148
1.bekkur Umsjónarkennari: Hildur Vala Þorbergsdóttir Íslenska Heildarstefnan Markviss örvun á ýmsum þroskasviðum barnanna í leik og starfi með alls kyns skapandi vinnubrögðum. Samþætting námsgreina. Heildstæð verkefni unnin svo börnin finni tilgang með náminu og það tengist reynslu þeirra og áhuga. Lestur Nemandi á að: læra stafi, hljóð þeirra og hljóðtengingu vinna fjölbreytt verkefni sem örva þá til lestrar og stuðla að auknum orðaforða og málskilningi vinna með eigin frásagnir og sögur kynnast rími og hrynjandi í ýmsum leikjum sem jafnframt örva málskilning fá tækifæri til að lesa bækur við hæfi, að eigin vali og kennara. Heimanám: Lesið upphátt fyrir foreldra minnst fjórum sinnum í viku ( 16-18 sinnum í mánuði ) 1 – 4 bls. og foreldri kvitti eftir hlustun. Nemendur fái viðurkenningaspjald ef lestrarlágmarki er náð. Viðmið um árangur í lestri: 1. bekkur Raddlestur (lesið upphátt) 10 - 60 atkv./mín. 2. bekkur Raddlestur 50 - 100 atkv. / mín. 3. bekkur Raddlestur 110 - 170 atkv./mín.

Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

1.bekkurUmsjónarkennari: Hildur Vala Þorbergsdóttir

Íslenska

HeildarstefnanMarkviss örvun á ýmsum þroskasviðum barnanna í leik og starfi með alls kyns skapandi vinnubrögðum.Samþætting námsgreina. Heildstæð verkefni unnin svo börnin finni tilgang með náminu og það tengist reynslu þeirra og áhuga.

Lestur

Nemandi á að:læra stafi, hljóð þeirra og hljóðtenginguvinna fjölbreytt verkefni sem örva þá til lestrar og stuðla að auknum orðaforða og

málskilningivinna með eigin frásagnir og sögurkynnast rími og hrynjandi í ýmsum leikjum sem jafnframt örva málskilningfá tækifæri til að lesa bækur við hæfi, að eigin vali og kennara.

Heimanám:Lesið upphátt fyrir foreldra minnst fjórum sinnum í viku ( 16-18 sinnum í mánuði ) 1

– 4 bls. og foreldri kvitti eftir hlustun.Nemendur fái viðurkenningaspjald ef lestrarlágmarki er náð.

Viðmið um árangur í lestri:1. bekkur

Raddlestur (lesið upphátt) 10 - 60 atkv./mín. 2. bekkur

Raddlestur 50 - 100 atkv. / mín.3. bekkur

Raddlestur 110 - 170 atkv./mín.4. bekkur

Raddlestur 180 - 250 atkv. / mín.

Talað mál og framsögn / hlustun og áhorf

Nemandi á að:fá tækifæri til að tjá sig frammi fyrir bekkjarfélögum sínum með því að: -

segja frá reynslu- koma með hluti að heiman og segja frá þeim- flytja eigin sögur og ljóð

Page 2: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- flytja stutta leikþætti eða söngatriði t.d á jólakemmtun- tjá tilfinningar sínar t.d. þegar upp koma vandamál

tala skýrt og áheyrilegahlusta á upplestur kennara eða bekkjarfélagafara í leiki sem gera kröfur um að hlustað sé á og farið eftir munnlegum fyrirmælumsyngja algenga íslenska barnasöngvakynnast þeim reglum sem gilda þegar margir þurfa að tala í einu

Ritun og málfræði

Nemandi á að:þekkja skriftaráttina og þjálfist í að skrifa litla og stóra stafi með ítalskri skrift og

tengikrókþjálfast í fínhreyfingum með fjölbreyttum verkefnumsemja texta við eigin myndir og annarra og skrifa sjálfur eða með aðstoðlæra m.a. að þekkja hugtökin; bókstafur, orð, setning, sérhljóð og samhljóðfá tækifæri að leika sér með tungumálið t.d. með rími og orðaleikjumgreina upphaf, miðju og endi í frásögn og geta raðað atburðum í tímaröð

Bókmenntir

Nemandi á að:læra nokkrar einfaldar vísur, þulur og ljóðkynnist íslenskum þjóðsögumfara á skólabókasafn og skoða / lesa þar bækurfá tækifæri til að lesa bækur sér til fróðleiks og skemmtunar miðað við lestrargetu og

áhuga

Námsefni:Markviss málörvun 1Það er leikur að læra, lestrarbókÞað er leikur að læra, vinnubækur 1 og 2Við lesum A, vinnubókSvona geri ég, foræfingablöð.Stafavísur og skriftarblöðÍtalíuskrift hefti frá Síðuskóla AkureyriKennsluforritFjölbreytt safn léttra lestrarbóka

Námsmat:Lestrarkannanir getumiðaðar í janúarHraðlestrar - og lesskilningskönnun að voriKannanir í skrift á annaprófum í janúar og maí

Page 3: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Ritunar- og málfræðiverkefni metin jafnóðum yfir veturinn

Stærðfræði

Kennsla á yngri stigum tekur mið af reynslu og þekkingu barnanna. Mikilvægt er að tengja verkefnin kunnuglegu umhverfi og nota áþreifanlega hluti eða myndræn hjálpartæki. Nemendur geta oft unnið með háar tölur og flókin hugtök ef þeir þekkja vel til þeirra og geta stuðst við hjálpartæki.

Nemandi á að:vinna með tölur frá 1 – 100, tugi og einingarskoða hluti í nánasta umhverfi sínu, telja , flokka og skrá háar tölur t.d. í töflur og

súlurit. Lesa úr niðurstöðum og taka þátt í umræðumnota mismunandi hjálpargögn við útreikninga og leysa þrautir með því að segja frá

eða teikna skýringamyndmeta hvort fullyrðingar sem settar eru fram séu sannarflokka rökkubba eftir eiginleikum og fara í leiki þar sem finna þarf reglu eða leysa

þrautirgera tilraunir með skálavog og mæla vökvaræða tímatal, t.d. tímaröð atburða og vinna með klukkuleysa verkefni úr daglegu umhverfi sínu þar sem þarf að para hluti, mæla, leggja

saman , draga frá, margfalda eða deila til að finna lausnlæra hugtökin stærra en, minna en og jafnt og (> , < og = ), sem og odda – og sléttar

tölurvinna með talnalínu, talnaröð og raðtölurnota vasareiknakynnast víxlreglu í samlagningufara í leiki þar sem notuð eru hugtök s.s. fyrir framan, ofan, o.s.frv.leyta að mynstrum í umhverfi sínu og bera saman flatarmyndir, s.s. þríhyrninga,

ferhyrninga og hringi og velta fyrir sér eðli þeirraátta sig á speglunvinna þemaverkefnin: Hús og híbýli, Jól, Hopp og skopp

Námsefni:TölustafaheftiKátt í KynjadalEining 1 og 2Kennsluforritin: Leikver, Snót og Snáði, Talnaveiðar og Töfraflísar

Námsmat:kannanir yfir veturinnpróf að vori

Page 4: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Kristinfræði

Nemandi á að:kynnast frásögunum af fæðingu Jesúþekkja jólasiði íslensku þjóðkirkjunnar og læra einfalda jólasálmaþekkja tilefni páskannaþekkja bænir eins og Faðir vor, kvöld- og morgunbænir og borðbænirfást við siðræn viðfangsefni sem tengjast vináttu og merkingu orðanna rétt og rangt,

mitt og þitt og fyrirgefninglæri um sköpun heimsins

Námsefni og mat: Sögustund 1 Skálholtsútgáfa.

ýmsar bækur og ritverkefni metin jafnt og þétt yfir veturinn

Náttúrufræði

Nemandi á að:þekkja og nota hugtök tengd veðri s.s. hiti, kuldi og frostlæra helstu hluta trjáa og plantna þekkja einkenni hverrar árstíðar og áhrif hennar á náttúruna, umhverfið og

heimabyggðgera sér grein fyrir tímatali, þekkja heiti daganna, mánaðanna og önnur heiti tengd

tímataliþekkja helstu steina og geta flokkað þá efir stærð, lögun, þyngd og áferðþekki helstu lífverur í nánasta umhverfi sínu og algengusu húsdýr á Íslandigeri sér grein fyrir helstu heitum í ættfræði, eins og frændi og föðuramma og geti sett

upp eigið ættartré þekkja mun á flóði og fjöru

Námsefni: UmhverfiðKomdu og skoðaðu umhverfiðSamantekið námsefni frá kennurum

Námsmat:

Page 5: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

metið jafnt og þétt yfir veturinn

Samfélagsfræði

Nemandi á að:þjálfast í að hlýða reglum í leik og starfi í skólanumskilja mikilvægi fjölskyldu og fræðast um ólíkar fjölskyldugerðirskilja mikilvægi vina og skólafélagakynnast því að til eru margar þjóðir og mörg tungumálskrá athuganir og ýmisskonar þemaefni í sögubók með máli og myndumfá þjálfun í að flytja mál sitt skýrt og skipulega í heyrenda hljóði og hlusta á aðratúlka atburði í leik myndsköpun, tali, texta, söng og leikrænni tjáningu fyrir

skólafélaga og foreldrakynnast og vinna með ýmsa efnisþætti eins og umhverfið, hollur matur, gamla

byggð, fjöruna, tré og plöntur, skólalóð, form, Ísland, fjöllin og fleira.

Námsefni í samfélags- og náttúrufræði:Komdu og skoðaðu umhverfiðKomdu og skoðaðu fjöllinSkólabókin mínFræðibækur- og rit ætlaðar yngra stigi s.s. Bjöllubækurnar ( Fuglarnir, Blómin,

Húsdýrin og Villtu spendýrin okkar ), Svona erum við, Svona er tæknin, Svona er heimurinn og Komdu og skoðaðu umhverfið

Samantekið efni frá kennurum

Tölvunotkun

Nemandi á að:koma reglulega í tölvustofu og temja sér þar ákveðnar umgengnisreglurgeta kveikt á og gengið frá forritumgeta beitt tölvumús við tölvuvinnsluþekki heiti á tölvuhlutum og jaðartækjumgeta notað kennsluforrit sem hæfa þessum aldurshópigeta notað teikniforrit og prentað skjal

Námsefni og mat:á Músarslóð 1, verkefnabókýmis verkefni og forrit frá kennarametið jafnt og þétt yfir veturinn

Kennari: Guðrún Ásgeirsdóttir

Heimilisfræði

Page 6: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Nemandi á að:kynnast því að til eru bæði hollar og óhollar fæðutegundirkynnast því hvaða fæðutegundir eru góðar og slæmar fyrir tennurnarkynnast einföldum áhöldum.gera sér grein fyrir að hnífar og önnur eggjárn eru hættulegfá verklega þjálfun í samráði við kennarahjálpa til við frágangbragða matvæli sem unnið er meðtemja sér að þvo sér um hendur áður en byrjað er að vinna í eldhúsinugeta deilt með öðrumlæri orð og hugtök sem tengjast viðfangsefninu

Námsefni:

Heimilisfræði fyrir byrjendur, fæðuhringurinn, fæðudúkurinn,eldhúsáhöld og uppskriftir.

Námsmat :

Vinna nemenda og vinnubók er metin og umsögn gefin að vori

Kennari: Jenný Jörgensen

Myndmennt

Nemandi á að:

þekkja frumlitina og geta gert einfaldar litablöndurþekkja muninn á grunnformum og náttúrulegum formumþekkja hugtakið myndbygging og vita hvað er nálægð og fjarlægðkynnast mimunandi áhöldum og aðferðum við myndgerðþekkja mismunandi gerðir mynda, s.s. teikningu, málverk, þrykk, styttu o.s.frv.Þekkja mismunandi hlutverk mynda, s.s. myndir til að varðveita augnablik

myndir til að fegra umhverfið, skýringarmyndir, auglýsingar, myndskreytingar o.s.frv.

geta unnið myndrænar frásagnir úr nánasta umhverfi, upplifunum og ímyndunum og nota til þess viðeigandi efni og verkfæri á fjölbreytilegan hátt

geta gengið frá verkefnum, efnum og áhöldum

Námsefni:Ýmis verkefni sem kennari tekur saman.

Námsmat :Vinna og ástundun metin jafnt og þétt yfir veturinn.Metin er ástundun, vandvirkni og frágangur verkefna

Page 7: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Kennari: Ólöf Þóranna Hannesdóttir

Tónmennt

Nemandi á að:syngja lög, íslensk og erlendhlusta á tónlist og hljóðhreyfa sig eftir tónlistspila á skólahljóðfæriæfa hrynkynnast nótum

Í söngnum verður áhersla á þjálfun raddar svo og á skýran texta. Í hlustun er stefnt á að kynnast fleiri en einni tegund af tónlist svo og hljóðheiminum í kringum okkur. Spilun á skólahljóðfæri verður bæði eftir ákveðnum merkjum og eigin sköpun nemenda.

Námsefni :Forskólinn –Guðfinna Guðlaugsdóttir og Þórunn B. Sigurðardóttir.Tónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar-

verkefnum.

Námsmat:Verkefni og virkni nemenda metin jafnt og þétt yfir veturinn.

Kennari: Egill Jónsson

Íþróttir

Fyrstu skólaárin hafa börn yfirleitt mikla hreyfiþörf og gleðjast yfir hverjum leik. Við skipulagningu kennslunnar þarf að koma til móts við þessa þætti. Leikir og markvissar æfingar, sem stuðla að eflingu skynfæra líkamans og styrkja gróf- og fínhreyfingar. Skipa þessir þættir stóran sess í íþróttakennslu fyrstu skólaárin. Þá skal einnig tengja áðurnefnda þætti við markvissa uppbyggingu á almennri líkamshreysti og þreki. Nauðsynlegt er að nemendur séu látnir taka þátt í stöðluðum prófum til að hægt sé að meta hreysti þeirra og byggja upp kennsluna á markvissan hátt. Því þarf að leggja ríka áherslu á að þau öðlist jákvætt viðhorf til hreyfingar og að sjálfsmynd þeirra eflist með þátttöku í leikjum og fjölbreyttri hreyfingu. Nemendur eru með 3 kennslustundir á viku.

MarkmiðAð nemendur:

Læri og taki virkan þátt í margvíslegum leikjum og æfingum, sem jafnframt styrkja samskipti og samvinnu nemenda

Læri að þekkja heiti helstu líkamshluta og hreyfinga

Tileinki sér þær reglur og fyrirmæli sem í gildi eru í skólaíþróttum

Page 8: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Upplifi skólaíþróttir á jákvæðan og skemmtilegan hátt

Leysi verkefni af hendi þar sem tekið hefur verið tillit til annarra

Öðlist skilning á neikvæðum samskiptaformum eins og stríðni og einelti

Taki þátt í fjölbreyttum leikjum sem efla sjálfstraust, viljastyrk og áræði

ViðfangsefniEinfaldar æfingar og leikir sem ná til samspils skynfæra og útfærslu hreyfinga

Þjálfun í notkun ólíkra áhalda

Fjölbreyttir leikir og æfingar sem veita útrás fyrir hreyfiþörf og bæta líkamshreysti og þrek

Leikrænar undirbúningsæfingar fyrir einstakar íþróttagreinar

Hreyfinám og íþróttaiðkun utanhúss

Stöðluð próf til að meta líkamshreysti og liðleika

Einföld verkefni sem ná til sköpunar og leikrænnar tjáningar

Námsmat

Mæting, virkni og framkoma gilda 80%. Próf gilda 20% eingöngu til hækkunar.

Kennari: William Geir Þorsteinsson

SundVikustundir: 1

Markmið:· Þjálfist í grunnhreyfingum í vatni eins og t.d. að hlaupa, busla og fljóta· Leysi af hendi einfaldar æfingar og leiki sem þroska skynfærin og taki þátt í leikjum sem reyna á samspil þeirra· Þjálfist í æfingum og leikjum með ýmis áhöld auk leikja sem þjálfa þol og þrek· tileinki sér helstu samskiptareglur sem í gangi eru· kynnist hreinlæti og umgengnisreglum á sundstað· öðlist öryggistilfinningu í vatninu

1. sundstiga) Staðið í botni grinnri hluta laugar og andað að sér, andlitið fæst í kaf og andað frá sér. Endurtekið 10 sinnum.b) Flot á bringu eða baki með eða án hjálpartækjac) Ganga með andlit í kafi 2,5 metra eða lengra d) Bringusundsfótatök við bakka með eða án hjálpartækjaNámsmat

Sundpróf Kennari: Stefanía Freysteinsdóttir

Page 9: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

2. bekkur

Umsjónarkennari:

Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir

HeildarstefnanMarkviss örvun á ýmsum þroskasviðum barnanna í leik og starfi með alls kyns skapandi

vinnubrögðum.

Samþætting námsgreina. Heildstæð verkefni unnin svo börnin finni tilgang með náminu og það

tengist reynslu þeirra og áhuga.

Íslenska

LesturGóður málþroski og orðaforði auðveldar lestrarnám - og lesturinn eflir orða-

forða og málþroska.

