikið annað en að stunda íþróttina sína og kannski sinna náminu. Þegar við spurðum Ólaf Hrafn hvort hann hefði einhver önnur áhugamál sagði hann, „nei, bara íshokkí“. Ólafur segir hins vegar að það gangi vel að samræma námið og íþróttaiðkunina en hann hafi þó ekki tíma fyrir mikið annað sem geti verið pirrandi. Fyrrverandi Verslingurinn skipti yfir í MR þar sem hann sinnti ekki náminu sínu í Versló. Eftir að hafa verið tvö ár í Versló fór hann til Svíþjóðar að spila í eitt ár en þegar hann kom heim nennti hann ekki aftur í Versló. „Ég vildi ekki útskrifast með stúdentspróf og kunna ekki neitt!“, útskýrir Ólafur. Hann ákvað þá að skella sér í MR þar sem hann þekkti fullt af fólki og vissi að hann myndi neyðast til þess að sinna náminu. „Ég held að ég sé búinn að hækka meðaleinkunnina um tvo heila!“, segir Ólafur en hann hefur greinilega náð góðu jafnvægi milli námsins og íþróttarinnar. Ólafur segist ekki vera búinn að ákveða hvað hann ætlar að gera eftir MR en telur ólíklegt að það muni tengjast hokkíi.

Page 20: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

20 | menntaskólatíðindi

Kringluspjall1. Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug þegar talað er um MR?

2. Hvernig er hinn týpíski MRingur fyrir þér? 3. Hvaða skóli hefði orðið fyrir valinu hjá þér í dag?

4. Hefurðu hlaupið Tjarnarhringinn?

Hallgerður, 46 ára, fyrrverandi MH-ingur.1. Það er erfitt nám. 2. Það er svona mikill námsmaður sem ætlar í framhaldsnám eitthvert. 3. Ég myndi velja Versló. 4. Nei, eða ég hef labbað hann, mjög rösklega!

Helena, 20 ára, fyrrverandi Verslingur.1. Flottur skóli. 2. Hress... og bara svona í fínum fötum og flottur. 3. Versló. 4. Nei.

Sandra Jónsdóttir, 23 ára, fyrrverandi MH-ingur.1. MR? Bara... Latína og rosalega rosalega mikið að læra og svona. Mikill metnaður gagnvart námi. 2. Uuuu, Guð nú veit ég ekki... Já ég á alveg vinkonur. Það er alveg nóg að gera, ekki bara í skólanum heldur líka utan skólans, alveg rosalegur metnaður og já alltaf lærandi, alltaf rosalega mikið að gera –Já og hlaupa í kringum helvítis tjörnina! 3. Hiklaust MH, aftur! 4. Nei haha!

Róbert, 23 ára, fyrrverandi nemandi í Borgó.1. Mikil heimavinna. 2. Ég veit það ekki, drekkur kaffi og eitthvað. 3. Ekki Borgó, MR bara! 4. Ég?.. jááá ég hef gert það, veit ekki á hvaða tíma.

Magnús, 27 ára, fyrrverandi nemandi í FVA (Fjölbrautarskóli Vesturlands á Akranesi). 1. Uuuu bara allt klára fólkið í Reykjavík fer í þann skóla. 2. Svona smá hipster, öfugt við Versló kannski. 3. MR eða Versló. 4. Mmm nei.

Sævar, 18 ára, nemandi í MK.1. Hippa. 2. Einhver artí.. hipster. 3. Framhaldsskóli?... Þennan hjá þarna hvað heitir ströndin okkar aftur? Æji Nauthólsvík, hvaða skóli er þar? Nýi skólinn þarna... 4. Hvað er það?

Pétur, 22 ára, fyrrverandi MH-ingur.1. Stærðfræði. 2. Aaa, ég veit það ekki, bara.. rosa gáfaður bara! 3. Umm Versló. 4. Neibb.

Page 21: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

21 | menntaskólatíðindi

Hvenær var hljómsveitin stofnuð?Hljómsveitin var stofnuð 2009. 

Af hverju ákváðuð þið að stofna hljómsveit?Valdimar leiddist og hringdi í Ásgeir vin sinn og spurði hvort hann nennti að koma að gera tónlist. Þeir höfðu þá áður verið saman í hljómsveitinni Streng sem var þá búin að gefa upp öndina. Það er hirkalega gaman að búa til tónlist og líka hrikalega gaman að hanga með vinum sínum, svo það er rétt hægt að ímynda sér hvað það er gaman að gera bæði hvort tveggja í einu.

Er einhver saga á bak við nafnið? Þegar strákarnir voru að reyna að finna nafn á bandið, sem getur ferið alveg fáránlega erfitt, sagði Ásgeir einhverntíman í gríni að -mar endirinn á Valdimar mundi passa ágætlega við aðrar Keflavíkur hljómsveitir sem höfðu slegið í gegn, eins og Hjálmar og Hljómar. Svo þannig kom nafnið til og brandarinn hans Ásgeirs lifir góðu lífi, hvort sem hann er fyndinn eða ekki.

Hafa orðið miklar breytingar á hljómsveitinni?Nei, bandið er nánast búið að vera eins mannað síðan að Undraland kom út 2010. Kristinn kom inn í bandið á hljómborð fyrir Margeir Hafsteinsson áður en Undraland var tekin upp. Margeir spilar reyndar oft með okkur á tónleikum en þá á trompet. Svo kem ég inn í bandið um það leyti sem Undraland kemur út, upphaflega til að leysa Ásgeir af sem var þá í námi erlendis.

Eigið þið ykkur uppáhalds lag? Ef já, af hverju það lag?Það hefur hver sína skoðun á því. Mér finnst lagið Strá af Undraland soldið gott og fæ líka eitthvað út úr því að spila það live. Svo þykir mér líka titillag nýju plötunnar Um Stund mjög gott og ég held reyndar að flestir í bandinu séu á sama máli. Annars er voðalega erfitt að gera upp á milli barnanna sinna, en ég er nú samt búinn að gera það hér.

Hver af ykkur er mesti lagasmiðurinn?Ásgeir og Valdimar hafa verið atkvæðamestir í því hingað til. Lögin verða yfirleitt þannig til að einhver okkar kemur með hugmynd, annað hvort einhvern hljómagang eða stef og svo er það í höndum hjómsveitarinnar að móta lagið

og þróa hugmyndina áfram. Þorvaldur kemur með trommugrúv og Gulli með bassann og svo framvegis, og við prófum okkur svona áfram þangað til við erum komnir með eitthvað sem við erum sáttir við.

Hvað er hver og einn að gera utan hljómsveitarinnar?Ég, Þorvaldur og Ásgeir erum að kenna í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Gulli er að vinna á verkfræðistofu, Kiddi er tæknimaður á RÚV og rekur upptökuverið Hljóðheima og Valdimar er bara að njóta lífsins og syngja hér og þar.

Ef þið gætuð valið hvern sem er til að spila með ykkur, hver yrði fyrir valinu?Ætli Radiohead yrði ekki fyrir valinu.

Hvað er næst á dagskrá hjá Valdimar?Það eru ekki komin nein langtímaplön. Við munum bara halda áfram að fylgja eftir nýju plötunni með tónleikahaldi, ætli við einblínum ekki á höfuðborgina næstu vikur, við erum töluvert búnir að vera að sinna landsbyggðinni síðan platan kom út.

ValdimarViðtal við Högna Þorsteinsson, gítarleikari hljómsveitarinnar

Page 22: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

22 | menntaskólatíðindi

Hvaðastjórnarmeðlimurá líkamspartinn?

1 2 3

4

5

7

8 9

1. Eyra Arnórs forseta 2. Haka Sigríðar gjaldkera 3. Tá Jóhöönu Preethi collegu 4. Fingur Sólveigar quaestors 5. Nafli Jónasar meðstjórnanda 6. Nef Birnu scribu 7. Bringa Péturs meðstjórnanda 8. Maskari Lilju ritara 9. Haka Magnúsar collegu 10. Augabrún Harnar inspectors

6

10

Page 23: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

23 | menntaskólatíðindi

3

5

7

Borgartúni 26IS 105 Reykjavík+354 580 4400www.juris.is

Andri Árnason hrl.Halldór Jónsson hrl.Lárus L. Blöndal hrl.Páll Ásgrímsson hdl., LL.M.Sigurbjörn Magnússon hrl.Stefán A. Svensson hrl., LL.M. Vífill Harðarson hdl., LL.M.

Andri Árnason hrl.Finnur Magnússon hdl., LL.M.Halldór Jónsson hrl.Lárus L. Blöndal hrl.Páll Ásgrímsson hdl., LL.M. Sigurbjörn Magnússon hrl.Stefán A. Svensson hrl., LL.M.Vífill Harðarson hdl., LL.M.

Page 24: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

24 | menntaskólatíðindi

kagóstragur Hvaða

er þín týpa?1. Hvernig er hið fullkomna stefnumót fyrir þér?

A) Fara á dýran veitingastað, borða þriggja rétta máltíð og drekka smá kampavín í limmunni. Svo býður hann þér í þyrlu á Vestfirði til að skoða norðurljósin.

B) Þið farið saman í bíó, á rómantíska gamanmynd þar sem toppurinn er að deila poppi og einu gosglasi saman (2 rör). Löng freyðibaðsferð í lok kvöldsins…

C) Dularfullt boð á blinddate á fínan veitingastað þar sem hann bíður þín. Hann segir ekki mikið en lostafullt augnaráðið segir allt sem segja þarf.

D) Dagsferð í Skemmtigarðinn og öskurbásinn í Húsdýragarðinum. Hann býður þér upp á fullt af orkudrykkjum. Því næst liggur leiðin á karókíbar þar sem hvorugt ykkar er feimið við að gera sig að fífli.

E) Mjög alþjóðlegur gæi býður þér á Argentínu á fancy kvöldverðardate. Næst liggur leiðin á salsa bar þar sem mjöðmunum er sveiflað og dansað ástríðufullt fram á rauða nótt.

F) Lautarferð í Hljómskálagarðinn þar sem deginum er eytt í opið spjall. Hann skilur þig svo vel og þér finnst þú geta talað um allt milli himins og jarðar. Hann fylgir þér heim og endar deitið á krúttlegum kossi á kinnina.

G) Fyrsta sem hann spyr þig að er með hvaða liði þú heldur í ensku. Ef þú svarar rétt byrjar deitið á því að þið horfið á leik í ensku deildinni þar sem þú færð ekki athyglina sem þú átt skilið. Kvöldið endar þó á góðum nótum eftir að hann róast niður og fer með þig í bíltúr út að Gróttuvita. Ef liðið hans hefur unnið er aldrei að vita hvað gerist.