Sterk tengsl eru milli hljóðkerfisvitundar barna og lestrarnáms. Leggja skal

áherslu á markvissa málörvun en í henni felast m.a. verkefni með rím, stuðlun

og greiningu hljóða í orði.

Nemandi á að:

- þekkja alla bókstafi og þjálfast í hljóðgreiningu og hljóðtengingu

- örvast til lestrar með fjölbreyttum verkefnum, auka orðaforða sinn og efla

málskilning

- vinna með eigin frásagnir og sögur

- efla skipulega lesskilning sinn og lestrarhraða

- fá tækifæri að lesa bækur við hæfi, að eigin vali og kennara

Heimanám í lestri

Page 10: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- Lesa upphátt fyrir foreldra minnst fjórum sinnum í viku (20 sinnum í mánuði) 1 -

4 bls.og foreldri kvitti eftir hlustun. Nemendur fá viðurkenningarspjald ef

lestrarlágmarki er náð.

- Lestrartörn (2 - 3 vikur) tvisvar á skólaári þar sem nemendur

lesa í hljóði sögubækur að vild og getu og geri síðan grein fyrir

efninu.

Talað mál og framsögn / hlustun og áhorfVeigamikill þáttur í almennri menntun er að kunna að hlusta og skoða með athygli á

gagnrýninn hátt. Markviss málörvun í leik og hópstarfi.

Nemandi á að:

- bæta málþroskann

- vinna með vísur og þulur, rím, stuðlun og hrynjanda

- þjálfast í hlustun

- kynnast þeim reglum sem gilda þegar margir þurfa að tala í einu

- þjálfast í hljóðgreiningu og hljóðtengingu

- þjálfa skýran framburð í tali og lestri

- fá tækifæri að tjá sig frammi fyrir bekkjarfélögum og foreldrum

- örva frásagnagleði sína og geta sagt frá reynslu sinni, lýst atburðum og hlutum

skýrt og skipulega

- fá tækifæri til að kynna vinnu sína og verkefni

- fá þjálfun í að endursegja lesið efni

- þjálfast í að hlusta á upplestur bókmennta (sagna, þulna og ljóða)

RitunNemandi á að:

Page 11: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- draga rétt til stafs

- þjálfast í að nota þá skriftargerð sem honum hefur verið kennd (Ítalíuskrift)

- þjálfast í fínhreyfingum með fjölbreyttum verkefnum

- þjálfast í að stafsetja rétt með margvíslegum verkefnum s.s. texta við eigin

myndir, frumsömdum sögum og ljóðum, lýsingum á hlutum og atburðum

- leggja áherslu á stóran staf í sérnöfnum og í upphafi málsgreina

- átta sig á mikilvægi þess að vanda sig í ritun

MálfræðiNemandi á að:

- fá tilfinningu fyrir uppbyggingu málsins og leggja grunn að áframhaldandi námi í

málfræði

- læra að þekkja hugtökin bókstafur, hljóð, orð og setning/málsgrein

- gera sér grein fyrir því að orð eru til í mismunandi beygingarmyndum

- kynnast hugtökunum andheiti, samheiti og sérnöfn og samnöfn

- átta sig á mun sérhljóða og samhljóða

Námsefni Íslenska:

- Lestrarbækur og ljósritað lestrarefni fyrir lestrarstundir

- Fjölbreytt safn léttra lestrarbóka

- Bekkjarsafn sögubækur

- Lestrar- og skriftaræfingar á blöðum

- Sögur af Alla Nalla og annað efni af Skólavefnum

- Ýmis ljóð

- Skrift 1A (frá Síðuskóla) og Skrift 1 eftir Hörð Rafnsson

- Forrit, s.s.

- Glói geimvera 1 og 2

- Myndaorðabók

- Tölvulottó

- Orðamyndir

- Horfa Hlusta Skrifa

- Frá A-Ö

Page 12: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- Orðamyndir

- Bókasafnsverkefni

Námsmat:

- Metum stöðu nemenda í lestri og hljóðgreiningu í skólabyrjun

- Stuttar hraðlestrar- og lesskilningskannanir við og við á skólaárinu

- Hraðlestrar-, lesskilnings- og stafsetningarkannanir á annaprófum í janúar og maí

- Skráning og viðurkenning fyrir heimalestur

- Kannanir í skrift á annaprófum í janúar og maí

- Ritunar- og málfræðiverkefni metin jafnóðum yfir veturinn

- Símat á ástundun og vandvirkni

Viðmið um árangur í lestri:

1. bekkur

- Raddlestur 10 - 60 atkv./mín.

2. bekkur

- Raddlestur 50 - 100 atkv. / mín.

3. bekkur

- Raddlestur 110 - 170 atkv./mín.

4. bekkur

- Raddlestur 180 - 250 atkv. / mín.

Kennari: Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir

Stærðfræði

Heildarstefnan

Page 13: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Kennsla á yngsta stigi byggist á reynslu og þekkingu barnanna þegar þau hefja

skólagöngu. Með tímanum þróast vinna þeirra og leikur þannig að þeim verður tamt að

styðjast við stærðfræðileg hugtök. Stuðla ber að slíkri þróun með því að þjálfa börnin í

ýmiss konar talnavinnu, flokkun, röðun og lýsingum á eiginleikum hluta og

umræðum um þá. Mikilvægt er að nemendur geti tjáð stærðfræðilega hugsun sína með

eigin orðum og flétt síðan táknmál stærðfræðinnar inn eftir því sem þeir hafa vald á.

Nemendur geta oft unnið með háar tölur og flókin hugtök ef þeir þekkja vel til þeirra og

geta stuðst við hjálpartæki.

- Fjölbreyttar kennsluaðferðir gefa nemendum tækifæri til að nálgast hugtök og

hugmyndir frá mismunandi sjónarhornum. Nemendur þurfa að hafa aðgang að

fjölbreyttum námsgögnum og hvetjandi námsumhverfi.

Helstu kennsluaðferðir eru:

- Innlögn

- Umræður

- Verkleg vinna

- Sjálfstæð vinna

- Æfingar

- Þrautalausnir

- Rannsóknir og tilraunir

- Oft unnið í litlum starfshópum

- Samþætting við aðrar námsgreinar

- Heimavinna iðulega í samvinnu við heimilisfólkið

Nemandi á að:

- læra að safna upplýsingum, noti gagnagrunn við skráningu og túlki upplýsingar

- geta nýtt sér plúsheiti talnanna 10 og 100

- efla skilning sinn á tölum frá 1 - 1000

- þekkja oddatölur og sléttar tölur og raðtölur

- rifja upp hugtökin fleiri en, færri en og jafnt og

- öðlast tilfinningu fyrir líkindum og kynnist námundun

Page 14: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- átta sig á hvernig setja má tölur saman úr einingum og tugum og öðlist skilning á

sætiskerfinu

- æfa samlagningu og frádrátt með tugum

- geta notað hundraðtalnatöflu við samlagningu og frádrátt

- nota vasareikni sem rannsóknartæki

- beita ágiskun og sannreyni síðan

- beita hugtökum eins og lengd, breidd

- öðlast tilfinningu fyrir ólíkum mælieiningum

- skoða og greini einkenni marghyrninga

- átta sig á hugtökunum helmingur, helminga og tvöfalda og geti skipt heild í

smærri hluta

- átta sig á muninum á tvívídd og þrívídd

- átta sig á speglun

- geta byggt eftir fyrirmynd

- átta sig á verðgildi myntar , þekki verð á nokkrum algengum matvörum

- átta sig á að árið er flokkað í árstíðir, mánuði, vikur og daga

- gera sér grein fyrir uppbyggingu dagatala og geti lesið úr þeim og skráð

dagsetningar

- kynnast margföldun

- vinna þemaverkefnin: Leikföng, Pósthús og Mold og grjót auk annarra verkefna

Námsefni:

- Eining 3 og 4

- Viltu reyna?

- Tíu - tuttugu

- Vasareiknir 1 og 2

- Þrautalausnir

- Fjölrituð æfingarhefti

- Spil

- Forrit s.s.

- Sifferlek

Page 15: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- Snót og Snáði,

- Við borgum,

- Slönguspil,

- Reiknum meira,

- Klukkan,

- Pósthúsið

- Ég,

- Talnaveiðar,

- Töfraflísar,

- Litli gagnagrunnurinn,

- Litli töflureiknirinn

Námsmat:

Matsverkefni þurfa að vara fjölbreytt til að prófa sem flesta þætti í hæfni nemandans.

Foreldrar þurfa að fá skilaboð og upplýsingar um stöðu nemandans með jöfnu

millibili allt námsárið. Annapróf í janúar og maí.

- símat

- skrifleg próf

- verkleg próf

- viðtöl og umræður

- verkefnaskil

- sjálfsmat

Kennari: Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir

Lífsleikni/Bekkjarfundir

Ævintýri Lilla litla

Page 16: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Í þessu lífsleikninámsefni er sjónum beint að tilfinningum og tilfinningalífi. Öll búum við yfir

tilfinningalífi og hefur það mikil áhrif á líf okkar og tilveru. Með því að innræta hjá ungum

nemendum að hugsa, skoða, skilja og tala um tilfinningar sínar og annarra, ölum við upp stekari

einstaklinga sem væntalega verða færari í því að takast á við samskipti við aðra og sambúðina við

sjálfan sig.

Markmið

Að efla tilfinningaþroska nemenda

Að auka samskiptahæfni nemenda

Að nemendur læri að bera viðrðingu fyrir sjálfum sér, öðru fólki og umhverfi sínu.

Í námsefninu er tekið á ýmsum efnum s.s:

Mismunandi tilfinningum

Áhrifum umhverfis á tilfinningar okkar

Sorg

Vinum og samskiptum

Nýjum nemendum í bekk

Einelti/Stríðni

Fyrirgefningu

Hrósi

Hegðun í skólanum

Námsefni:

- Ævintýri Lilla

Kennari. Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir

Kristinfræði

Nemandi á að:

Page 17: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- efla trúar-, siðgæðis-, og félagsþroska sinn

- kynnast völdum sögum úr Gamla testamenntinu

- vita hvað orðið aðventa merkir og kynnist frásögnum af fæðingu Jesú

- kynnast frásögnum af dauða og upprisu Jesú

- temja sér umburðarlyndi í samskiptum við aðra, t.d. með því að fást við efni um

góðvild, sannsögli og hjálpsemi og vandamál tengd einelti og bakmælgi

Námsefni: Regnboginn

Námsmat:

- símat á vinnu og vinnubrögðum

Kennari: Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir

Upplýsingatækni

Nemandi á að:

- tileinka sér jákvætt viðhorf til tölva og þjálfast í að umgangast þær

- þekkja mun á kennsluforriti og tölvuleik

- geta notað tölvu til að skrifa, vista og prenta út eigin texta

- geta nýtt sér efni af margmiðlunardiskum eða neti sem hæfir þessum aldurshópi

Námsefni:

- Á músarslóð 1

- Verkefni frá kennara

- Ýmis kennsluforrit og efni af netinu

Námsmat:

- símat á vinnu og vinnubrögðum

Kennari: Klara Sveinsdóttir

Page 18: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Samfélagsfræði og náttúrufræði

Í náttúrufræði og samfélagsfræði eru efnisþættir úr eðlisvísindum, jarðvísindum og

lífvísindum. Þjálfuð eru vísindaleg vinnubrögð, s.s.: skilgreining

viðfangsefna,áform og skipulagning, framkvæmd, skráning og úrvinnsla, túlkun

og mat, framsetning og miðlun. Viðfangsefnin eru byggð á reynsluheimi barnanna

og daglegum veruleika þeirra og eiga að víkka sjóndeildarhringinn.

Nemandi á að:

- átta sig á árstíðarskiptum og tímatali (ár, mánuðir, vikur, dagar klukkustundir)

- þjálfast í að lesa á klukku og dagatal (verkefni um tímann)

- vinna þemaverkefni um vorið og haustið og fari í vettvangsferðir

- fá tækifæri til að kynnast ýmsum eiginleikum vatns

- gera athuganir þar sem fylgst er með einföldum lífsferlum, s.s. sáningu fræja

- þjálfast í að afla sér upplýsinga

- þjálfast í að tjá sig og gera grein fyrir viðfangsefninu munnlega, myndrænt og í

ritun

- vinna hópverkefni um gæludýrin

- kynnast umferðarreglum (árstíðarbundið)

- vinna nokkur verkefni þar sem hann kynnist bílnum og eðlisfræðileg fyrirbæri

s.s. kraft og hreyfingu, viðnám og orku sem bílnum tengjast

Námsefni:

- Komdu og skoðaðu bílinn

- Komdu og skoðaðu hringrásir

- Komdu og skoðaðu land og þjóð

Page 19: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- Komdu og skoðaðu líkamann

- Klukkur (forrit)

- Bókaflokkurinn ,,Ekki er allt sem sýnist”

- Ýmsar fræðibækur ætlaðar yngra stiginu s.s:

- Svona erum við

- Fuglarnir okkar

- Blómin okkar

- Teikning gæludýr

- Köngulær og skordýr

- Vísur og sögur

Námsmat:

- símat á vinnu og vinnubrögðum

- kannanir úr efni

Kennari : Sigrún Helga Snæbjörnsdótti

Myndmennt

Nemandi á að :

- þekkja frumlitina og geta gert einfaldar litablöndur

- þekkja grunnformin og geta notað þau við myndgerð

- þekkja hugtakið áferð og geta beitt því í mynd

- þekkja hugtakið lína og geta beitt henni með mismunandi áhöldum og aðferðum

til að ná fram mismunandi áhrifum

- geta greint aðalatriði og aukaatriði í myndum

- kynnast helstu listaverkum í nánasta umhverfi.

Námsefni:

- Ýmis verkefni sem kennari tekur saman.

Námsmat :

- Vinna og ástundun er metin jafnt og þétt yfir veturinn.

- metin eru ástundun, vandvirkni og frágangur verkefna.

Page 20: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Kennari:Ólöf Þóranna Hannesdóttir.

Hannyrðir Nemandi á að:

- fá innsýn í efni og áhöld sem notuð eru við einfalda sníðavinnu

- geta unnið við vefnað

- læra að ganga frá endum

- geta unnið með tvöfalt efni, klippa og sauma saman

- geta putta prjónað

- geta þæft úr ull

- geta skipulagt sig í vinnu

- geta unnið eftir leiðbeiningum frá kennara

- geta notað einföldustu áhöld sem eru notuð í hannyrðum

- geta notað mismunandi liti og form við eigin sköpun

- gera sér grein fyrir hvernig hugmynd verður að hlut.

Námsmat:

Vinna og ástundun nemenda metin jafnt

og þétt yfir veturinn.

Símatið felur í sér að kennarinn metur

- umgengni

- verklag og vandvirkni

- hugmyndaauðgi, iðni og afköst.

Kennari: Sjöfn Magnúsdóttir

Page 21: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Tónmennt Nemandi á að:

- syngja lög, íslensk og erlend

- hlusta á tónlist og hljóð

- hreyfa sig eftir tónlist

- spila á skólahljóðfæri

- æfa hryn

- læra um nótur og skrifa þær

- þekkja háa og lága tóna

Námsefni :

- Tónmennt 1. og 2. hefti, ásamt fylgiheftum og hlustun.

Námsmat:

- Vinna og virkni nemenda metin jafnt og þétt yfir veturinn.

Kennari: Egill Jónsson

Íþróttir

Page 22: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Fyrstu skólaárin hafa börn yfirleitt mikla hreyfiþörf og gleðjast yfir hverjum leik. Við skipulagningu kennslunnar

þarf að koma til móts við þessa þætti. Leikir og markvissar æfingar, sem stuðla að eflingu skynfæra líkamans og

styrkja gróf- og fínhreyfingar. Skipa þessir þættir stóran sess í íþróttakennslu fyrstu skólaárin. Þá skal einnig tengja

áðurnefnda þætti við markvissa uppbyggingu á almennri líkamshreysti og þreki. Nauðsynlegt er að nemendur séu

látnir taka þátt í stöðluðum prófum til að hægt sé að meta hreysti þeirra og byggja upp kennsluna á markvissan hátt.

Því þarf að leggja ríka áherslu á að þau öðlist jákvætt viðhorf til hreyfingar og að sjálfsmynd þeirra eflist með

þátttöku í leikjum og fjölbreyttri hreyfingu. Nemendur eru með 3 kennslustundir á viku.