H) Deitið byrjar á því að þið fáið ykkur 1,2 eða kannski 3 drykki svo umræðurnar verði aðeins auðveldari. Þegar losnar um málbeinið hjá ykkur verðar samræðurnar langar og djúpar og kvöldið endar svo á snúningi á B5. I) Hann býður þér í leikhús, á gamanleikrit. Þið hlæið endalaust að leikritinu og skemmtið ykkur vel. Á heimleiðinni er svo sannarlega ekki minna um hlátur en þið þurfið að enda deitið snemma því hann er svo busy and important.

2. Hvert er uppáhaldsnammið þitt?

A) Jafntefli milli Mozart kúlna og Ferraro RocherB) Jarðarberjasprengjur.C) Sterkir brjóstsykrar, harðir að utan, en mjúkir að innan.D) Pez (bara allt með sykri þó það sé óhollt).E) Churros.F) Hlaup.G) Kraftur.H) Þristur.I) M&M.

3. Í hvaða starfi myndir þú vilja að framtíðareiginmaðurinn þinn væri?

A) BankastjóriB) TrúbadorC) LeynilögreglaD) Formaður stuðningsmannafélags KRE) DanskennariF) KvensjúkdómalæknirG) Atvinnumaður í fótboltaH) EndurskoðandiI) Heimavinnandi faðir

4. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frístundum þínum?

A) Spila golfB) Semja ballöðurC) Lesa D) Djamma E) Dansa salsaF) Spjalla við vinkonurnarG) Spila fótboltaH) Vera í tölvunniI) Spila í góðra vina hópi

Page 25: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

25 | menntaskólatíðindi

Flest A: BenniBenni er efnaður strákur sem rúllar um á Range Rover. Uppáhaldsmerkið hans er Lacoste. Hann spilar golf í hverri viku á Florida, aldrei í sömu fötunum. Hann heillar þig upp úr skónum með mörgum gjöfum.

Flest F: ÓttarÓttar er sérstaklega næmur fyrir tilfinningum og afbragðs hlustandi. Hann kemur fram við konur eins og drottningar enda umkringdur kvenfólki í fjölskyldunni.

Flest E: MaggiMaggi er mjög alþjóðlegur og hefur komið víða við. Hann sérhæfir sig í suðuramerískri matargerð og dansar salsa/tangó eins og innfæddur. Hann er líka ofboðslega merkilegur, allavega of merkilegur fyrir svona myndatökur hjá MT.

Flest B: EikiEiki er hjartaknúsari með meiru. Hann bræðir þig með gítarleik sínum og það besta sem hann veit er að kúra. Hann fór í skiptinám til Ameríku og er því mjög veraldarvanur og þroskaður um aldur fram.

Flest G: JóiJói er ákafur fótboltaaðdándi enda frábær fótboltamaður sjálfur. Þegar hann er ekki að horfa eða spila fótbolta er hann algjör sjarmör. Hann er á ströngu mataræði og því engin hætta á sambandsspiki.

Flest C: MattiMatti er mjög dularfullur en það er gengur mikið á bak við leyndardómsfull augu hans. Hann er mjög þolinmóður og tekur öllu með stóískri ró.

Flest H: FannarEftir nokkrar samræður við Fannar opnast hann eins og blóm. Hann er barngóður enda umkringdur yngri systkinum. Fannar er efni í mjög ábyrgan og góðan fjölskylduföður með fastar tekjur.

Flest D: ÓliÓli er mjög hress og opinskár. Hann lætur sér aldrei leiðast og hver stund með honum er eins og ævintýri.

Flest I: JónasJónas er duglegur strákur, er í Bingó, Kakólandi OG Framtíðarstjórn. Hann er mjög aktívur, jákvæður og alltaf brosandi.

Page 26: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

26 | menntaskólatíðindi

Undanfarin ár hafa tískublogg verið að sækja í sig veðrið. Íslendingar hafa ekki látið sitt eftir liggja í þessum efnum og hafa í auknum mæli sótt innblástur í erlenda bloggara. Á síðustu árum hafa nokkrir Íslendingar stofnað sínar eigin síður þar sem þeir fjalla um tísku, heilsu, hönnun, áhugamál, persónulegt líf sitt og í raun allt milli himins og jarðar Þann 9. ágúst síðastliðinn var íslenska bloggsíðan Trendnet.is stofnuð. Síðan hefur hlotið mikið lof og má segja að hún sé með vinsælustu tískubloggsíðum landsins. Það eru níu einstaklingar sem standa að Trendnet Þeir koma úr ýmsum áttum en stofnendur síðunnar voru þær Elísabet Gunnarsdóttir, sem er ein af bloggurunum og Álfrún Pálsdóttir, sem ritstýrir síðunni. Við spjölluðum við Elísabetu og spurðum hana nokkurra spurninga. Elísabet segist skilgreina tísku sem eitt orð með mjög víða merkingu. Umhverfið eða það sem heillar augað þessa stundina eða aðra. Áhugi Elísabetar á tísku kviknaði að mestu leyti þegar hún var 16 ára starfsstúlka í tískuvöruversluninni Centrum ,,(RIP).” Hún byrjaði að blogga árið 2009, þá búsett í Svíþjóð. Í upphafi bloggaði hún aðallega um vörur sem fengust í vefverslun sem hún hélt sjálf úti. Bloggið hennar hefur mótast og þróast mikið frá þeim tíma. Í dag er það orðinn hluti af daglegum verkefnum hjá henni og er einskonar dagbók um líf hennar í útlöndum og umfjöllun um það sem veitir henni innblástur þennan daginn eða hinn. Hugmyndin aðTrendnet var hennar og Álfrúnar Pálsdóttur, ásamt mökum þeirra. Þau mótuðu hugmyndina í tæpt ár áður en að hún varð að veruleika. Ein síða með mörgum bloggurum auðveldar lesendum að nálgast sitt lítið af hverju á einu og sömu síðunni og höfðar því til margra. Elísabetu fannst hugmyndin mjög þægileg fyrir sig sjálfa og því líkleg til að virka

fyrir aðra. Þessir níu einstaklingar sem hafa hver sinn sess á Trendnet síðunni, urðu fyrir valinu því þeir voru taldir albestu og vandvirkustu starfandi íslensku tísku- og hönnunarbloggarar sem fyrir voru á markaðnum.

Elísabet og Álfrún völdu fólkið með það í huga að á Trendnet gæti allt tískuáhugafólk lagt leið sína. Að þar væri hver og einn bloggari með sitt sérsvið sem næði þá til stærri markhóps.

Síðan er á hraðri uppleið í dag og framtíðaráformin eru stór. Elísabet sér Trendnet fyrir sér enn stærra. Vonandi með sömu frábæru bloggurum í bland við nýjar og ferskar hugmyndir. Vonandi vekur Trendnet bloggmenninguna á Íslandi og gerir það að virtum miðli. Erlendis eru vinsælustu bloggararnir hátekjufólk með frátekin sæti á fremsta bekk á tískuvikunum. „Trendnet á að vera hluti af daglegum netrúnti tískumeðvitaðs fólks á Íslandi.“ segir Elísabet. Hún ráðleggur þeim sem hafa áhuga á að vera með tískublogg en hika vegna hræðslu við gagnrýni ,að byrja að blogga fyrir sjálfa sig. „Þannig kemur þú alltaf hreint fram og ert 100% þú sjálfur sem skilar sér til lesenda. Ef upp koma gagnrýnisraddir þá þarftu ekki að hlusta á þær heldur leyfa hverjum og einum að vera með sínar skoðanir á meðan að þú heldur alltaf þínu striki.“ segir Elísabet. Að lokum ráðleggur hún öllum menntaskólanemum að ef þeir ætli að eyða peningum í föt þá skuli þeir kaupa eitthvað basic og tímalaust. Ef ætlunin er að fylgja straumum tískurisanna „kaupið þá fötin frekar í H&M (eða sambærilegu), í guðanna bænum!“ En ekki hvar?

trendnet.isHin íslensku tískubloggflóð

Page 27: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

27 | menntaskólatíðindi

Eftir mikinn þrýsting frá samnemendum okkar höfum við ákveðið að deila með ykkur okkar helstu tískuleyndarmálum.Það er orðið alltof algengt að sjá unga drengi á vappi um Menntaskólann gerandi byrjendamistök í klæðaburði. Þess vegna höfum við ákveðið að koma með leiðarvísi sem sýnir hvað helst ber að varast í fatavali.

Við viljum kalla leiðarvísinn dauðasyndirnar 7 í klæðaburði.

1. Passaðu sniðið. Ekki ganga í fötum sem eru of víð eða of þröng. Rétt sniðnar gallabuxur sem kosta 5.000 kr eru t.d. miklu flottari en Hugo Boss gallabuxur sem eru með röngu sniði.2. Vertu rétt klæddur fyrir hvert tilefni. Ekki mæta í gallabuxum í jarðarför. Þú vilt ekki skera þig úr hópnum nema af úthugsuðum fyrirfram ákveðnum taktískum ástæðum. Ef þú ert í vafa sjáðu hvernig vinir þínir ætla að klæða sig.3. Láttu litinn á beltinu passa við skóna. Ekki vera með brúnt belti og í svörtum skóm, það eru byrjendamistök.4. Ekki vera í of mörgum litum! Láttu litina blandast vel saman, rauð skyrta og rauðir sokkar er flott combo. 5. Veldu gæði fram yfir magn. Gæði endast lengur. Ekki hika við að kaupa þér flotta leðurskó, þeir munu endast lengur og eru flottari.

6. Ef þú ætlar að fara út í litlu smáatriðin þá þurfa þau að vera alveg 100% rétt. Hvorki láta bindið vera í sama lit og skyrtan né vasaklútinn passa við bindið (þegar þú klæðist jakkafötum). Hvítur klútur er samt alltaf klassískur.7. Svart og khaki passar ekki saman! Auka punktar:Er hægt að hlaupa í gallabuxum?!! Nei. Af hverju klæðast menn þá hlaupaskóm við gallabuxur?! Skildu gallabuxurnar með rifna botninum eftir heima og reyndu að finna þér einhverjar nýjar með fallegu sniði.

Adidas peysur eru leyfilegar.