Markmið

Að nemendur:-læri og taki virkan þátt í margvíslegum leikjum og æfingum, sem jafnframt styrkja samskipti og samvinnu

nemenda

-læri að þekkja heiti helstu líkamshluta og hreyfinga

-tileinki sér þær reglur og fyrirmæli sem í gildi eru í skólaíþróttum

-upplifi skólaíþróttir á jákvæðan og skemmtilegan hátt

-leysi verkefni af hendi þar sem tekið hefur verið tillit til annarra

-öðlist skilning á neikvæðum samskiptaformum eins og stríðni og einelti

-taki þátt í fjölbreyttum leikjum sem efla sjálfstraust, viljastyrk og áræði

ViðfangsefniEinfaldar æfingar og leikir sem ná til samspils skynfæra og útfærslu hreyfinga

Þjálfun í notkun ólíkra áhalda

Fjölbreyttir leikir og æfingar sem veita útrás fyrir hreyfiþörf og bæta líkamshreysti og

þrek

Leikrænar undirbúningsæfingar fyrir einstakar íþróttagreinar

Hreyfinám og íþróttaiðkun utanhúss

Stöðluð próf til að meta líkamshreysti og liðleika

Einföld verkefni sem ná til sköpunar og leikrænnar tjáningar

Námsmat

Mæting, virkni og framkoma.Kennari: William Geir Þorsteinsson

Page 23: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Sund

Vikustundir: 1

Markmið:

· Þjálfist í grunnhreyfingum í vatni eins og t.d. að hlaupa, busla og fljóta

· Leysi af hendi einfaldar æfingar og leiki sem þroska skynfærin og taki þátt í leikjum

sem reyna á samspil þeirra

· Þjálfist í æfingum og leikjum með ýmis áhöld auk leikja sem þjálfa þol og þrek

· tileinki sér helstu samskiptareglur sem í gangi eru

· kynnist hreinlæti og umgengnisreglum á sundstað

· öðlist öryggistilfinningu í vatninu

2. sundstig

a) marglyttuflot með því að rétta úr sér

b) spyrna frá bakka og rennsli með andlit í kafi, a.m.k. 2,5 m.

c) hoppa af bakka í grunna laug

d) 10 m bringusund með eða án hjálpartækja

e) 10 m skólabaksundsfótatök með eða án hjálpartækja

f) 8 m skriðsundsfótatök með eða án hjálpartækja

Námsmat

Sundpróf

Kennari: Stefanía Freysteinsdóttir

Page 24: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

3. bekkurUmsjónarkennarar:

Klara Jóhannsdóttir Hearn og Stella Rut Axelsdóttir

Íslenska

LesturNemandi á að:- auka lestrarhraða sinn og efla lesskilning með fjölbreyttum verkefnum- geta lesið sér til gagns og ánægju og nota lestur sem tæki til náms- þjálfast í upplestri- notfæra sér bæjarbókasafn með reglubundnum hætti.

Heimanám í lestri:- lesa upphátt fyrir foreldra minnst fjórum sinnum í viku (20 sinnum í mánuði) 1-4 bls.

foreldri kvittar eftir hlustun. Skrifa 3 orð eftir hvern lestur. Lesa frjálst og merkja á heimalestrarblað, allt að sjö sinnum í viku. Nemendur fá viðurkenningu ef lestrarlágmarki er náð.

- lestrartörn í (2- 3 vikur) tvisvar á skólaári, þar sem nemendur lesa í hljóði sögubækur að vild og getu og gera síðan grein fyrir efninu.

Talað mál og framsögnNemandi á að:- lesa ljóð og sögur upphátt- segja frá eigin reynslu- þjálfast í að tjá sig fyrir framan bekkjarfélagana- þjálfast í notkun ræðupúlts.

Hlustun og áhorfNemandi á að:- hlusta á fyrirmæli kennara og fara eftir þeim- hlusta á frásagnir bekkjarfélaganna- hlusta á sögur og ljóð sem kennari les upp.

RitunNemandi á að:- ná tökum á að draga rétt til stafs- þróa með sér læsilega og áferðarfallega rithönd- æfast í að semja sögur og ljóð- læra að fara eftir nokkrum stafsetningarreglum t.d. stór stafur á eftir punkti og í

sérnöfnum og að hafa bil á milli orða.

Námsefni- Skrift 3A - 4B (námsefni frá Síðuskóla Akureyri) og Skrift 3,

eftir Hörð Rafnsson.

Page 25: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

BókmenntirNemandi á að:- læra nokkrar þekktar vísur og ljóð- þjálfast í að fá bækur að láni á bókasafni- gera sér grein fyrir hugtökum eins og aðalpersónur og söguþráður.

MálfræðiNemandi á að:- þekkja hugtökin bókstafur, orð og setning- læra að greina sérnöfn og samnöfn- þekkja munin á samhljóðum og sérhljóðum- læra að greina samheiti og andheiti- gera sér grein fyrir að orð geta verið samsett úr einu eða fleiri orðum- gera sér nokkra grein fyrir orðflokkunum nafnorð, sagnorð og lýsingarorð- þekkja stafrófið og geta beitt því.

Námsefni- Litla Ritrún- Tvistur- Sögusteinn- fjölbreytt safn lestrar- og vinnubóka - Markviss málörvun í leik og starfi 2 (kennarahandbók)- Ljóðsprotar og fleiri ljóðabækur- bekkjarbókasafn og sögubækur.

Námsmat- Hraðlestrar - og lesskilningskannanir á annarprófum í desember og maí- skráning og viðurkenning fyrir heimalestur- skrift og frágangur á rituðum texta yfir veturinn- kannanir í skrift á annarprófum í desember og í maí.

Viðmið um árangur í lestri:

1. bekkur- Raddlestur 10 - 60 atkv./mín.

2. bekkur- Raddlestur 50 - 100 atkv. / mín.

3. bekkur- Raddlestur 110 - 170 atkv./mín.

4. bekkur- Raddlestur 180 - 250 atkv. / mín.

Page 26: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

StærðfræðiKennarar: Klara Jóhannsdóttir Hearn og Stella Rut Axelsdóttir

Nemandi á að:- öðlast færni í undirstöðuatriðum stærðfræðinnar - nýta sér þekkinguna við dagleg viðfangsefni.

Helstu áherslur vetrarins:- vinna með tölur upp í 1000- skilningur á merkingu hugtakanna hundrað, tugur og eining- vinna með klukku og speglun- taka til láns og geyma- margföldun og byrja á deilingu- skilningur á brotum ½ ,1/3 , ¼ .

Sundurliðuð markmið miðuð við AðalnámskráStærðfræði og tungumál- lesa texta um stærðfræðileg viðfangsefni og greina um hvað hann fjallar- þjálfast í að skrá svör sín við dæmum með því að nota talnatákn og aðgerðarmerki.

Lausnir verkefna og þrauta- vinna með öðrum að lausn þrauta- temja sér að prófa lausnir í samhengi við upphaflegt verkefni- leysa og búa til þrautir sem tengjast daglegu lífi.

Röksamhengi og röksemdafærslur- meta hvort fullyrðingar sem settar eru fram eru sannar- spila með rökkubbum- skoða form í nánasta umhverfi sínu- áætla hvað vörur kosta - þjálfast í að lesa af klukku.

Tölur- vinna með og ræða um háar tölur, stærð þeirra og notkun í daglegu lífi.

Reikniaðgerðir og reiknikunnátta- þjálfast í að nota mismunandi hjálpargögn við lausnir verkefna- skoða talnamynstur í margföldunartöflum- læra margföldunartöflur- vinna með talnalínu til að skoða andhverfar aðgerðir- þjálfast í að áætla svör við dæmum og að nota þekkingu á tugakerfinu við

hugareikning- þjálfast í að námunda tölur að næsta tug.

Page 27: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Hlutföll og prósentur- leggja mat á stærðir , t.d. hvort er meira helmingur eða þriðjungur- stækka flatarmyndir, t.d. á pinnabretti.

Mynstur og algebra - skoða mynstur, t.d. regluleika, hvernig mynstur er hægt að búa til með mismunandi

fjölda eininga og búa til talnamynstur á vasareikni.

Rúmfræði- búa til þrívíða hluti og ræða um heiti hlutanna, t.d. horn, brúnir og hliðarfleti

- mæla lengd hluta, t.d. með kubbum og bera saman við mælingar með reglustiku eða málbandi

- telja út hnit og vinna með samhverfur.

Tölfræði og líkindafræði- gera rannsóknir á umhverfi sínu og sýna niðurstöður í myndriti.

Námsefni- Eining 5 og 6, verkefnablöð og þrautalausnir - aukaefni (Stærðfræði 2B, 2C, 3A og Viltu reyna?)- Við stefnum á margföldun- Fjölrituð upprifjunarhefti.

Námsmat- Skrifleg, munnleg og verkleg próf í desember og maí- Vinna nemenda í tímum í hóp- og einstaklingsverkefnum- Eftir hverja lotu í Einingu eru lögð fyrir námsmatsverkefni.

Íþróttir

Kennari: William Geir Þorsteinsson

Fyrstu skólaárin hafa börn yfirleitt mikla hreyfiþörf, gleðjast yfir hverjum leik. Við skipulagningu kennslunnar þarf að koma til móts við þessa þætti. Leikir og markvissar æfingar, sem stuðla að eflingu skynfæra líkamans og styrkja gróf- og fínhreyfingar og skipa þessi þættir stóran sess í íþróttakennslu fyrstu skólaárin. Þá skal einnig tengja áðurnefnda þætti við markvissa uppbyggingu á almennri líkamshreysti og þreki. Nauðsynlegt er að nemendur séu látnir taka þátt í stöðluðum prófum til að hægt sé að meta hreysti þeirra og byggja upp kennsluna á markvissan hátt. Því þarf að leggja ríka áherslu á að þau öðlist jákvætt viðhorf til hreyfingar og að sjálfsmynd þeirra eflist með þátttöku í leikjum og fjölbreyttri hreyfingu. Nemendur eru með 3 kennslustundir á viku.

MarkmiðAð nemendur:

Page 28: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Læri og taki virkan þátt í margvíslegum leikjum og æfingum, sem jafnframt styrkja samskipti og samvinnu nemendaLæri að þekkja heiti helstu líkamshluta og hreyfingaTileinki sér þær reglur og fyrirmæli sem í gildi eru í skólaíþróttumUpplifi skólaíþróttir á jákvæðan og skemmtilegan háttLeysi verkefni af hendi þar sem tekið hefur verið tillit til annarraÖðlist skilning á neikvæðum samskiptaformum eins og stríðni og eineltiTaki þátt í fjölbreyttum leikjum sem efla sjálfstraust, viljastyrk og áræði

ViðfangsefniEinfaldar æfingar og leikir sem ná til samspils skynfæra og útfærslu hreyfingaÞjálfun í notkun ólíkra áhaldaFjölbreyttir leikir og æfingar sem veita útrás fyrir hreyfiþörf og bæta líkamshreysti og þrekLeikrænar undirbúningsæfingar fyrir einstakar íþróttagreinarHreyfinám og íþróttaiðkun utanhússStöðluð próf til að meta líkamshreysti og liðleikaEinföld verkefni sem ná til sköpunar og leikrænnar tjáningar

NámsmatMæting, virkni og framkoma gilda 80%. Próf gilda 20% eingöngu til hækkunar.

SundKennari: Stefanía Freysteinsdóttir

Vikustundir: 1Markmið:Að nemendur· taki þátt í æfingum, með og án áhalda, sem tengja saman mismunandi sundhreyfingar· nái tökum á fjölbreyttum æfingum sem reyna á samspil skynfæra og samhæfingu hreyfinga· taki þátt í umræðu um björgunarþætti og læri að bregðast rétt við ef óhapp ber að höndum· taki þátt í ýmsum hópleikjum sem efla líkamsþol, kraft, hraða, viðbragð, þrek og aðlögun að vatni· læri að taka fram og ganga frá sundáhöldum á réttan og öruggan hátt· að fara eftir örygissreglum á sundstað

3. sundstiga) 12 metra bringusundb) 12 metra skólabaksund með eða án hjálpartækjac) 8 metra skriðsundsfótatök með andlit í kafi og arma teygða framd) 6 metra baksund með eða án hjálpartækja

Page 29: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

e) kafað eftir hlut á 1 – 1,5 m. dýpiNámsmatSundpróf

KristinfræðiKennarar: Klara Jóhannsdóttir Hearn og Stella Rut Axelsdóttir

Nemandi á að:- kynnast frásögnum af ættfeðrunum Abraham, Ísak og Jakob og sögunni af Jósep- þekkja valdar sögur úr Nýja testamentinu, t.d. köllun fyrstu lærisveinanna,

lækningunni við Betesdalaug og týndu drökmunni- þekkja atburði pálmasunnudags, skírdags, föstudagsins langa og páskadags- vita hvað kristniboð er- ræða um siðræn viðfangsefni sem tengjast vináttu, fyrirgefningu og þekkja muninn á

réttu og röngu- temja sér umburðarlyndi í samskiptum við aðra.

Námsefni:- Stjarnan.

Námsmat:- Vinna nemenda er metin jafnt og þétt yfir veturinn- Skrifleg könnun í lok anna í desember og maí.

Náttúru- og samfélagsfræðiKennarar: Klara Jóhannsdóttir Hearn og Stella Rut Axelsdóttir

Nemandi á að:- kynnast íslensku húsdýrunum og hvaða hlutverki þau gegni í samfélaginu- átta sig á að allar lífverur þurfa vatn, loft, fæðu og búsvæði til að lifa - þekkja og geta nafngreint, íslensk spendýr á landi, helstu fugla í heimabyggð og

algeng smádýr- þekkja hvernig dýr annast afkvæmi sín samanborið við manninn- læra að njóta náttúrunnar, bera virðingu fyrir henni og vilja vernda hana- þekkja helstu tré og hvað er sameiginlegt með trjám - átta sig á helstu hættum í umhverfi sínu og hvernig ber að varast þær- framkvæma ýmsar tilraunir með rafmagn, vatn og loft þar sem þeir fá tækifæri til að

velta fyrir sér og kanna eðli og eiginleika loftsins, leysni vatns og leiðni ýmissa hluta á rafmagni, setji fram tilgátur, geri tilraunir, uppgötvi og tengi orsakir og afleiðingar

- læra um áhrif krafta á ýmis efni- átta sig á tengslum framleiðslu og þjónustu með því að kynnast framleiðsluferli vöru,

frá framleiðanda til neytanda, t.d. mjólkur- reyna kosti samvinnu, að margir afli upplýsinga og að mismunandi hæfileikar innan

hópsins nýtist við að miðla upplýsingum (einn er góður að semja, annar að skrifa, teikna o.s.frv.)

Page 30: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- læra um ólíka siði og venjur í heiminum - læra um jörðina, sólina, tunglið og reikistjörnur í sólkerfinu okkar- læra um landfræðileg hugtök, þekkja helstu veðurtákn og áhrif veðurs á líf okkar og

æfa viðbrögð við mögulegum náttúruhamförum í heimabyggð - læra um sögu skóla og atvinnu í heimabyggð og helstu örnefni - læra að lesa á landakort og vinna verkefni tengd þeim- þekkja nokkrar persónur Íslandssögunnar s.s. Ingólf Arnarson og Jón Sigurðsson- vera fróðari um vesturferðirnar fyrir og um 1900 og geta sagt frá frægum landkönnuði- gera sér grein fyrir að ekki eru allir eins og tileinka sér þannig virðingu fyrir sérstöðu

annarra hvað varðar útlit, klæðaburð og smekk- kunna skil á umferðarreglum og umferðarmerkjum fyrir gangandi vegfarendur- geta bent á slysagildrur í umhverfinu, á heimilum og þekki varasöm efni sem þar

kunna að vera geymd.- læra að greina á milli eigin reynslu og reynslu annarra, t.d. með því að bera saman

frásögn sína og annars bekkjarfélaga af atburði eða upplifun- fá að tjá sig um frásagnir eða fréttir í blöðum, útvarpi eða sjónvarpi- þjálfast í að flytja mál sitt í heyranda hljóði, hlusta á aðra, svara fyrirspurnum, bera

fram spurningar um efnið og endursegja

Námsefni:- Í sveitinni með Æsu og Gauta, vinnubók og myndband- Komdu í leit um sveit og bæ- Komdu og skoðaðu land og þjóð- Komdu og skoðaðu himingeiminn- Komdu og skoðaðu hringrásir- Húsdýrin okkar- Kostuleg kort og gröf- Tré e. Jón Guðm., Ég greini tré - Húsdýrin okkar og ýmsar dýra og náttúrufræði bækur- Villtu spendýrin okkar- Umhverfið e. Gunnhildi Óskarsdóttur- Ekki er allt sem sýnist: Loft og rafmagn

Námsmat:- Vinna nemenda er metin jafnt og þétt yfir veturinn ásamt könnunum í lok anna.

Lífsleikni / BekkjafundirKennarar: Klara Jóhannsdóttir Hearn og Stella Rut Axelsdóttir

Markmið “Spor 3” erAð þjálfa börnin í innlifun. Í henni felst að

- greina og viðurkenna tilfinningar annarra- ráða í tilfinningar annarra- setja sig í spor annarra- sýna öðrum tillitsemi

Page 31: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Að minnka líkur á hegðun sem einkennist af; skyndilegum hugdettum, skyndihvötum og hugsunarleysi með því að - kenna börnunum að leysa deilur og árekstra á skipulegan hátt- efla félagsfærni barna

Að minnka líkur á því að börnin sýni hvort öðru frekju og yfirgang með því að - kenna þeim að þekkja reiðitilfinningar- nota afslöppunartækni til að hafa hemil á sér

Námsefni:- Spor 3 og unnið eftir Olweus áætluninni gegn einelti.

TölvurKennari: Guðrún Ásgeirsdóttir

Nemandi á að:- gera greinarmun á kennsluforritum og leikjum- kunna að nota ákveðna sérlykla á lykilborði sem notaðir eru í staðinn fyrir mús, s.s.