Í von um að þið preppið klæðnað ykkar og rífið ykkur upp. Kveðja,

Benni og Jónas Björn

BennaJónasar

BjörnsSyndahorn

&

Page 28: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

28 | menntaskólatíðindi

Kynferðislegt ofbeldi er stærra vandamál en flesta grunar. Það hefur þó komið meira upp á yfirborðið seinustu ár og ekki síst síðustu vikur. Umræðan um þetta vandmál er mikilvæg til að koma í veg fyrir fleiri tilvik og hjálpa fólki, sem nú þegar hefur lent í þessari hræðilegu lífsreynslu, að segja frá og fá hjálp. MT spurði systurnar, Svövu og Sigríði Björnsdætur, stofnendur Blátt áfram nokkurra spurninga um kynferðislegt ofbeldi. Þær voru báðar beittar kynferðislegu ofbeldi þegar þær voru yngri.

Hvernig á að bregðast við ef mann grunar eða kemst að því að einhver hafi verið beittur kynferðislegu ofbeldi?Þær systur byrja á því að taka fram að ef einhvern grunar að verið sé að beita barn/ungling ofbeldi ber að tilkynna það til barnarverndar í þeim bæ eða sveitarfélagi sem barnið býr. Einnig er hægt að hringja í 112 og þeir beina tilkynningunni á réttan stað. „Ef þú kemst að því að vinur þinn eða vinkona hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, þá skaltu fara varlega í að láta þau vita að þú vitir af því. Passaðu þig að vera ekki að deila þessum fréttum í skólanum til annarra. Bíddu eftir því að þau segi þér sjálf frá. Ef þú hefur tækifæri til og getur verið til staðar þá endilega þakkaðu þeim traustið að segja þér frá og láttu þau vita að þú trúir þeim. Segðu henni/honum að það sé mikilvægt að fá hjálp. Að finna einhvern fullorðinn sem hún/hann getur treyst. Það er erfitt að segja frá í svona tilvikum en það er auðveldara með hjálp ráðgjafa og annarra sem vinna með einstaklingum sem hafa verið beittir ofbeldi. Ef þú vilt ekki að vinur þinn viti að þú vitir af þessu en þú vilt hjálpa, leitaðu þá til námsráðgjafans í skólanum eða biddu foreldra þína um að hjálpa þér að koma þessum upplýsingum til réttra aðila Það sem skiptir öllu máli er að styðja við einstaklinginn sem var beittur ofbeldi og stöðva ofbeldið ef það er ennþá í gangi.“ Segja þær Sigríður og Svava.

Hvernig getur maður hjálpað einstaklingi sem hefur verið beittur kynferðislegu ofbeldi?„Trúðu einstaklingnum, hlustaðu og þakkaðu fyrir traustið. Minntu hana/hann á að hún/hann er ekki ein/n og að þetta var ekki henni/honum

að kenna.“ Svava og Sigríður segja að mjög mikilvægt sé að gefast ekki upp á vini sínum, þó svo hún/hann dragi sig í hlé. Ekki endilega tala mikið um það sem gerðist nema hún/hann vilji tala um það. „Hlustaðu og vertu til staðar, alveg eins og þegar einhverjum líður illa og er að takast á við önnur vonbrigði í lífinu. Það tekur tíma að vinna úr kynferðisofbeldi en það er hægt að eiga gott líf eftir svona áfall ef fórnarlömbin fá hjálp, skilning og stuðning frá fjölskyldu og vinum“ bæta þær við. Þá ítreka þær að mikilvægt sé að vera hvetjandi fyrir þann einstakling sem hefur lent í þessu og mikilvægt sé að leita sér faglegrar aðstoðar. „Við erum ekki það sem kemur fyrir okkur, við erum stærri og sterkari. Stundum þurfum við á góðum vini að halda sem minna okkur á það jákvæða í okkur og hvað gerir okkur að góðum vini.“

Hvaða vísbendingar gefa til kynna að barn sé beitt ofbeldi?Sigríður og Svava segja að oft séu engin merki til staðar. En annars geta merkin verið breytt hegðun, eða hegðun sem er ekki í samræmi við aldur og þroska barnsins. Stundum geta merkin verið að barnið kvartar um maga- og höfuðverk. Stundum fara börn að haga sér eins og þau séu yngri en þau eru og fara að pissa undir, pissa í buxur, neita að vera í kringum ákveðna manneskju eða fara á ákveðinn stað. Önnur hugsanleg merki sem geta komið fram hjá unglingum eru m.a. verri námsárangur, einangrun eða að unglingurinn hættir að umgangast vini sína eða fer að vera með vinahóp sem hefur slæm áhrif og ýtir frekar undir áhættuhegðun eins og reykingar, drykkju og neyslu eiturlyfja. Algengt er að stúlkur þrói með sér einhvers konar átröskun eða sýni óábyrga hegðun í samskiptum sínum við stráka. Hjá strákum brýst þetta frekar út í einangrun og reiði eða ofbeldishneigð.„Ég var sjálf beitt ofbeldi sem barn og ég lagði mig fram við að sýna engin merki þar sem ég hélt að þetta væri mér að kenna, stóð mig vel í skólanum og íþróttum. Það var ekki fyrr en ég komst á unglingsárin að ég missti tökin á sjálfri mér og afleiðingar fóru að sýna sig í reykingum og miklu djammi.“ segir Svava.

Hvernig væri hægt að koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi?Þær Svava og Sigríður segja að besta leiðin til þess að fyrirbyggja ofbeldi sé að ræða málin. Eftirfarandi dæmisaga telja þær góða til að vekja athygli á mikilvægi forvarna: „Það var einu sinni laxveiðimaður sem stóð úti í miðri á og var að veiða. Allt í einu kemur einstaklingur fljótandi niður ána og berst um í straumnum og hrópar á hjálp. Veiðimaðurinn hendir frá sér veiðistönginni, stekkur út í og nær að bjarga manninum á land. Maðurinn þakkar fyrir sig og fer. Veiðimaðurinn tekur stöngina sína og fer aftur út í ána að veiða. Eftir stutta stund kemur unglingur fljótandi niður ána og hrópar og kallar á hjálp. Veiðimaðurinn stekkur til, hendir frá sér veiðistönginni og hjálpar unglingnum að komast á land. Þetta heldur áfram að gerast reglulega og í hvert sinn hjálpar veiðimaðurinn manneskjunni á land. Loks fer veiðimaðurinn að hugsa með sér: ‘Hvers vegna koma allir þessir einstaklingar fljótandi niður ána? Af hverju detta þeir í ána? Ég verð að komast að því hvað er að gerast þarna efst í ánni. Hann leggur frá sér veiðistöngina og gengur af stað. Samkvæmt þessu hefst fyrsta stigs forvörnin efst í ánni þar sem fullorðnir vernda börn sem annars gætu dottið í ána. Að sjálfsögðu þurfum við á fólki að halda sem stendur meðfram ánni og hjálpar þeim upp úr; foreldra, kennara, sálfræðinga og félagsráðgjafa. En mikilvægast er að koma í veg fyrir að börnin falli í ána. Það er starf sem Blátt áfram hefur nú sinnt í níu ár.“ Svava og Sigríður segja fyrsta stigs forvarnir felist í fræðslu, að marka stefnu stofnana og félaga sem starfa með börnum og unglingum, að setja reglur um vinnubrögð til að fyrirbyggja að kynferðisofbeldi geti átt sér stað. Þær stöllur benda á að góð leið til að byrja umræðuna sé að nálgast bækling sem nefnist „7 skref til verndar börnum okkar, Leiðbeiningar fyrir ábyrgt fullorðið fólk“. Bæklinginn er að finna á heimasíðu Blátt áfram.

Hversu mikil áhrif hefur samfélagið á svona mál?„Eins og flestir hafa tekið eftir í umræðunni í fjölmiðlum síðustu vikur þá er samfélagið að bregðast við með þvi að gera kröfur um að við

BL TT ÁFRAM

Page 29: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

29 | menntaskólatíðindi

komum í veg fyrir að svona gerist.“Svava og Sigríður segja það alltof algengt að ekki sé brugðist við fyrr en of seint. Við megum samt ekki fara yfir strikið og hætta að treysta fólki. Þær segja að mikilvægt sé að setja skýrar reglur sem allir þekki og hvetja fólk til að bregðast rétt við ef grunur er um ofbeldi og fylgja reglum og tilkynningu til yfirvalda.

Af hverju tekur svona langan tíma fyrir fólk að koma fram eftir að það hefur verið beitt kynferðislegu ofbeldi?„Góð spurning. Flestir sem eru beittir kynferðislegu ofbeldi eru beitt ofbeldi af einhverjum sem þau þekkja og treysta. Rannsóknir segja okkur að 90% af börnum sem eru beitt ofbeldi þekkja og treysta ofbeldismanninum/konunni. Í flestum tilfellum hafa börnin eða unglingurinn verið tæld í aðstæður eða samskipti undir öðru yfirskini. Þegar börn síðan gera sér grein fyrir því sem er að gerast og að það sé rangt, líður þeim oft eins og þau beri ábyrgð á ofbeldinu. Gerendur eru oft einnig búnir að haga hlutum þannig að börn sjá að það er frekar ólíklegt að þeim verði trúað. Þegar börn segja ekki frá þegar þau eru ung, þá gera þau mörg það ekki heldur þegar þau verða fullorðin. Það er ekki auðveldara að segja frá því seinna. Samfélagið ýtir undir það hvernig við horfum á og bregðumst við frásögn um kynferðisofbeldi. Of oft einkennast viðbrögðin af vantrú eða ábyrgðinni er varpað á þann sem varð fyrir ofbeldinu. Þessu þarf að breyta. Það hjálpar ekki einstakling sem er búin að vera að takast á við ofbeldi í mörg ár að standa frammi fyrir þeim raunveruleika að vera ekki trúað.“Þær Sigríður og Svava telja að þetta sé loksins að breytast. Núna má finna aðgerðaráætlanir gegn einelti á flestum stöðum þar sem fólk kemur saman og þær telja að næsta skref séu svipaðar áætlanir í tengslum við kynferðisofbeldi.