örvalykla og lykla til loka og opna forrit- tileinka sér rétta líkamsbeitingu við innslátt á texta- geta ritað texta í ritvinnslu- geta leitað eftir efnisorðum á Netinu.

Námsefni:- Á músarslóð 2, ýmis forrit og verkefni frá kennara.

Námsmat:- Vinna nemenda er metin jafnt og þétt yfir veturinn.

Heimilisfræði

Kennari: Jenný Jörgensen

Nemandi á að :- þekkja algeng eldhúsáhöld og vita til hvers þau eru notuð- fá þjálfun í að fara eftir einföldum uppskriftum og fyrirmælum- geta unnið í samvinnu við aðra- geta gengið frá eftir sig á sínum vinnustað- þekkja fæðuflokka - þekkja algengar mjólkurvörur og kynnist ferlinu frá kúnni til neytandans- gera sér grein fyrir algengustu slysahættum í eldhúsinu- læra um mikilvægi hreinlætis við matreiðslustörf- temja sér að vinna með öðrum, taka tillit til og virða skoðanir annarra.

Page 32: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Námsefni :- verkefnablöð fyrir 3. bekk.- uppskriftir.- Hollt og gott.

Námsmat :- Vinna nemenda, vinnubók og framkoma er metin og einkunn gefin að vori.

Smíðar

Kennari:Ari Daníel Árnason

Helstu markmið:- Stuðla að vinnugleði í smíðastofu.- Læra að vinna með og umgangast aðra nemendur.- Öll verkefni eru unnin úr tré.

Nemandi á að:- þekkja öryggisbúnað og reglur sem gilda í smíðastofunni - þekkja heiti helstu verkfæra- geta notað einföld handverkfæri t.d. sög, þjöl, hamar, þvingur og hefil- kunna að pússa og vinna efni undir yfirborðsmeðferð- bera sig rétt að við vinnu- hafa öðlast jákvætt viðhorf til verkmenntunar- geta gengið frá verkfærum eftir sig og sópað vinnusvæði.

Námsmat:- Vinna og ástund nemenda metin jafnt og þétt yfir veturinn- Símatið felur í sér að kennarinn metur :- Umgengni .- Verklag og vandvirkni.- Iðni og afköst.

Hannyrðir

Kennari: Sjöfn Magnúsdóttir

Nemandi á að: - fá innsýn í efni og áhöld sem notuð eru við einfalda sníðavinnu

- geta prjónað garðaprjón- læra að ganga frá prjónalesi- geta unnið með tvöfalt efni, klippa og sauma saman- geta notað útsaum til skreytingar- geta farið yfir helstu hluta saumavélar- geta saumað einfaldar línur á saumavél- geta unnið eftir leiðbeiningum frá kennara

Page 33: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- geta notað einföldustu áhöld sem eru notuð í hannyrðum- geta notað mismunandi liti og form við eigin sköpun- gera sér grein fyrir hvernig hugmynd verður að hlut.

Námsmat:Vinna og ástundun nemenda metin jafnt og þétt yfir veturinn.

Símatið felur í sér að kennarinn metur- umgengni- verklag og vandvirkni- hugmyndaauðgi, iðni og afköst.

TónmenntKennari: Egill Jónsson

Nemandi á að:- Syngja lög, íslensk og erlend.- Hlusta á tónlist og hljóð.- Hreyfa sig eftir tónlist.- Spila á skólahljóðfæri.- Æfa hryn.- Læra um nótur og skrifa þær.- Þekkja háa og lága tóna.- Þekkja mun á laglínu sem fer upp eða niður.- Kynnast andstæðum eins og sterkt og veikt <forte – piano>.

Námsefni :- Tónmennt 2. og 3. hefti, kennslubækur ásamt tilheyrandi fylgiheftum og

hlustunarverkefnum.

Námsmat:- Vinna og virkni nemenda metin jafnt og þétt yfir veturinn, og próf að vori.

MyndmenntKennarar: Hrafnhildur Þórarinsdóttir

Nemandi á að:- þekkja frumlitina og gera sér grein fyrir muninum á heitum og köldum litum- þekkja grunnformin og geta notað þau í myndgerð- þekkja einfalda myndbyggingu og muninn á forgrunni, bakgrunni og miðrými í

myndum- geta náð fram kyrrð eða hreyfingu í myndum- kynnast því að nota mismunandi efni og verkfæri- kynnast mismunandi listamönnum, verkum þeirra og mismunandi nálgun við

sama viðfangsefnið.

Page 34: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Námsefni:- Ýmis verkefni sem kennari tekur saman.

Námsmat :- Vinna og ástundun metin jafnt og þétt yfir veturinn- Metin eru ástundun, vandvirkni og frágangur verkefna.

4. bekkur

Umsjónarkennarar: Guðrún Smáradóttir og Vilhelmína S. Smáradóttir

Íslenska

Helstu markmið:

Lestur

Nemandi á að:- auka lestrarhæfni sína, bæta orðaforða og efla lesskilning- ná tökum á að lesa fyrirmæli og fara eftir þeim.- geta lesið upphátt, skýrt og áheyrilega á viðunandi hraða- þjálfast í samlestri og upplestri fyrir

bekkjarfélaga- lesa sögubækur og fræðirit sér til gagns og

ánægju- lesa heima a.m.k. þrisvar sinnum í viku fyrir fullorðinn og

tvisvar sinnum í hljóði

Námsefni:Lestrarbækur eftir getu hvers og eins í heimalestri. Skinna. Óskasteinn í stýrðum lestri.Tumi þumallAlli Nalli

Talað mál – framsögn

Nemandi á að:

Page 35: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- geta tjáð skoðanir sínar, hugmyndir og tilfinningar í töluðu máli

- geta rætt um vandamál sem kunna að koma upp- þjálfast í að lesa upphátt með réttum áherslum og hrynjandi- geti farið eftir þeim reglum sem ríkja þegar margir þurfa að

tjá sig í einuNámsefni:

ýmis verkefni t.d. úr Skinnu lesbók

Hlustun – áhorf

Nemandi á að:- getað hlustað á og tekið tillit til annarra- geta endursagt efni sem hann hefur hlustað eða horft á - geta farið eftir munnlegum fyrirmælum kennara- fylgst með umræðum og tekið þátt í þeim- geta horft á fræðsluefni og vinna úr upp-lýsingum sem þar

koma fram

Námsefni:ýmis verkefni sem kennari tekur saman.

Ritun

Nemandi á að:- ná tökum á grunnskrift og þjálfast í að draga rétt til stafs- geta skrifað samfelldan texta með tengdri skrift - tileinka sér læsilega rithönd og vandaðan frágang- öðlast sjálfstraust og hafa ánægju af að rita eigin texta- geta skrifað sögur, ljóð og einfaldar lýsingar á atburðum- þjálfast í að stafsetja rétt- gera sér grein fyrir hugtökum eins og upphafi, miðju og

endi í frásögnum (upphafi, meginmáli, sögulokum)- geta skrifað einfaldan texta eftir upplestri- þjálfast í að nota orðabækur sem hjálpartæki við ritun- kynnast ritvinnslu sem hjálpartæki við ritun

Námsefni: námsefni í Ítalíuskrift frá Síðukóla Akureyri og Skriftarbók 3 eftir Hörð RafnssonÞristur og Skinna verkefnabók

Bókmenntir

Nemandi á að:

Page 36: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- læra utanbókar vísur og ljóð- lesa ljóð og kryfja- læra að hlusta á sögur- geta lesið sögur, ævintýri, þjóðsögur, gamansögur og stuttar

bækur sér til ánægju- þekkja hugtök eins og persóna, söguhetja, söguþráður,

umhverfi og sögulok

Námsefni:- Ljóðsprotar og ljóð úr ýmsum áttum- Þjóðsögur, ævintýri og ýmis verkefni sem kennari tekur saman

Málfræði

Nemandi á að:- þjálfast í að búa til og greina samsett orð- þekkja mun á sérhljóða og samhljóða- læra að greina nafnorð, lýsingarorð og sagnorð- læra að greina kyn nafnorða - læra að greina eintölu og fleirtölu nafnorða- þekkja mun á samnöfnum og sérnöfnum- fá tækifæri til að beita móðurmálinu á fjölbreyttan hátt, t.d.

í sögugerð, leikjum, vísnagerð og krossgátum

Námsefni:- Skinna I, Þristur, námsefni af netinu og aukavinnubækur

sem kennari tekur saman. - verkefni sem fylgja lestrarátökum

Námsmat:- hraðapróf í lestri í upphafi skólaárs, október, desember,

febrúar og maí- samræmt próf í október- skriflegt- og munnlegt íslenskupróf í desember og maí- vinna nemanda metin jafnt og þétt yfir veturinn símat felur í

sér að kennarinn metur:- frágang og vandvirkni- iðni og afköst- áhuga og frumkvæði- þekkingu og getu

Stærðfræði

Helstu markmið:

Tölur

Page 37: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Nemandi á að:- geta lesið,skrifað og unnið með tölur upp í 10.000- þekkja neikvæðar tölur, t.d. á hitamæli- læra undirstöðu almennra brota- þekkja sléttar tölur og oddatölur- kunna að nota reiknivél við samlagningu, frádrátt,

margföldun og deilingu

Reikningsaðgerðir og reiknikunnáttaNemandi á að:

- geta notað fjölbreyttar aðferðir við samlagningu og frádrátt talna 0 - 1000

- geta sett fram og nýtt sér margföldunartöfluna upp í 10 sinnum 10

- geta margfaldað þriggja stafa tölu með eins stafs tölu og reiknað einföld deilingardæmi

- geta reiknað í huganum með heila tugi, hundruð og þúsund- geta notað námundun að næsta tug eða hundraði til að

einfalda reikning- geta leyst einföld orðadæmi og þrautir- geta lesið úr töflum og gröfum

Hlutföll og prósentur

Nemandi á að:- geta notað hugtökin tvöfalt, þrefalt, fjórfalt- vita hvað er helmingur, þriðjungur og fjórðungur- geta metið hvort tiltekin stærð er stór eða lítill hluti af heild- geta stækkað og smækkað flatarmálsmyndir- geta sagt hvað er 50% og 100% af stærð eða fjölda

Mynstur og algebra

Nemandi á að:- geta kannað og tjáð sig um reglur í talnamynstrum og spáð

fyrir um framhaldið- geta leyst einföld dæmi þar sem eyður eru notaðar til að

tákna óþekkta stærð í jöfnu.

Rúmfræði

Nemandi á að:

Page 38: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- þekkja og geta teiknað punkt, línu, línustrik, samsíða línur, línur sem skerast og tvær línur hornréttar hvor á aðra

- geta flokkað horn eftir því hvort þau eru gleið hvöss eða rétt

- þekkja hring, þríhyrning, sexhyrning, ferning, rétthyrning og samsíðung

- kanna þrívíðar myndir t.d. teninga- kunna höfuðáttirnar í umhverfinu og á landakorti- geta merkt hnit heilla talna í hnitakerfi.

Tölfræði

Nemandi á að:- geta túlkað gögn sem sett eru fram í töflum og súluritum- geta safnað, skráð og flokkað gögn og sett þau fram í

töflum og súluritum- kynna sér hugtök eins og öruggt, sennilegt, óvíst,

ósennilegt, líklegt og ólíklegt.

Námsefni:- Eining 7 og 8, Við stefnum á deilingu, Við stefnum á

margföldun,Viltu reyna ?, Vasareiknir 1-5.

Námsmat:

Reglulegar kannanir yfir veturinn. Samræmt próf í október. Verklegt/munnlegt- og skriflegt próf í desember og maí.

Kristinfræði

Helstu markmið:

Nemandi á að: - kynnast sögum af Móse- þekkja sögur af fæðingu Jesú- kynnast jólasiðum í “gamla daga”- þekkja sögur af lífi og starfi Jesú- kannast við sögur af dauða og upprisu Jesú- kannast við kirkjulegar athafnir eins og skírn, fermingu og

jarðaför- þroska með sér tillitsemi og nærgætni- læra að meta hrós og læra að hvetja aðra.

Námsefni:

Page 39: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- Birtan og vinnuhefti um sama efniNámsmat:

- símat á vinnu og vinnubrögðum nemenda. könnun í maí.

Náttúrufræði

Helstu markmið:

Nemandi á að: - þjálfast í að beita aðferðum og vinnubrögðum

náttúrufræðinnar, einkum því að skoða, lýsa, mæla, flokka og túlka á sinn hátt

- veita nánasta umhverfi sínu athygli og öðlast skilning á ýmsum hugtökum tengdum náttúrunni, s.s veðurfræði, hringrás vatns, ljóstillífun, lífsferlum og fæðukeðjum

- gera sér grein fyrir því hvaða breytingar í náttúrunni má tengja árstíðaskiptum

- átta sig á hvað það er sem einkennir lifandi verur og greinir þær frá lífvana hlutum

s.s. hreyfing, næring, vöxtur og æxlun- kynnast eðli og eiginleikum seguls og þekkja hugtök tengd

honum- kynnast eðli og eiginleikum ljóss og þekkja hugtök tengd

því

Námsefni:- Náttúran allan ársins hring, Ljós og skuggar, Ekki er allt

sem sýnist: Ljós, Segull, Sól og skuggar - tengist námsefni í samfélagsfræði lífríki í sjó og fjöru- ýmiss forrit, myndbönd og fræðslurit

Námsmat: - vinnuhefti og virkni í tímum, sjálfsmat, könnun í lok

verkefna

Samfélagsfræði

Helstu markmið:

Nemandi á að: - öðlast skilning á því hvað hafið og lífríki þess er mikilvægt

fyrir lífsafkomu Íslendinga

Page 40: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- fræðast um lífríki í hafi og fjöru- fræðast um fiskvinnslu- fæðast um veiðarfæri og fiskiskip- kynnast helstu kennileitum í heimabyggð t.d. örnefnum og

vinnustöðum, sem tengjast fiskvinnslu og veiðum- kunna að nota landakort af Íslandi- þekkja algeng landafræðihugtök t.d. áttir, láglendi, firðir,

víkur og vogar- geta aflað sér heimilda á mismunandi hátt t.d. úr bókum, af

netinu og með vettvangsferðum- æfast í sjálfstæðum vinnubrögðum og samvinnu- kynnast nánasta umhverfi sínu með vettvangsferðum- kynna námsefnið fyrir félaga og foreldra

Námsefni:- Flýgur fiskisagan ásamt verkefnum- Ísland landið okkar.- Komdu og skoðaðu hafið- margskonar verkefni á neti og af gögnum skólans- ýmiss fræðirit t.d. á bókasafni

Námsmat: - vinnuhefti, sjálfsmat og virkni í tímum- könnun í lok verkefna

Tölvunotkun

Helstu markmið:

Nemandi á að: - tileinka sér jákvætt viðhorf til tölvuvinnslu- þjálfast í að umgangast tölvur sem sjálfsagt verkfæri- venja sig á rétta fingrasetningu- geta notað tölvu til að skrifa og prenta út texta- geta geymt eigin upplýsingar á tölvutæku formi með

skipulögðum hætti- kunna að leita að heimasíðum á Netinu- þekkja mun á kennsluforriti og tölvuleik

Námsefni:- Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti

Sigurðardóttir- kennsluforrit í eigu skólans, á netinu og verkefni sem

kennari tekur saman

Page 41: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Námsmat:- símat á vinnu og vinnubrögðum nemenda. metin

vandvirkni, virkni, áhugi, frumleiki- könnun í maí

Kennari: Guðrún Ásgeirsdóttir

Myndmennt

Nemandi á að:- þekkja sex lita hringinn- vinna með andstæða liti, heita og kalda liti, ljós og skugga- vinna með línur og áferð- þekkja hugtakið rými og geta náð að skapa rými í myndum- þekkja hugtökin jákvætt og neikvætt rými og beita þeim í myndgerð- kynnast einum til tveimur íslenskum listamönnum, ævisögu og verkum.

Námsefni:- Ýmis verkefni sem kennari tekur saman.

Námsmat :- Vinna og ástundun metin jafnt og þétt yfir veturinn.- Metin eru vandvirkni, ástundun og frágangur verkefna.

Kennari: Ólöf Þóranna HannesdóttirÍþróttir

Fyrstu skólaárin hafa börn yfirleitt mikla hreyfiþörf og gleðjast yfir hverjum leik. Við skipulagningu kennslunnar þarf að koma til móts við þessa þætti. Leikir og markvissar æfingar, sem stuðla að eflingu skynfæra líkamans og styrkja gróf- og fínhreyfingar. Skipa þessir þættir stóran sess í íþróttakennslu fyrstu skólaárin. Þá skal einnig tengja áðurnefnda þætti við markvissa uppbyggingu á almennri líkamshreysti og þreki. Nauðsynlegt er að nemendur séu látnir taka þátt í stöðluðum prófum til að hægt sé að meta hreysti þeirra og byggja upp kennsluna á markvissan hátt. Því þarf að leggja ríka áherslu á að þau öðlist jákvætt viðhorf til hreyfingar og að sjálfsmynd þeirra eflist með þátttöku í leikjum og fjölbreyttri hreyfingu. Nemendur eru með 3 kennslustundir á viku.

MarkmiðAð nemendur:

-læri og taki virkan þátt í margvíslegum leikjum og æfingum, sem jafnframt styrkja samskipti og samvinnu nemenda-læri að þekkja heiti helstu líkamshluta og hreyfinga-tileinki sér þær reglur og fyrirmæli sem í gildi eru í skólaíþróttum-upplifi skólaíþróttir á jákvæðan og skemmtilegan hátt

Page 42: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

-leysi verkefni af hendi þar sem tekið hefur verið tillit til annarra-öðlist skilning á neikvæðum samskiptaformum eins og stríðni og einelti-taki þátt í fjölbreyttum leikjum sem efla sjálfstraust, viljastyrk og áræði

ViðfangsefniEinfaldar æfingar og leikir sem ná til samspils skynfæra og útfærslu hreyfingaÞjálfun í notkun ólíkra áhaldaFjölbreyttir leikir og æfingar sem veita útrás fyrir hreyfiþörf og bæta líkamshreysti og þrekLeikrænar undirbúningsæfingar fyrir einstakar íþróttagreinarHreyfinám og íþróttaiðkun utanhússStöðluð próf til að meta líkamshreysti og liðleikaEinföld verkefni sem ná til sköpunar og leikrænnar tjáningar

NámsmatMæting, virkni og framkoma

Kennari: William Geir Þorsteinsson

5. bekkur. 2008-2009

Umsjónarkennari :Guðlaug Ragnarsdóttir

Íslenska Kennari: Guðlaug Ragnarsdóttir

LesturNemandi á að:

- ná góðum lestrarhraða og geta lesið af öryggi jafnframt að geta þroskað með sér góðan lesskilning

- þjálfast í að beita nákvæmnislestri og leitarlestri- ná tökum á að lesa fyrirmæli, fara eftir þeim og greina aðalatriði frá aukaatriðum- læra að velja sér bækur og lesa sér til ánægju og upplýsingaöflunar- fá tækifæri til að semja eigin spurningar- lesa heima reglulega kennsla í upplestri.

Page 43: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Námsefni:- bækur valdar eftir getu og áhugasviði hvers og eins- kennsluefni í glósutækni m.a. SSLSR

Talað mál og framsögnNemandi á að:

- geta tjáð sig skýrt og áheyrilega fyrir framan bekkjarfélaga sína- geta lesið upphátt sögur og ljóð með réttum áherslum- geta flutt og undirbúið eigin frásagnir- tileinka sér þær reglur sem gilda þegar margir þurfa að tjá sig í einu

Námsefni:- ýmis blöð, bækur og tímarit sem kennari tekur saman

Hlustun og áhorfNemandi á að:

- geta farið eftir munnlegum fyrirmælum kennara- þjálfast í að hlusta á upplestur- geta svara spurningum varðandi efni sem hlustað var á- þjálfast í að taka þátt í umræðum og hlusta á umræður- geta endursagt efni sem hann hefur hlustað á eða horft á

RitunNemandi á að:

- þjálfast í að skrifa tengda skrift og ná góðum skriftarhraða- þjálfast í að skrifa skýrt og greinilega og vanda allan frágang- þjálfast í að skrifa með skriftarpenna- semja sögur og ljóð- þekkja hugtökin upphaf, miðja og endir í frásögnum- geta gert stutta skriflega útdrætti úr lesnu efni- þjálfast í að nota orðabækur og önnur hjálpargögn við ritun- þjálfast í réttri fingrasetningu með ýmsum ritunarverkefnum- þjálfast í að nota tölvur við ritun- geta skrifað almennan texta rétt upp eftir upplestri- læra að fara eftir helstu stafsetningarreglum s.s;

ng og –nk reglunni, reglunni um stóran og lítinn staf, reglunni um n og nn og greininn og reglunni um i, í, og y, ý.

Námsefni:- Skrift 5 eftir Hörð Rafnsson og 4B (efni frá Síðuskóla)- Málshættir, samantekt kennara- Mál til komið ásamt vinnubók- Réttritunarorðabók ásamt vinnubókum

Page 44: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

BókmenntirNemandi á að:

- lesa ýmsar þjóðsögur og ævintýri- þekkja nokkra íslenska rithöfunda- lesa fjölbreytt efni sér til fróðleiks og áhuga- þjálfist í að hlusta á upplestur á sögum og ljóðum- læra utanbókar vísur og ljóð- þekkja hugtökin persóna, söguhetja, söguþráður og sögulok

Námsefni:- Blákápa- Ljóðabókin mín

MálfræðiNemandi á að:

- þekkja orðflokkana og helstu einkenni þeirra- geta fallbeygt nafnorð- þekkja eintölu og fleirtölu fallorða- þekkja stigbreytingu lýsingarorða- þekkja mun á nútíð og þátíð sagna- þekkja mun á samnöfnum og sérnöfnum- geta fallbeygt mannanöfn- þekkja kyn orða- þekkja ýmis orðtök og málshætti- fá tækifæri til að beita tungumálinu á fjölbreyttan hátt- fá tækifæri til að leika sér með tungumálið, t.d með myndagátum, krossgátum og

leikjumNámsefni:

- Málrækt- Egilssaga einhenda og Ásmundar berserkjabana- Litlu landnemarnir lesbók og vinnubók- Ýmis ljósrit

Námsmat:

- framsagnarpróf í desember og maí- próf í ritun og málfræði í annarlok- vinna nemenda metin jafnt og þétt yfir veturinn.

Símatið felur í sér að kennarinn metur:- frágang og vandvirkni- iðni og afköst- áhuga og frumkvæði- þekking og getu

Viðmið um árangur í lestri.

Page 45: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Raddlestur 200-270 atkv./ mín.Hljóðlestur / lesskilningur 80-120 orð á mín.

Page 46: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Stærðfræði KennariGuðlaug Ragnarsdóttir

Lausnir verkefna og þrautaNemandi á að:

- leysa verkefni og þrautir úr daglega lífinu- nota mismunandi aðferðir við að leysa flókin verkefni- fá tækifæri til að semja eigin þrautir

TölurNemandi á að:

- nota einföld brot í daglegu starfi- mæli og lesi tugabrot með tveggja stafa nákvæmni- kynnast hugtakinu að ganga upp í- sjá tengsl milli margföldunar og deilingar með 10- breyta einföldum almennum brotum í tugabrot

Reikniaðgerðir, reiknikunnátta og matNemandi á að:

- kunna margföldunartöflurnar- kunna að taka til láns og geyma- kunna að margfalda og deila með tveggja stafa tölu- æfa uppsetningu dæma í dæmahefti- kunna reglur við námundun- geta leyst einföld orðadæmi- geta lagt mat á hvort útkoma úr dæmum sé sennileg- vita hvaða reiknisaðgerðir parast saman

Hlutföll og prósenturNemandi á að:

- vita hvað er helmingur, þriðjungur og fjórðungur- geta metið hvort tiltekinn hluti er stór eða lítill hluti af heild- vita að helmingur er 50 %

Mynstur og algebraNemandi á að:

- leysa einföld dæmi þar sem eyður eru notaðar til að tákna óþekkta stærð í jöfnu- geta lesið úr töflum og gröfum

RúmfræðiNemandi á að:

- kunna að nota hugtökin rétt horn, hvasst og gleitt horn, viti að rétt horn er 90° og að hringur er 360°

- kunna að nota rúðunet og sentikubba til að ákvarða flatarmál og rúmmál- kunna að spegla einfaldar flatarmyndir um ás- kynnast hnitakerfinu og snúningi í því- geta teiknað þríhyrninga með réttu, hvössu og gleiðu horni

Page 47: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Tölfræði og líkindafræðiNemandi á að:

- geta safnað gögnum, flokka þau eftir tíðni og velji myndræna framsetningu- læra að nota hugtökin tíðni og meðaltal

Námsefni:- Geisli 1A og 1B- Þemahefti með Geisla, Dýr í Afríku, Mynstur og Töfrar. - Stjörnubækur- ýmis verkefni sem kennari tekur saman

Námsmat:- reglulegar kannanir yfir veturinn- próf í desember og maí

Lífsleikni Kennari: Guðlaug Ragnarsdóttir

Helstu markmið:Nemandi á að:

- fá þjálfun í að tjá hugsanir sína og skoðanir frammi fyrir bekknum- geta fylgt flóknu reglukerfi, í leik og starfi.- námstækni.

Námsefni:

- Verkefni frá Námsgagnastofnun og Manneldisráði- ýmislegt efni sem kennari tekur saman- Olweusverkefni

Náttúrufræði Kennari: Guðlaug Ragnarsdóttir

Nemandi á að:- þjálfast í að beita aðferðum og vinnubrögðum náttúrufræðinnar- læra að skoða, lýsa, mæla, flokka og túlka á sinn hátt- þroska með sér virðingu og samkennd með lífi, náttúru og umhverfi- kynnast nokkrum mikilvægum náttúrufræðihugtökum- kynnast helstu gróðursvæðum Íslands og þeim lífverum sem þar lifa- vita hvaða einkenni eru sameiginleg öllum lífverum- þekkja helstu þarfir plantna og dýra- þekkja hvernig lífverur eru háðar hver annarri um fæðu (fæðukeðjur / fæðuvefur)- þekkja ljóstillífun og mikilvægi hennar- þekkja flóru Íslands- þekkja villt íslensk spendýr og íslenska fugla- kynnast nánasta umhverfi sínu og vinna með það

Page 48: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Námsefni:- Lífríkið á landi ásamt vinnubók

Námsmat:- Virkni í tímum og vönduð vinnubók- Reglulegar kannanir og próf í annarlok

Kristinfræði Kennari: Guðlaug Ragnarsdóttir

Helstu markmið:Nemandi á að:

- lesa valdar frásagnir úr Gamla og Nýja testamentinu- kynnast kirkjuárinu og helstu hátíðum þess- læra boðorðin - þekkja aðdragandann að því að Íslendingar tóku kristni og sjálfri kristnitökunni á

Alþingi- fást við efni tengt sáttfýsi og fyrirgefningu og gildi þessa, bæði trúarlega og í

samskiptum manna á milli

Námsefni:- Brauð lífsins og vinnubók

Námsmat:- símat og virkni í tímum- próf í október, próf í desember og maí

Samfélagsfræði Kennari: Guðlaug Ragnarsdóttir

Helstu markmið:

Nemandi á að:- læra um landshluta staði og lesa um forynjur og tröll- lesa um krakka sem búa í mismunandi landshlutum- lita kort af hverjum landshluta- læra sögur af fundi Íslands og nokkrum landnámsmönnum , þar á meðal úr

heimabyggð- efla kunnáttu sína og skilning á sögulegum arfi Íslendinga- reyna að setja sig í spor landnámsmanna- hugleiða kosti og gæði landsins frá sjónarhóli landnámsmanna- kynna sér trú og siði fyrir og eftir kristnitöku- kynnast stéttaskiptingu landnámsmanna- kynnast hefðbundnum sögum sem sagðar eru af landnámsmönnum- kynnast Íslandi og landslagi þess- kynnast atvinnulífi, dýralífi og gróðri

Page 49: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Námsefni:- Landshorna á milli,vinnubók, kortabók- Landabréfabók- Landnám Íslands, vinnubók og ítarefni- vettvangsferð á Minjasafn Austurlands- vettvangsferð í heimbyggð á söguslóðir

Námsmat:- símat á vinnu og vinnubrögðum nemenda- vinnubækur- próf í lok annar

Eðlisfræði Kennari: Brynja Garðarsdóttir Nemandi á að:

- gera sér grein fyrir að til að hlutir sjáist verður ljós að berast frá þeim til augna okkar

- kynnast ljósspeglun og ljósbroti með því að vinna með speglun og mismunandi gagnsæ efni, s.s. vatn, gler og plast

- gera athuganir þar sem notaðar eru linsu og stækkunargler- fylgjast með tilraunum sem sýna að hlutir eru með tvenns konar hleðslu eftir því

hvernig þeir eru meðhöndlaðir- fjalla um áhrif rafnotkunar á samfélagið, t.d. lýsi degi án rafmagns- læra um gang reikistjarna,tungls og kynnast áhrifum tunglsins á jörðina- flóð og fjara- læra um jarðfræði og eldgos , jarðskjálfta - vinna með rafhlöður, ljósaperur, tengivír og rofa til að komast að niðurstöðu um

hvað þarf til að mynda rafstraum- læra að nota helstu mælieiningar

Námsefni:- Auðvitað bók 1

Námsmat:- kannanir 50%- vinnubrögð 50%

Page 50: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

EnskaKennari: Klara Sveinsdóttir

Helstu markmið:Nemandi á að:

- læra nægan orðaforða til að nota ensku til tjáskipta í skólastofunni- fá tækifæri til að tjá sig á ensku með þeim orðaforða sem unnið er með- geta lesið, skilið og þýtt einfaldar setningar- kunna tölur frá 0 – 100, litina, klukkuna, vikudagana og mánuðina

Námsefni:- Portfolio. Speak out, lestrarbók.- Work out, vinubók.

Námsmat:- símat á vinnu og vinnubrögðum nemenda- Próf í annarlok

Tölvunotkun Kennari: Guðrún Ásgeirsdóttir

Helstu markmið:Nemandi á að:

- hafa tileinkað sér jákvætt viðhorf til tölva- þjálfast í að umgangast tölvur sem sjálfsagt verkfæri- tileinki sér rétta fingrasetningu á lyklaborði- geta beitt þeim leitaraðferðum sem algengustu tölvukerfi bjóða upp á- geta geymt eigin upplýsingar á tölvutæku formi með skipulögðum hætti- geta notað einföld kennsluforrit við eigið nám- geta notað tölvu til að skrifa og prenta út eigin texta

Námsefni:- verkefni fyrir krakka í forritinu Word- verkefni sem kennari tekur saman

Námsmat:- símat á vinnu og vinnubrögðum nemenda

Myndmennt Kennari: Ólöf Þ. Hannesdóttir

Nemandi á að :

- þekkja möguleika línunnar og vinna með hana á markvissan hátt- geta skapað hreyfingu og kyrrð með ólíkum útfærslum línunnar- geta myndað samfellt mynstur- þekkja hugtakið sjónarhorn og gera verkefni tengd því- vinna með mynstur í tvívíðri og þrívíðri vinnu- gera sér grein fyrir mismunandi stöðu listamanna eftir tímabilum

Page 51: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- þekkja muninn á handverki og fjöldaframleiðslu- kynnast list víkingatímabilsins- geta gengið frá verkefnum, efnum og áhöldum- gera sér grein fyrir verðmæti og eiginleikum efna sem unnið er með

Námsefni:- Ýmis verkefni sem kennari tekur saman.

Námsmat :- Vinna og ástundun metin jafnt og þétt yfir veturinn

metin eru ástundun, vandvirkni og frágangur verkefna.

ÍþróttirKennari: Heimir Þorsteinsson

William Geir Þorsteinsson

Í þessum bekkjardeildum er lögð áhersla á styrkjandi og liðkandi æfingar sem leggja grunn að þreki og líkamsreisn hvers nemanda. Með tilliti til þroska taugakerfis þessa aldurshóps eru nemendur mjög móttækilegir fyrir öllu hreyfinámi og námsáhugi þeirra er yfirleitt mikill á þessum aldri. Því er einnig lögð áhersla á færnimiðuð markmið af ýmsum toga. Hér er m.a. um að ræða undirstöðuatriði helstu íþróttagreina sem stundaðar. Nauðsynlegt er á þessum aldri að huga að sérstöðu kynjanna, áhugasviði þeirra og hæfileikum. Þó svo að leikræn nálgun undirstöðuatriða ýmissa íþrótta, styrkjandi og mótandi æfingar ásamt leiknum sé rauður þráður í kennslunni skal huga vel að verkefnum sem efla félags-, tilfinninga- og siðgæðisþroska nemenda. Einnig skal á markvissan hátt efla þekkingu nemenda á íþróttum og heilsurækt. Nemendur eru með 3 kennslustundir á viku.

ÍþróttirMarkmið:Að nemendur: tileinki sér helstu atriði sem einkenna heilbrigðan lífsstíl tileinki sér slökunartækni öðlist skilning á mikilvægi íþrótta, útivistar og hreyfingar út frá félags- og menningarlegu

sjónarmiði öðlist þekkingu á áhrifum skipulagðrar þjálfunar á líkamann geri sér grein fyrir hlutverki sínu sem fyrirmynd annarra og skilji mikilvægi hvatningar bæti sjálfsmynd sína varðandi íþróttir, hreyfingu og útiveru

Viðfangsefni:Alhliða hreyfing verður í fyrirrúmi og reynt verður að kynna sem flestar íþróttagreinar. Þar á meðal eru:

Page 52: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

fimleikar frjálsar íþróttir körfuknattleikur knattspyrna blak handknattleikur badminton …. og ýmsar fleiri greinar!

Námsmat:Mæting, virkni og framkoma.