Hvert ert hægt að leita ef maður sjálfur eða einhver sem maður þekkir verður fyrir kynferðisofbeldi?„Það er mikilvægt að fá hjálp við að vinna úr afleiðingum ofbeldis. Hægt er að leita til skólahjúkrunarkonu ef um er að ræða nemanda og biðja um leiðbeiningar um hvert sé best að leita. Mikilvægt er að fá hjálp til að stöðva ofbeldið og þá gæti þurft að tilkynna málið til lögreglu en með hjálp fullorðins einstaklings sem þú treystir getur þú fundið leið sem hentar þér“ segja þær systur. Samtök bjóða upp á hjálp fyrir einstaklinga sem hafa orðið fyrir ofbeldi. t.d. Drekaslóð og Stígamót. Hægt er að kynna sér þjónustu þeirra á netinu, hafa samband á netinu og í gegnum síma.Kynferðisofbeldi getur haft langvarandi áhrif á einstakling og því mikilvægt að fá hjálp sem fyrst. Það getur verið mjög erfitt að segja frá slíku ofbeldi, sérstaklega ef einstaklingur sem er að brjóta á barni er nákominn okkur og traustur.

Hjálp er nauðsynleg og því fyrr því betra. Gefðu þér tíma til að velta því fyrir þér núna hvert þú myndir leita ef þú yrðir fyrir kynferðislegu ofbeldi. Hverjum treystir þú? Hverjum getur þú sagt frá?

Hvert á maður að leita ef mann grunar að einhver sem maður þekkir sé að beita kynferðisofbeldi?Svava og Sigríður segja að mikilvægt sé að tilkynna grun sinn til aðstandenda. Ef einstaklingurinn sem grunur leikur á að hafi brotið á barni er undir 18 ára, þá ber að tilkynna það til barnaverndar.Ef einstaklingurinn vinnur með börnum og eða ungu fólki og grunur vaknar að verið sé að beita ofbeldi innan stofununar ber að tilkynna það til yfirmanns stofnunarinnar. Flestar stofnanir og félög hafa sett sér reglur til að taka á slíku. Ef einstaklingurinn sem er grunaður um brot er ekki tengdur starfi eða stofnun sem gæti tekið á móti slíkri tilkynningu, ber að hafa samband við lögregluna og fylgja þeim leiðum sem þeir leggja fram. Mikilvægt er að hafa í huga að lögreglan gerir ekkert nema sterkur grunur og einhver merki liggi fyrir, og það er því mikilvægt að við treystum sérfræðingum fyrir þvi að greina þennan grun. Þó að ekki liggi fyrir sannanir er mikilvægt að tilkynna, því ef einhver annar hefur tilkynnt svipaðan grun um sama einstakling hjálpar

það við rannsókn mála ef fleiri ótengdir aðilar tilkynna um sama einstakling.

Hvert getur gerandi/barnaníðingur leitað sér hjálpar? „Það eru skiptar skoðanir um það hvort að þetta sé sjúkdómur eða hegðun sem hægt sé að stoppa með meðferð. Mikilvægt er að hafa í huga að nær 40% af gerendum eru yngri en 18 ára.“ segja þær Svava og Sigríður. Þær segja að betur hafi reynst að skylda unga gerendur heldur en eldri í meðferð og því sé mikilvægt að samfélagið sjái mikilvægi þess að vera vakandi yfir hegðun sem geti gefið til kynna að einstaklingur, barn eða fullorðinn sé að beita barn ofbeldi. Barnaverndarstofa er með á sínum vegum sérfræðinga sem vinna með börnum undir 18 ára sem hafa sýnt hegðun eða hafa brotið á öðru barni. Ýmsir sálfræðingar vinna með gerendum og aðstoða þá við að takast á við þessa hegðun.

Page 30: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

30 | menntaskólatíðindi

ELÍSABET MARGEIRSDÓTTIR HLAUPARI OG NÆRINGARFRÆðINGUR

ÍSL

EN

SK

A S

IA.I

S M

SA

608

39 0

8.20

12

100% HÁGÆÐAPRÓTEIN

NÚ FÆST HLEðSLA Í FERNU MEð SÚKKULAðIBRAGðI. HLEðSLA ER KJÖRIN EFTIR HLAUP, GÓðA ÆFINGU EðA BARA Í DAGSINS ÖNN. HÚN ER GÓðUR KOSTUR MILLI MÁLA OG ER RÍK AF PRÓTEINUM.

HLEðSLA Í FERNU HENTAR FLESTUM ÞEIM SEM HAFA MJÓLKURSYKURSÓÞOL.

NÝTT! HLEðSLA MEð SÚKKULAðIBRAGðI

Page 31: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

31 | menntaskólatíðindi

ELÍSABET MARGEIRSDÓTTIR HLAUPARI OG NÆRINGARFRÆðINGUR

ÍSL

EN

SK

A S

IA.I

S M

SA

608

39 0

8.20

12

100% HÁGÆÐAPRÓTEIN

NÚ FÆST HLEðSLA Í FERNU MEð SÚKKULAðIBRAGðI. HLEðSLA ER KJÖRIN EFTIR HLAUP, GÓðA ÆFINGU EðA BARA Í DAGSINS ÖNN. HÚN ER GÓðUR KOSTUR MILLI MÁLA OG ER RÍK AF PRÓTEINUM.

HLEðSLA Í FERNU HENTAR FLESTUM ÞEIM SEM HAFA MJÓLKURSYKURSÓÞOL.