Sund Kennari: Stefanía Freysteinsdóttir

Vikustundir: 1Markmið:Að nemendur Þjálfist í æfingum sem viðhalda og bæta samhæfingu hreyfinga þjálfist í fjölbreyttum æfingum sem leggja grunn að bættri færni í sundaðferðunum þjálfist í undirbúningi fyrir flugsund taki þátt í ýmsum leikjum sem efla líkamsþol , auka kraft, hraða og viðbragð þekki helstu öryggisatriði sundstaða og geti brugðist rétt við þegar slys ber að höndum þjálfist í að detta í vatn í fötum og bjarga sér á sundi

5. sundstiga) 75 m bringusundb) 25 m skólabaksundc) 25 m skriðsund (með sundfitum)d) 12 m baksunde) stunga af bakkaf) kafa eftir hlut á 1-2 m dýpi, eftir 5 m sundg) troða marvaða í 20 – 30 sekh) 10 m flugsundsfótatök, með eða án hjálpartækjai) sund í fötum

Námsmat:Sundpróf

Page 53: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Hannyrðir Kennari: Sjöfn Magnúsdóttir

Markmið:

Nemandi á að:- geta beitt grunnreglum í litafræði í eigin sköpun með því að raða saman efnum

og/eða garni í mismunandi liti og tóna.Þæfing úr Íslenskri ull.- öðlast færni í að nota málband og setja merkingar á vefjarefni- þekkja undirtvinna, yfirtvinna, beint spor og sikk-sakk á saumavél- geta notað einfaldar sporgerðir á saumavél til skreytinga og frágangs- læra að prjóna brugðna lykkju og skipta um lit á garni í prjóni- vinna eftir einföldum, skriflegum vinnuleiðbeiningum- skilja aðaleinkenni í vinnuferli handverks frá hugmynd að fullunnum hlut- skilja tilgang þess að nota viðeigandi áhöld við vinnuna- þekkja helstu hugtök og heiti sem unnið er með- gera sér grein fyrir mikilvægi vandaðra vinnubragða og góðrar umgengni- geta unnið eftir fyrirmælum kennara

Námsmat:Vinna og ástundun nemenda metin jafnt og þétt yfir veturinn.Símatið felur í sér að kennarinn metur

- umgengni, verklag og vandvirkni- hugmyndaauðgi, iðni og afköst

Tónmennt Kennari: Egill Jónsson

Nemandi á að:- syngja lög, íslensk og erlend- hlusta á tónlist og hljóð- hreyfa sig eftir tónlist- læra um nótur, fara nánar út í lengdargildi, geta skrifað þær- þekkja mun á mismunandi ferli laglínu- geta formgreint létt lög- læra að heyra mismunandi hljóðblæ- spila á skólahljóðfærin

Námsefni :- kennslubækur ásamt tilheyrandi fylgiheftum og hlustunarverkefnum.- Lagahefti og verkefni útbúin af kennara.

Námsmat:- Verkefni og virkni nemenda metin jafnt og þétt yfir veturinn, og próf að vori.

Page 54: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Smíðar Kennari: Vilhelmína Sigríður SmáradóttirMarkmið:

- Stuðla að vinnugleði í smíðastofu.- Læra að vinna með og umgangast aðra nemendur.- Öll verkefni eru unnin úr tré.

Nemandi á að:- Þekkja öryggisbúnað og reglur sem gilda í smíðastofunni.- Þekkja heiti helstu verkfæra.- Geta notað einföld handverkfæri, t.d. sög, þjöl, hamar, þvingur,hefil.- Kunna að pússa og vinna efni undir yfirboðsmeðferð.- Bera sig rétt að í vinnu.- Hafa öðlast jákvætt viðhorf til verkmenntunar.- Geta gengið frá verkfærum eftir sig og sópað vinnusvæði.

Námsmat:

- Vinna og ástundun nemenda metin jafnt og þétt yfir veturinn.- Símatið felur í sér að kennarinn metur:- Umgengni.- Verklag og vandvirkni.- Iðni og afköst.

Heimilisfræði Kennari: Jenný Jörgensen

Nemandi á að:- gera sér grein fyrir því að góðar neysluvenjur eru mikilvægar heilsunnar vegna- kunna skil á þeim áhöldum sem nota þarf við matreiðslustörf- geta notað allar mæliskeiðarnar, dl-mál og lítramál og geti mælt ¼ og 3/4

- geta unnið eftir skriflegum uppskriftum- fá þjálfun í að búa til einfalda rétti - geta bakað einfalt brauð- hafa tileinkað sér persónulegt hreinlæti- temja sér að halda vinnusvæði sínu hreinu og þeim áhöldum sem notuð eru- temja sér að bragða með jákvæðu hugarfari á öllum matvælum sem unnið er með,

matvendni er slæmur ávani- geta unnið með öðrum og sýnt tillitssemi- geta unnið með jákvæðu hugarfari

Page 55: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

6. bekkurUmsjónarkennari: Kristín Guðmundsdóttir

Íslenska Kennari: Kristín Guðmundsdóttir

LesturNemandi á að:

- lesa skýrt, ná góðum leshraða og geti lesið af öryggi og með viðunandi skilningi almennan texta

- ná góðum tökum á að greina aðalatriði frá aukaatriðum í lesnum texta- velja sér bækur, af skólasafni eða annars staðar frá, til að lesa sér til ánægju- gera sér grein fyrir mikilvægi góðrar lestrarkunnáttu í upplýsingasamfélaginu- lesa reglulega heima

Fyrirkomulag kennslunnar:Nemendur lesa upphátt fyrir foreldra sína minnst fjórum sinnum í viku (20 sinnum í mánuði) 1-4 bls. og foreldri staðfesti hlustun. Ef barn er búið að ná hraðatakmarki finna kennari, foreldri og barn lausn á lestraræfingu heima.Lestrartörn (2-3 vikur) tvisvar á skólaári, þar sem nemendur lesa í hljóði sögubækur að vild og getu og gera síðan grein fyrir efninu.

Námsefni:- Rauðkápa og aðrar bækur að vali kennara og nemenda

Námsmat:- hraðapróf í lestri- framsagnarpróf- lesskilningspróf

Viðmið um árangur í lestri:- raddlestur 230-300 atkv./mín.- hljóðlestur / lesskilningur 80-120 orð á mín.

Talað mál og framsögnNemandi á að:

- geta tjáð sig frammi fyrir bekkjarfélögum sínum og stærri hópum- geta tjáð sig munnlega við lausn margvíslegra verkefna í minni og stærri hópum- geta lesið upphátt sögur og ljóð með réttum áherslum- fara eftir þeim reglum sem gilda þegar margir þurfa að tjá sig í einu- temja sér að tala skýrt og áheyrilega við öll tækifæri

Page 56: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Námsefni:- Ljóðspor, ýmsar bækur, t.d. ljóðabækur

RitunNemandi á að:

- skrifa tengda skrift í allri ritun og nái góðum skriftarhraða- skrifa skýrt og greinilega og vanda allan frágang- þekkja hugtökin upphaf, miðja og endir í frásögn og geti nýtt sér þau í eigin ritun- geta skráð aðalatriði úr texta- geta skrifað almenna texta rétt eftir upplestri- geta notað tölvur við ritun og frágang skriflegra verkefna- læra að fara eftir flestum stafsetningarreglum

Námsefni:- skriftarbækur, Skræða, Mál í mótun, Ritum rétt, Stafsetning og aukaverkefni frá

kennara.

Námsmat:- skriftarpróf- mat á skriftarbókum- mat á skrift í vinnubókum- stafsetningarpróf

BókmenntirNemandi á að:

- lesa sögur, ævintýri, þjóðsögur og lengri bækur- lesa fjölbreytt efni sér til fróðleiks og skemmtunar að eigin vali miðað við

lestrargetu og áhuga- læra utanbókar vísur og ljóð- gera sér grein fyrir hugtökunum aðal- og aukapersónur, söguþráður, umhverfi,

boðskapur og sögulok- þekkja hugtökin persóna, söguhetja, söguþráður og sögulok

Námsefni:- Rauðkápa, Skræða, og aðrar bækur að vali kennara- Ljóðspor og aðrar ljóðabækur að vali kennara

Námsmat:- mat á vinnubókum- skrifleg próf

MálfræðiNemandi á að:

Page 57: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- gera sér grein fyrir að öllum orðum er skipt í flokka eftir formlegum og merkingarlegum einkennum

- þekkja orðflokkana: nafnorð, sagnorð og lýsingarorð og helstu einkenni þeirra- geta sambeygt algeng nafnorð og lýsingarorð í eintölu og fleirtölu- læra að fallbeygja mannanöfn- gera sér grein fyrir stigbreytingu og kynbeygingu lýsingarorða- átta sig á muninum á nútíð og þátíð sagna og geti breytt tíð frásagna- þekkja mun samnafna og sérnafna og kyn orða og geti nýtt sér þá þekkingu við

stafsetningu- vinna með stofn orða og geta nýtt sér þá kunnáttu við stafsetningu

Námsefni:- Málrækt 2, Nafnakver, Skræða, lesbók og vinnubækur 1 og 2 og annað námsefni

að vali kennara

Námsmat:- símat- próf í málfræði

Stærðfræði Kennari: Kristín Guðmundsdóttir

Nemandi á að:- öðlast færni í undirstöðuatriðum stærðfræðinnar- geta nýtt sér kunnáttuna í daglegu lífi- temja sér að spyrja spurninga um verkefni í því skyni að öðlast betri skilning á því- temja sér að prófa lausnir í samhengi við upphaflegt verkefni

Helstu áherslur vetrarins:- samlagning, frádráttur, margföldun og deiling- margföldun með 2ja og 3ja stafa tölu- deiling með 2ja stafa tölu- flatarmál rétthyrnings, þríhyrnings og samsettra hyrninga, kynning á fermetra

(m2)- notkun gráðuboga, hornasumma ferhyrnings og þríhyrnings- tugabrot: sætisgildi, stærð, röðun, margföldun, deiling, breyta alm. broti í tugabrot- skilja hugtakið prósent, reikna prósent af heilum hundruðum- almenn brot: samlagning, frádráttur, margföldun, stærð og röðun, samnefnd brot,

breyta eiginlegu broti í heila tölu eða heila tölu og brot- speglun og hliðrun í hnitakerfi, speglunarásar- negatífar tölur: samlagning og frádráttur í samb. við talnalínu, vita hvað eru

andhverfar tölur- jöfnur, lausnamengi og hlutföll- tölfræði: tíðnitöflur, súlurit og línurit- rúmmál

Page 58: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- þrautalausnir- notkun vasareiknis og hringfara (sirkils)

Sundurliðuð markmið.

Lausnir verkefna og þrautaNemendur:

- temji sér að spyrja spurninga um verkefni í því skyni að öðlast betri skilning á því- temji sér að prófa lausnir í samhengi við upphaflegt verkefni- öðlist skilning á grundvallarreglum talnareiknings og viti að þekking á þeim getur

auðveldað útreikninga-

Tengsl við daglegt líf og önnur sviðNemendur:

- beiti stærðfræði í öðrum námsgreinum, t.d. heimilisfræði og handmennt- kynnist skiptingu hringsins í 360°- breyti km í m, m í dm og cm, cm í mm og l í ml

TölurNemendur:

- sjái hvenær tvö almenn brot eru jöfn- geti raðað tugabrotum eftir stærð- kunni margföldunartöfluna- kynnist deilingu með afgangi- breyti tugabrotum með tvo aukastafi í almenn brot

Reikniaðgerðir, reiknikunnátta og matNemendur:

- kynnist hlutverki núllsins í samlagningu og kynnist núlli í margföldun- margfaldi og deili í tugabrot með einum aukastaf með heilli tölu- leggi saman samnefnd brot- noti reiknivélar við ýmsar reikningsaðgerðir- kynnist aðferðum við hugarreikning (s.s. dreifireglu, tengireglu og víxlreglu) og

þjálfist í notkun hugarreikningsHlutföll og prósentur

Nemendur:- kynnist notkun orðsins hlutfall og geti fundið tiltekinn hluta af heild- reikni % af heilum hundruðum- breyti prósentum í almenn brot

Mynstur og algebraNemendur:

- setji tölur inn fyrir breytur í einföldum stærðum- finni tölu sem x stendur fyrir í jöfnu

RúmfræðiNemendur:

- telji hliðar, brúnar og horn á margflötungum- teikni og mæli horn- kanni hvaða reglulegir margflötungar geta þakið flöt- mæli rúmmál í ml

Page 59: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Tölfræði og líkindafræðiNemendur:

- geti fundið meðaltal og miðgildi- geti rætt rangar og misvísandi tölfræðilegar upplýsingar- safni gögnum, flokki þau eftir tíðni og velji myndræna framsetningu

Námsefni:- Geisli 2. Vinnubækur 2A og 2B. Stjörnubækurnar og ýmis verkefni frá kennara.

Stærðfræði 4A og Stærðfræði 4B.Námsmat:

- vinna nemenda í tímum,- símat- annarpróf

Íþróttir

Kennarar: Heimir Þorsteinsson William Geir Þorsteinsson

Í þessum bekkjardeildum er lögð áhersla á styrkjandi og liðkandi æfingar sem leggja grunn að þreki og líkamsreisn hvers nemanda. Með tilliti til þroska taugakerfis þessa aldurshóps eru nemendur mjög móttækilegir fyrir öllu hreyfinámi og námsáhugi þeirra er yfirleitt mikill á þessum aldri. Því er einnig lögð áhersla á færnimiðuð markmið af ýmsum toga. Hér er m.a. um að ræða undirstöðuatriði helstu íþróttagreina sem stundaðar. Nauðsynlegt er á þessum aldri að huga að sérstöðu kynjanna, áhugasviði þeirra og hæfileikum. Þó svo að leikræn nálgun undirstöðuatriða ýmissa íþrótta, styrkjandi og mótandi æfingar ásamt leiknum sé rauður þráður í kennslunni skal huga vel að verkefnum sem efla félags-, tilfinninga- og siðgæðisþroska nemenda. Einnig skal á markvissan hátt efla þekkingu nemenda á íþróttum og heilsurækt. Nemendur eru með 3 kennslustundir á viku.

ÍþróttirMarkmið:Að nemendur:tileinki sér helstu atriði sem einkenna heilbrigðan lífsstíltileinki sér slökunartækniöðlist skilning á mikilvægi íþrótta, útivistar og hreyfingar út frá félags- og menningarlegu sjónarmiðiöðlist þekkingu á áhrifum skipulagðrar þjálfunar á líkamanngeri sér grein fyrir hlutverki sínu sem fyrirmynd annarra og skilji mikilvægi hvatningarbæti sjálfsmynd sína varðandi íþróttir, hreyfingu og útiveru

Viðfangsefni:Alhliða hreyfing verður í fyrirrúmi og reynt verður að kynna sem flestar íþróttagreinar. Þar á meðal eru:

fimleikar

Page 60: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

frjálsar íþróttirkörfuknattleikurknattspyrnablakhandknattleikurbadmintonbandyog fleiri greinar

Námsmat:Mæting, virkni og framkoma.