NÝTT! HLEðSLA MEð SÚKKULAðIBRAGðI

Guðbjörg Hilmarsdóttir er 22 ára fyrrverandi MR-ingur. Á sínu fyrsta ári í MR tók hún þátt í söngkeppninni X-factor sem sýnd var á sínum tíma á Stöð 2. Þá var hún aðeins 16 ára gömul og lenti eftirminnilega í 3. sæti. Það var síðan þegar hún var á lokaárinu sínu sem hún tók þátt í söngkeppni skólans og sigraði hana með laginu Dancing með Elisa. Núna er Guðbjörg að læra klassískan söng í Columbus State University í Georgíufylki í Bandaríkjunum. Við ákváðum að spjalla stuttlega við Guðbjörgu í tilefni söngkeppnisvikunnar, spyrja hana út í tímana í MR, námið úti og framtíðina.

Nú vannst þú söngkeppnina þegar þú varst í MR, hvernig var sú upplifun Frábær! Það var auðvitað svakalegur heiður að fá að syngja fyrir MR á síðasta árinu mínu í skólanum. Ég vann með uppáhaldslagið mitt á þeim tíma, Dancing með Elisa, og söng þetta með fallegum texta sem Þórarinn Eldjárn þýddi fyrir mig. Hvenær byrjaðir þú að syngja?Ég byrjaði að syngja voða sakleysislega þegar ég var lítil. Ég hóf söngnám í 10. bekk í Hjartans mál, en síðan þá hef ég nánast alfarið einbeitt mér að klassískum söng. Hvenær vissir þú að þú ætlaðir að leggja sönginn fyrir þig?Þetta er erfið spurning. Ætli það hafi ekki verið í 6. bekk í MR, þegar ég ákvað að vera óreglulegur nemandi og stunda söngnámið af meiri alvöru. Ég var einnig með hlutverk í Óliver í Þjóðleikhúsinu á þessum tíma, sem mér fannst áhugaverðara heldur en jarð- og eðlisfræðin.

 Hvernig er lífið í náminu úti?Æðislegt, ég get ekki kvartað. Skólinn er frábær. Hvað kom til að þú ákvaðst að taka þátt í X-factor svona ung?Ég get skammað bróður minn, Jóhannes, fyrir þessa ákvörðun. Hann skráði mig í keppnina án þess að ég vissi, það var ekki fyrr en ég fékk símtal frá Stöð 2 að ég vissi af skráningunni. Síðan náði pabbi einhvern veginn að tala mig til og þeir fóru með mér í prufurnar. Ég ákvað að prófa og sjá hvað dómararnir myndu segja. Sú ákvörðun endaði í nokkurra mánaða ævintýri. Ég var í 3. bekk á þessum tíma, fékk frjálsa mætingu og fékk að sleppa ýmsum tímum fyrir fáránlega hluti eins og fatakaup í Topshop, innan- og utanlandsferðir, sjónvarpsupptökur, æfingar og fleira. Síðan var ég aldrei í skólanum á föstudögum þegar þættirnir voru sýndir. Þátturinn var æfður um morguninn, ásamt aukaefni svo ég var

í stanslausu prógrammi frá 10 um morguninn. Þetta var auðvitað mjög mikið álag, og stress. Ég þurfti að vera með eitt eða tvö lög tilbúin í hverri viku, sem ég fékk afhent á laugardeginum eftir hvern þátt. Að auki fékk ég út úr þessu hið frábæra nafn Gugga Factor, sem fylgdi mér í gegnum MR. Ég er nokkuð viss um að það sé ennþá notað af og til. Hefur þú eitthvað velt fyrir þér að taka þátt í X-factor úti í Bandaríkjunum?Nei, nei, ég er öll í klassíska söngnum núna. Hvað ráðleggur þú keppendum sem munu stíga á svið í söngkeppni MR í ár?

Vera vel undirbúin. Sjálfsöryggi er það mikilvægasta í söng. Hvað sem þú

ákveður að syngja, syngdu það með öryggi og snertu áhorfendurna með textanum. Það tók mig fjögur ár að fá hugrekki til að taka þátt í söngkeppninni, svo ég er alltaf voða stolt af þeim sem þora að keppa. Hvað tekur næst við hjá þér?Ég er einmitt núna að æfa óperuna L›Elisir d›Amore, Ástardrykkinn, sem sýndur verður í janúar. Síðan er ég með tvenna tónleika í vetur. Þeir fyrri eru núna í janúar, en ég fékk styrk til að flytja íslenska tónlist í skólanum. Á tónleikunum syng ég lög eftir Atla Heimi Sveinsson við texta Jónasar Hallgrímssonar, þeir seinni eru ljóða- og aríutónleikar og verða í mars. Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér?Ég tek eitt skref í einu. Núna er ég að hugsa um mastersnám, vonandi finn ég tónlistarskóla í Bandaríkjunum sem líst vel á mig.

Ljósmynd: Örlygur Hnefill

Page 32: Menntaskólatíðindi - 1. tbl vorannar 2012-2013

Febr

úar 2

013

Föstud

agur

Söng

kepp

ni

Skól

afél

agsi

ns

Meg

avik

aM

egav

ika

Meg

avik

aM

egav

ika

Meg

avik

a

Bollu

dagu

rSp

reng

idag

urÖ

skud

agur

Árs

hátí

ðFr

amtí

ðari

nnar

Vorh

Vorh

léH

erra

nætu

rvik

aH

erra

nætu

rvik

aH

erra

nætu

rvik

a

Fimmtuda

gur

Miðviku

dagu

rÞr

iðjuda

gur

Mán

udag

ur

28 4

29 5

30 6

31 7

1 8

1112

1314

15

1819

2021

22

2526

2728

1