SundKennari: Stefanía Freysteinsdóttir

Vikustundir: 1Markmið:Að nemendur· Þjálfist í æfingum sem viðhalda og bæta samhæfingu hreyfinga· þjálfist í fjölbreyttum æfingum sem leggja grunn að bættri færni í sundaðferðunum· þjálfist í undirbúningi fyrir flugsund· taki þátt í ýmsum leikjum sem efla líkamsþol , auka kraft, hraða og viðbragð· þekki helstu öryggisatriði sundstaða og geti brugðist rétt við þegar slys ber að höndum· þjálfist í að detta í vatn í fötum og bjarga sér á sundi

5. sundstiga) 200m bringusundb) 50 m skólabaksundc) 25 m skriðsund (með sundfitum)d) 25 m baksunde) stunga af bakkaf) kafa eftir hlut á 1-2 m dýpi, eftir 5 m sundg) 15 m björgunarsund með jafningjah) 10 m flugsundsfótatöki) sund í fötumj) 8 m kafsundk) 25 m bringusund á tíma

NámsmatSundpróf

Page 61: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

KristinfræðiKennari: Kristín Guðmundsdóttir

Nemandi á að:- þekkja grundvöll kristinnar sköpunartrúar og geri sér ljósa ábyrgð mannsins á

sköpunarverkinu, sjálfum sér og náunga sínum- fá tækifæri til að ræða mismun á trú og vísindum í tengslum við sköpunartexta

Biblíunnar- kynnast dómara- og konungatímabilinu í sögu Ísraelsþjóðarinnar þar til ríkið

klofnar, speki Salómons og sálmum Davíðs- kynnast og geti dregið lærdóm af nokkrum dæmisögum Jesú- þekkja atburði páskadags og hina kristnu upprisutrú- öðlast þekkingu á atburðum hins fyrsta hvítasunnudags og kynnist

frumsöfnuðinum- þekkja postullegu trúarjátninguna- fást við siðferðileg efni

Námsefni:- Kristinfræði – Ljós heimsins- vinnubók og verkefni

Námsmat:- vinna nemenda í tímum metin ásamt könnunum sem lagðar eru fyrir jafnt og þétt

yfir veturinn

Lífsleikni/BekkjarfundirKennari: Kristín Guðmundsdóttir

Nemandi á að:- vita að hver og einn hefur persónuleg og tilfinningaleg mörk sem hægt er að

ganga of nærri með neikvæðum áreitum- geta komið sér saman um sanngjarnar leikreglur og metið ólíka kosti með

gagnrýnu hugarfari- geta nýtt sér upplýsingar úr fjölmiðlum og öðrum miðlum um daglegt líf og

nauðsynjar- kynnast ýmsum aðferðum námstækni og þjálfast í notkun þeirra- geti gert sér í hugarlund hvernig ákafar og stjórnlausar tilfinningar geta brotist út í

ofbeldi eða annarri neikvæðri og vanhugsaðri hegðun- gera sér grein fyrir að öll erum við ólík, geta sett sig í spor annarra og finna til

samkenndar með þeim- þekkja vel starfshætti, reglur, skipulag og áherslur skóla síns

Page 62: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Námsefni:- ýmis blöð, bækur og myndbönd sem kennari og námsráðgjafi taka saman

Námsmat:- virkni og vinna nemenda í tímum

Samfélagsfræði

LandafræðiKennari: Kristín Guðmundsdóttir

Nemandi á að:- læra að lesa af hefðbundnu staðfræðikorti upplýsingar um landslag, landnotkun,

búsetu og samgöngukerfi- þekkja á Evrópukorti nöfn og legu Norðurlandanna, stærstu borgir, ár, vötn, eyjar

og fjallgarða- kynnast landslagi, náttúrufari og auðlindum Norðurlandanna ásamt því að þekkja

megineinkenni gróðurfars og loftlags- þekkja helstu menningareinkenni Norðurlandabúa eins og tungumál, lífskjör og

menntamál ásamt helstu atvinnuvegum þeirra- öðlast þekkingu á því á hvaða sviðum Norðurlandaþjóðirnar eiga með sér

samstarf og í hverju það felst

Námsefni:- Norðurlöndin, kortabók, myndbönd og verkefni frá kennara

Námsmat:- vinna nemenda í tímum metin ásamt könnunum sem lagðar eru fyrir jafnt og þétt

yfir veturinn

Page 63: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Saga Kennari: Kristín Guðmundsdóttir

Nemandi á að:- kynnast ferðum og landafundum Leifs Eiríkssonar- efla kunnáttu sína og skilning á sögulegum arfi Íslendinga- kynnast siglingaleiðum víkinga , siglingatækni og farkostum- kynnast daglegu lífi, ættartengslum og skyldum gagnvart ættingjum - kynnast fjölbreytilegum þáttum mannlífs og menningar á tímum landafundanna- kynnast störfum og húsakynnum landnámsmanna- kynnast matargerð og lækningamætti jurta sem notaðar voru á þessum tíma- kynnast sögu Snorra Sturlusonar og ritum hans

Námsefni:- Leifur Eiríksson – á ferð með Leifi heppna, verkefnabók- Snorra saga

Námsmat:- vinna og virkni nemenda í tímum metin ásamt lokaprófi að vori

Náttúrufræði Kennari: Kristín Guðmundsdóttir

Nemandi á að:- gera sér grein fyrir að lífríki og umhverfi sjávar er mjög fjölbreytt- gera sér grein fyrir tengslum búsvæða og lífríkis- öðlast skilning á flóknum fæðuvef hafsins- gera sér grein fyrir að maðurinn getur með umgengni sinni haft veruleg áhrif á

lífríki hafsins- öðlast skilning á hugtakinu vistkerfi- öðlast þekkingu á aðlögun og líffræði lífvera í söltu vatni- upplifa náttúruna í heimabyggð, þjálfast í að lesa hana, safna gögnum og vinna úr

þeim- þjálfast í notkun aðferða, áhalda og tækja

Námsefni:- Lífríkið í sjó - verkefnablöð frá kennara- myndbönd, vefsíður, og ítarefni frá kennara

Námsmat:- kannanir - áhugi og virkni í tímum og vettvangsferðum

Page 64: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Eðlis- og efnafræðiKennari: Brynja Garðarsdóttir

Nemandi á að:- kynnist gangi reikistjarnanna og tunglsins- læra lengdar , hraða og tímamælingar- læra um sögu vísindanna - læri um eldgos og jarðskjálfta- gera sér grein fyrir mikilvægi þess að mælingar séu nákvæmar- þroska með sér ályktunarhæfni og skrá niðurstöður á skipulegan hátt- skilja að efni breytir um ham við ákveðið hitastig- gera sér grein fyrir mikilvægu samspili hafs, lofts og lands og afleiðingum þess á

veðurfar- gera sér grein fyrir ástæðum mismunandi lofslags og veðurfars- skilja hver áhrif veðurfars eru á lífríki jarðarinnar- læra um þyngdarkraft og núningskraft- læra um flotkraft- læra um hljóð og tónhæð- læra um lofthjúpinn

Námsefni:- Auðvitað, bók 2- ýmislegt efni frá kennara

Námsmat:- vinna nemenda í tímum metin ásamt könnunum sem lagðar eru fyrir jafnt og þétt

yfir veturinn 20%- kannanir 80%

EnskaKennari: Klara Sigríður Sveinsdóttir

Nemandi á að:- skilja texta af margvíslegri gerð- vera færir um að taka þátt í samskiptum á ensku innan kennslustofunnar, við

kennara og samnemendur- geta skrifað stutta, einfalda texta, skipulega, skiljanlega og viðeigandi eftir

fyrirmyndum- fá þjálfun í réttri stafsetningu algengra orða sem koma fyrir í námsefni

Námsefni:

Page 65: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- Build up 1. - Dickory- Aukaefni frá kennara

Námsmat:- Munnleg próf- Verkefnavinna- lokapróf

HannyrðirKennari: Sjöfn Magnúsdóttir

Markmið

Nemandi á að:

- geta unnið mynstur þar sem formum er raðað saman- öðlast færni í að sníða úr textílefni eftir eigin pappírssniði og mæla fyrir saumförum- geta lært að spóla og þræða tvinna á saumavél- geta saumað óregluleg form á saumavél- geta skreytt nytjahlut með hjálp saumavélar- læra að hekla loftlykkjur, fasthekl og/eða stuðlahekl- geta notað skriflegar leiðbeiningar og handbækur- geta sýnt fram á skipulögð og vönduð vinnubrögð- geta sýnt fram á sjálfstæði í lita- og efnisvali við eigin sköpunarverk- geta þæft úr ull- þjálfast í að skoða og meta fullunna afurð sína og annarra og tjá sig munnlega um það- gera sér grein fyrir að mistök og tilviljanir geta leitt til óvænts árangurs

Námsmat:Vinna og ástundun nemenda metin jafnt og þétt yfir veturinn. Símatið felur í sér að kennarinn metur- umgengni- verklag og vandvirkni- hugmyndaauðgi- iðni og afköst

Hönnun og smíðiKennari: Vilhelmína Sigríður Smáradóttir.

Nemandi á að:- þekkja öryggisbúnað og reglur sem gilda í smíðastofunni- þekkja heiti helstu verkfæra

Page 66: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- geta notað einföld verkfæri, t.d. sög, þjöl, hamar, þvingur, hefil- geta notað áhöld sem tengjast vinnu við gler.- bera sig rétt að við vinnu- hafa öðlast jákvætt viðhorf til verkmenntunar- geta gengið frá verkfærum eftir sig og sópað vinnusvæðið

Markmið:- Stuðla að vinnugleði í smíðastofu- Læra að vinna með og umgangast aðra nemendur- Að kynnast vinnu með koparfólíu, plexigler og mósaík

Námsmat:- Vinna og ástundun nemenda metin jafnt og þétt yfir veturinn. Símatið felur í sér

að kennarinn metur:- umgengni- verklag og vandvirkni- iðni og afköst

TónmenntKennari: Egill Jónsson

Nemandi á að:- syngja lög, íslensk og erlend- hlusta á tónlist og hljóð- kynna lög sem þeir velja sjálfir- kynna hljóðfæri- halda við kunnáttu um laglínu, lengdargildi, hryn, form, styrk og blæ - spila á skólahljóðfærin

Námsefni :- Tónmennt 4. hefti, kennslubók ásamt verkefnabók og hlustunarefni- Lagahefti og verkefni útbúin af kennara

Námsmat:- Verkefni og virkni nemenda metin jafnt og þétt yfir veturinn- próf að vori

Tölvunotkun Kennari: Kristín Guðmundsdóttir

Nemandi á að:- tileinka sér jákvætt viðhorf til tölva og þjálfist í að umgangast þær sem sjálfsagt

verkfæri

Page 67: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- hafa skilning á siðferðilegri ábyrgð sinni við framsetningu efnis, á vef og í tölvupósti

- þjálfa rétta fingrasetningu á lyklaborði- geta beitt þeim leitaraðferðum sem algengustu tölvukerfi bjóða upp á- geta geymt eigin upplýsingar á tölvutæku formi með skipulögðum hætti- geta notað ýmis forrit sér til gagns- geta sett inn myndir, gröf og töflur í texta- geta notað tölvu til að skrifa og prenta út eigin texta- geta notað einföld kennsluforrit við eigið nám- geta notað kennsluvefi sér til gagns

Námsefni: - Bók eftir Arndísi Hilmarsdóttur, publisher og powerpoint

Námsmat:- mat á vinnu og vinnubrögðum nemenda yfir veturinn

MyndmenntKennari: Ólöf Þ. Hannesdóttir

Nemandi á að :- kunna skissugerð og öðlast skilning á mikilvægi hennar sem eðlilegs hluta af

vinnuferli- geta unnið eftir skipulegu vinnuferli sem hefur upphaf og endi- vinna með stærðir og hlutföll- læra hvernig stærðarhlutföll, skörun og litir geta skapað rými í myndum- skoða hvernig veðurfar hefur áhrif á liti umhverfisins- geta beitt litum til að ná fram áhrifum í mynd- blanda saman ólíkum efnum í sömu mynd, þ.e. nota blandaða tækni- þekkja tengsl hönnunar við eigin raunveruleika- þekkja feril hönnunar frá hugmyndum til vöru- skoða mynddæmi um rýmislist (landslagslist, landslagsarkitektúr, byggingarlist

og innsetningar)- skoða ýmis verk unnin í anda impressjónisma og hver helstu einkenni þeirra eru- kynnast expressjónisma og þekkja helstu einkenni hans- geta lýst myndum munnlega og skriflega og túlkað innihald þeirra- geti gengið frá verkefnum efnum og áhöldum- geri sér grein fyrir verðmæti og eiginleikum efna sem unnið er með.

Námsefni :- ýmis verkefni sem kennari tekur saman

Námsmat :- skrifleg verkefni og próf- vinna og ástundun metin jafnt og þétt yfir veturinn

Page 68: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- metin eru ástundun, vandvirkni og frágangur verkefna

Page 69: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

7. bekkur Kennari: Sigríður Helga Ármannsdóttir,

til aðstoðar Hrafnhildur Þórarinsdóttir.

Íslenska

Lestur

Nemandi á að:- ná góðum leshraða og geta lesið af öryggi og með viðunandi skilningi almenna

texta- geta gert stuttan útdrátt úr efni sem hann hefur lesið- taka þátt í umræðum um lesna texta- þjálfast í að lesa ólíka texta með gagnrýnu hugarfari- geta lesið upphátt sér og öðrum til ánægju

Heimanám:- lesið upphátt fyrir foreldra minnst einu sinni í viku (4 sinnum í mánuði) 1-4 bls.

Lesið að auki í hljóði minnst fjórum sinnum í viku.- lestrartörn í 2-3 vikur tvisvar á skólaári, þar sem nemendur lesi í hljóði sögubækur

að vild og getu og geri síðan grein fyrir efninu

Námsefni:- Grænkápa, Lestrarbækur - bækur og efni sem nemendur og kennari velja í sameiningu

Námsmat: - framsagnarpróf

Hlustun og áhorf

Nemandi á að:- þjálfast í að hlusta á flókin fyrirmæli og fara eftir þeim- geta hlustað á frásögn og gert grein fyrir meginatriðum- þjálfast í að hlusta á upplestur ýmiss konar bókmenntaefnis- tileinka sér viðeigandi framkomu þegar hlustað er, t.d. á upplestur eða frásagnir

Málfræði

Nemandi á að:

Page 70: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- geta greint sagnorð og helstu fallorð, þ.e. nafnorð, lýsingarorð og fornöfn, í flokka af nokkru öryggi

- geta fundið föll nafnorða, tölu og kyn- þekkja nútíð og þátíð sagnorða- geta fundið nafnhátt sagna- þekkja mun á setningu, málsgrein og efnisgrein- geta nýtt sér orðabækur, handbækur og málfræðiforrit og nýti sér málfræðilegar

upplýsingar sem þar er að finna, t.d. um kyn orða og beygingu

Námsefni:- Skrudda, lesbók- Mál er miðill, verkefnabók- Skrudda, verkefnabók 1 og 2- Fallorð, Sagnorð og Smáorð- Ýmis ljósrit af skólavef

Námsmat - skriflegt próf

Bókmenntir

Nemandi á að:- lesa og ræða um mismunandi texta, smásögur, þjóðsögur, goðsögur og ævintýri- lesa og ræða ítarlega um bækur sem fjalla um reynsluheim barna - læra utanbókar nokkrar vísur og ljóð og kynnast mismunandi ljóðagerð- þekkja hugtökin rím, stuðlar, braglína, persónugerving og líking

Námsefni:- Grænkápa- Ljóðspor- Ljóð frá kennara úr ýmsum áttum

Námsmat:- skriflegt próf

Ritun-Stafsetning

Nemandi á að:- ná valdi á helstu atriðum stafsetningar

Page 71: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- þjálfast í að nota stafsetningarorðabók við ritun- þjálfast í uppsetningu og frágangi á eigin texta- þróa persónulega rithönd í ritunarverkefnum- geta skrifað skilmerkilega um eigin reynslu, hugsanir og tilfinningar- geta skrifað útdrætti og endursagnir úr munnlegu og skriflegu efni

Námsefni:

- Stafsetning- Réttritunarorðabók- málshættir- Skrift 7- Skrudda, grunnbók og vinnubók- Mál er miðill, lesbók - Stafsetningarverkefni

Námsmat:- stafsetningarpróf- skriftarpróf- frágangur og vandvirkni metin

Talað mál og framsögn

Nemandi á að:- geta tjáð sig frjálslega frammi fyrir bekkjarfélögum- geta sagt skipulega frá eigin reynslu og upplifun- geta lýst munnlega ýmsum hlutum eða athöfnum úr nánasta umhverfi- geta endursagt og/eða lesið upphátt sögur og ljóð með viðeigandi áherslum og

túlkun

Námsefni: - Ljóðspor og aðrar ljóðabækur

- ýmsar bækur, blöð og tímarit sem kennari tekur saman- efni sem kemur frá stjórnendum Stóru upplestrarkeppninnar

myndbandið : Hátt og snjallt

Stærðfræði Kennari: Sigríður Helga Ármannsdóttir.

Page 72: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Nemandi á að:- temja sér að spyrja spurninga um verkefni í því skyni að öðlast frekari skilning- glíma við flókin viðfangsefni með því að búa til töflur, mynstur eða reglu- setja stærðfræðileg hugtök í samband við hversdagslega hluti- bera saman almenn brot og tugabrot- vinna með neikvæðar tölur- vinna með afgang við deilingu- finna hluta af heilum tölum t.d. 3/5 hluta af 100- reikna brot og prósentur- kynnast flatarmáli, rúmmáli, rúmfræði, stæðum og jöfnum- vinna með tölfræðileg gögn

Námsefni:

- Geisli 3 grunnbók og Vinnubækur 3Aog 3B- verkefni og aukadæmi og/eða bækur frá kennara

Námsmat: - reglulegar kannanir yfir veturinn

- próf í annarlok - frágangur á stærðfræðibók - vinna í tímum

Landafræði Kennarar: Sigríður Helga Ármannsdóttir.

Nemandi á að:- þekkja á Evrópukorti nöfn og legu ríkja í Evrópu auk stærstu áa, vatna, hafa og

fjallgarða- fjalla um borgir landa í Evrópu- kynnast nokkrum gerðum þemakorta af Evrópu- þekkja einstök menningarsvæði í Evrópu, t.d. Norðurlönd, Eystrasaltssvæðið og

Norður–Evrópu- fjalla um hugtök eins og ríki, menning, land, þjóð og landamæri- geta aflað sér upplýsinga um einstök svæði í bókum eða á veraldarvefnum

Námsefni:- Evrópa – álfan okkar og vinnubók frá kennara- kortabók og kortavinnubók

Námsmat:- meðaltal prófa- mat á vinnu nemenda í tímum- frágangur á verkefnum

Page 73: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Lífsleikni - bekkjarfundir Kennarar: Sigríður Helga Ármannsdóttir

Nemandi á að:- velta fyrir sér ýmsum hliðum þess að breytast úr barni í ungling- muna að mannleg samskipti skipta sköpum í daglegri umgengni við fólk- vita hvert á að leita þegar hætta steðjar að og hvernig á að bregðast við

hættuástandi- læra að skipuleggja nám sitt og vera meðvitaður um eigin ábyrgð á náminu- læra glósutækni- læra að setja upp ritgerðir með því að nota hugarkort

lögð verða fyrir hópeflisverkefni, þeim er stýrt af námsráðgjafareglulega verða haldnir bekkjarfundir og unnið út frá hugmyndafræði Dan Olweus

Kristinfræði Kennarar: Hrafnhildur Þórarinsdóttir

Nemandi á að:- kynnast þáttum úr sögu Ísraelsþjóðar frá því að ríki þeirra klofnaði og til

heimkomunnar frá útlegðinni í Babýlon- þekkja dæmi um nokkra spámenn - fá vitneskju um aðstæður gyðinga síðustu aldirnar fyrir Krist og yfirráð stórvelda

við Miðjarðarhaf - verða kunnugur meginefni Matteusarguðspjalls- kynnast kristniboðsstarfi Páls postula- kunna skil á siðabót Marteins Lúters og áhrifum hennar á Íslandi- gera sér grein fyrir siðferðilegum gildum og siðferðilegum álitamálum er lúta að

jafnrétti, mannréttindum, kjörum flóttamanna og misskiptingu lífsgæða í heiminum

Námsefni:- Kristinfræði – Upprisan og lífið- verkefnabók frá kennara – tekin af skólavef

Námsmat:

- meðaltal kaflaprófa- frágangur á verkefnum- mat á vinnu nemenda í tímum

Page 74: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Eðlis- og efnafræði Kennari :Brynja Garðarsdóttir

Nemandi á að:- öðlast góðan skilning á hugtökunum rúmmál og massi og öðlast færni í

mælingum og útreikningum sem tengjast þeim- skilja helstu sérkenni efna og geta með tilraunum sundurgreint efni út frá

sérkennum þeirra- fá góðan skilning á lögmálinu um varðveislu massans, byggingareiningum

(frumeindum,sameindum) efnis og skilji muninn á hreinu efni og efnablöndu- læra að setja upp tilraun skv. tilraunablaði- þjálfast í öguðum vinnubrögðum við tilraunavinnu, lúta fyrirmælum tilraunablaða

og þjálfast í að draga ályktanir út frá mæliniðurstöðum tilraunar- kynnast vísindalegum vinnuaðferðum, öðlast skilning á einingum metrakerfisins

og geta notað þær við mælingar- þroska ályktunarhæfni sína og þjálfa beitingu á aðferðum náttúrufræðinnar ásamt

meðferð tækja og efna- læra um orku og orkunotkun- læra um haf ,vatnsföll og jökla- læra að setja upp heimildaritgerð og skila einni um orku

Námsefni:- Auðvitað bók 3

Námsmat:- kannanir 50%- vinnubrögð 30%- heimildaritgerð 20%

Tölvunotkun Kennari: Guðrún Ásgeirsdóttir

Nemandi á að:- ná tökum á réttri fingrasetningu á lyklaborði og tileinka sér blindskrift og rétta

líkamsbeitingu- geta sett upp margþætt skjöl í ritvinnslu (word), töflureikni(excel) ofl.- geta notað notendahugbúnaði, s.s. ritvinnslu-, teikni- og myndvinnsluforritum og

töflureikni- geta sett inn myndir og gröf og töflur í texta- geta lesið úr tölfræðilegum upplýsingum í mismunandi framsetningu- kynnast þróun í tölvutækni og gera sér grein fyrir sífelldri tækniþróun- öðlast jákvætt viðhorf til tölva og þjálfist í að umgangast þær sem sjálfsagt

verkfæri

Page 75: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Námsefni:- Námsefni af vef Námsgagnastofnunar:

- Excel- ýmis verkefni sem kennari tekur saman

Námsmat:- símat á vinnu nemenda í tímum - verkefnaskil

NáttúrufræðiLíffræði Kennari: Guðrún Ásgeirsdóttir

Nemandi á að:- þekkja gerð, starfsemi, samspil og samsetningu líffærakerfa mannslíkamans- þekkja og geta beitt ýmsum hugtökum tengdum taugakerfi, skynfærum,

beinum, vöðvum, meltingarfærum, öndunarkerfi, blóðrásarkerfi, vessæðakerfi og þvagrásarkerfi

- gera athuganir á eigin líkama, s.s. mæla púls, öndun, skynjun húðar og athugi skynvillur

- þekkja varnir líkamans- þekkja einkenni og hlutverk kynþroskans og fjalla um líffræðilegar orsakir

þeirra breytinga sem verða á líkamanum um kynþroskaaldurinn- þekkja og geta beitt ýmsum hugtökum tengdum kynþroska, æxlun,

fósturþroska og fæðingu- tileinka sér helstu vinnubrögð í verklegum æfingum- temja sér heilbrigða lífshætti og öðlast nokkurn skilning á áhrifum

lifnaðarhátta á heilsufar

Námsefni: - Líkami mannsins – lesbók og vinnubók- Myndbönd og ítarefni frá kennara

Námsmat: - Virkni og vinna nemenda í hópum og við einstaklingsverkefni 20%- Reglulegar kannanir yfir veturinn 80% -

Enska Kennari: Klara Sigríður Sveinsdóttir

Nemandi á að:- geta lesið, skilið og þýtt einfalda texta- geta notað einfalda ensku bæði skriflega og munnlega

Page 76: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- geta skilið ensku talaða á eðlilegum hraða í viðfangsefnum sem unnið er með- geta lesið einfaldar smásögur - kunna litina, vikudagana, klukkuna og mánuðina- kunna fornöfn, forsetningar og spurnarorð- læra helstu málfræðireglur, t.d.

eintala/fleirtala, nútíð/þátíðóákveðinn greinir (a/an)sögnin to be (am/are/is)

Námsefni:- Build Up 2 ( lesbók og vinnubók )- ljósritað efni frá kennara- Aukabækur

Námsmat:

– 2 x munnlegt próf– verkefnavinna– Lokapróf

Heimilisfræði Kennari: Klara Sigríður Sveinsdóttir

Nemandi á að:

- fá þjálfun í að velja og nota hentug áhöld- vinna af öryggi með einföldustu aðferðir í matreiðslu- temja sér sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum- temja sér góð vinnubrögð og réttar vinnustellingar- tileinka sér persónulegt hreinlæti- tileinka sér ábyrga umgengni við umhverfi sitt- temja sér að taka þátt í ánægjulegum samskiptum við borðhald- vinna ýmsa rétti úr ákv. hráefni s.s. fiski og grænmeti- geta bakað úr gerdeigi

Námsefni :- Gott og gagnlegt- vinnublöð handa 7. bekk- ljósritaðar uppskriftir

Námsmat :- vinna nemenda og verkefni er metin - framkoma í tímum

Page 77: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

8. bekkur

Umsjónarkennarar: Sigrún Júlía Geirsdóttir og Egill Arnaldur Ásgeirsson

Íslenska

Markmið:Nemandi á að:

LesturViðmið í 8. bekk: Hljóðlestur / lesskilningur 120-200 orð á mín.

- ná góðum leshraða og geti lesið af öryggi og með viðunandi skilningi almennan texta

- auka orðaforða sinn og lesskilning og efla málskilning með margvíslegum lestrarverkefnum í skóla og á heimili ásamt því að lesa unglingabækur að eigin vali.

- þjálfast í mismunandi lestri; leitarlestri, yfirlitslestri, skimlestri, hraðlestri og nákvæmnislestri

Bókmenntir- lesa og ræða um mismunandi lausamálstexta, s.s. smásögur, þjóðsögur, goðsögur,

ævintýri og valda texta úr Íslendingasögum eða – þáttum- þekkja mun hefðbundinna og óhefðbundinna ljóða og þekki hugtökin rím, stuðlar,

braglína, endurtekning, persónugerving og líking- taka þátt í leikrænni tjáningu á bókmenntatexta- kannast við þekktustu íslensku ljóðskáldin frá fyrri hluta aldarinnar og nokkur

verka þeirra- gera sér grein fyrir grunnhugtökunum í umfjöllun um skáldsögur, t.d. boðskapur,

aðal– og aukapersónur og umhverfiRitun

- þekkja flestar stafsetningarreglur og hafi náð nokkurri færni í greinarmerkjasetningu

- þjálfast í að nota stafsetningarorðabók og þjáfast í uppsetningu á eigin texta- tileinka sér persónulega og læsilega rithönd og þjálfast í að taka glósur í námi

sínu.- skrifa útdrætti og endursagnir úr munnlegu og skriflegu efni- geta skrifað sögur og ljóð og þjálfist í að nota myndmál, málshætti og orðtök- taka við ýmiss konar gagnrýni á eigin texta og vinni úr henni til að bæta texta

Málfræði

- átta sig á flokkun í fallorð, sagnorð og óbeygjanleg orð ásamt því að þekkja alla flokka fornafna.

- þekkja beygingaratriði fallorða og geta greint fall, tölu og kyn

Page 78: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- geta fundið stofn orða, greint forskeyti og viðskeyti og nýtt sér orðabækur við námið.

Framsögn

- geta tjáð sig frjálslega frammi fyrir skólafélögunum, gert grein fyrir skoðunum sínum og rökstutt þær ásamt því að þjálfast í að tala blaðlaust um eitthvert ákveðið efni í tiltekinn tíma

- geta endursagt og/eða lesið upphátt sögur og ljóð með viðeigandi látbragði, tónfalli og áherslum

Námsefni:- Mályrkja I (ásamt vinnubókum) e. Þórunni Blöndal, Fallorð e. Magnús Jón

Árnason, Sagnorð e. Magnús Jón Árnason, Smáorð e. Magnús Jón Árnason, Finnur I, e. Svanhildi Kr. Sverrisdóttur, Málfinnur e. Svanhildi Kr. Sverrisdóttur.

Kennarar: Sigrún Júlía Geirsdóttir og Egill Arnaldur Ásgeirsson.

Stærðfræði

Nemandi á að:

- læra að nota táknmál stærðfræðinnar - ná það góðum tökum á völdum sviðum stærðfræðinnar að hún nýtist þeim í

daglegu lífi - ná þeim tökum á völdum sviðum stærðfræðinnar að á þeim megi byggja

áframhaldandi nám - get beitt stærðfræði við ný verkefni og beiti þannig ímyndunarafli sínu og

frumkvæði - gera sér grein fyrir að skýr og kerfisbundin framsetning er mikilvæg vinnuaðferð í

stærðfræði - hafa það viðhorf til stærðfræðinnar að þeir vilji leggja við hana rækt

Leiðir að þessum markmiðum - Ný hugtök/tákn eru kynnt eftir því sem þau koma fyrir í námsefni og fest í minni

með misþungum verkefnum. - Áhersla er á þætti sem tengja stærðfræðinámið daglegu lífi eins og verkefni er

varða peninga, mál og vog, rúmfræði og kortalestur.- Nemendur verða þjálfaðir í notkun vasareiknis. - Auk hefðbundinna reikningsaðgerða er hér fyrst og fremst átt við algebrunám.

Reynt er, eftir því sem hægt er, að tengja algebrunámið þekktum fyrirbærum og að útskýra stæður myndrænt.

Page 79: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til að beita því sem þeir læra í stærðfræði á ný viðfangsefni. Forðast ber „vélrænan" reikning heldur leggja áherslu á skilning. Til þess að ná þessu markmiði er gott að vísa til raunverulegra dæma úr hinu daglega lífi og einnig að beita sem mest opnum spurningum

- Nemendur þurfa að temja sér að setja fram verkefni sín á skipulegan og vandvirknislegan hátt. Gott er að hafa þá reglu að dæmi séu það ljóslega skráð að auðveldlega megi fletta upp á þeim og nota til upprifjunar.

- Öðru hverju verður reynt að nálgast viðfangsefni frá dálítið öðru sjónarhorni en venjulega. Nemendur fá að prófa sig dálítið áfram, handfjatla hluti, ræða um stærðfræði og setja fram kenningar. Með þessu, ásamt fleiru, er þess vænst að nemendur verði virkari í námi sínu og að áhugi glæðist.

KennsluefniAlmenn stærðfræði I er aðalbókin í vetur en einnig verður stuðst við, Almenna stærðfræði II. Auk þess fá nemendur öðru hverju sérstakt námsefni á ljósritum frá kennurum, m.a. þrautir og efni af netinu .Efnisþættir

- Tölur: Deilanleiki talna, prímþáttun, ferningstölur og ferningsrót, veldi, stærð og röðun, tugabrot og almenn brot, lenging og stytting brota, samnefnari og rúmfræði.

- Reikningur og algebra: Samlagning, frádráttur, margföldun og deiling með og án reiknivéla. Prósentur, svigar og röð aðgerða, víxlregla, tengiregla, einföldun liðastærða, einfaldir reikningar með veldum, einfaldar fyrsta stigs jöfnur með einni breytu gjarnan settar fram með grafi í hnitakerfi.

- Rúmfræði: Hornasumma þríhyrnings, hnitakerfi, ummál og flatarmál hrings. Rúmmál algengra hluta og flatarmál þeirra.

- Tölfræði og líkindareikningur: Tíðni og tíðnitöflur, meðaltal, tíðasta gildi. Mat á tölfræðilegum niðurstöðum.

- Upprifjun á fyrra námsefni.

Nám og kennslaÍ byrjun kennslustundar er farið yfir þau dæmi sem þóttu erfið að reikna heima (nemendur eru með svör við dæmum í bókum sínum). Síðan er venjulega farið í ný atriði, gjarnan með nánari útskýringum en er að finna í bókinni. Þá er komið að sjálfstæðri vinnu nemenda (einstaklingslega eða í litlum hópum). Stefnt er að því að mestur hluti kennslustunda fari í þennan þátt. Nemendur eru hvattir til að lesa útskýringar og skýringardæmi í bókinni og vera sem sjálfstæðastir í vinnu sinni. Þá fá nemendur reglulega að nálgast viðfangsefni á svolítið annan hátt en áður. Dæmi um slík verkefni eru þrautalausnir, umræður um stærðfræði, nemendur semja sjálfir verkefni og leggja fyrir aðra o.fl. Tilgangurinn er sá að nemendur skilji betur það sem þeir eru að gera og að draga úr „vélræna" þættinum í náminu. Einnig koma nemendur til með að nýta sér kennsluforrit og töflureikni í námi sínu. Duglegir nemendur sem áhuga hafa á að dýpka þekkingu sína á námsþáttum og fara hraðar yfir námsefnið er það frjálst. Kennarar aðstoða þessa nemendur við skipulagningu náms síns.

NámsmatÞað sem er lagt til grundvallar námsmati er eftirfarandi: Verkefnaskil, heimanám, frammistaða í tímum, ástundun, kannanir og próf. Nemendur taka kannanir þegar þeir hafa lokið ákveðnum námsþáttum og yfirlitspróf í desember og maí.

Page 80: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Kennarar: Sigrún Júlía Geirsdóttir og Egill Arnaldur Ásgeirsson.

Íþróttir

Á unglingastigi er nauðsynlegt að tengja íþróttakennsluna í auknum mæli við fræðilega innlögn, markvissa ástundun íþrótta eða líkams- og heilsurækt. Þjálfa þarf nemendur í því að taka ábyrgð á eigin heilsu. Bjóða skal nemendum fjölbreytta þjálfun sem nær til alhliða líkams- og heilsuræktar, almenningsíþrótta og íþróttagreina. Á þessum árum er mikilvægt að búa nemendur markvisst undir að taka sjálfstæða ákvörðun við val á íþróttum og heilsurækt. Nemendur hafa þrjár kennslustundir á viku. MarkmiðAð nemendur:

- tileinki sér helstu atriði sem einkenna heilbrigðan lífsstíl- tileinki sér slökunartækni- öðlist skilning á mikilvægi íþrótta, útivistar og hreyfingar út frá félags- og

menningarlegu sjónarmiði- öðlist þekkingu á áhrifum skipulagðrar þjálfunar á líkamann- geri sér grein fyrir hlutverki sínu sem fyrirmynd annarra og skilji mikilvægi

hvatningar- bæti sjálfsmynd sína varðandi íþróttir, hreyfingu og útiveru

ViðfangsefniAlhliða hreyfing verður í fyrirrúmi og reynt verður að kynna sem flestar íþróttagreinar. Þar á meðal eru:

- fimleikar- frjálsar íþróttir- körfuknattleikur- knattspyrna- blak- handknattleikur- badminton- og fleiri greinar!

NámsmatMæting, virkni og framkoma gilda 80%. Próf gilda 20% eingöngu til hækkunar.

Kennari: William Geir Þorsteinsson.

Sund

Page 81: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Vikustundir: 1

Markmið:- að nemendur bæti tækni í helstu sundaðferðum - kynnist ýmsum möguleikum til sundíþrótta - að nemendur nái valdi á fjölbreyttum og flóknum hreyfingum - að nemendur taki þátt í æfingum og leikjum sem efla líkamsþol, kraft, hraða og viðbragð - að nemendur öðlist þekkingu á mikilvægi sunds og geti nýtt sér það til líkams- og

heilsuræktar

8. sundstiga) 25 m skriðsundb) 25 m baksundc) sund að hlut í miðri laug, kafað eftir honum á 2 m dýpi og synt til baka. Æfingin endurtekin eftir 10 sekd) 50 m bringusund á tíma (67 sek)e) 25 m skriðsund á tíma (30 sek)f) 400 m þolsund með frjálsum aðferðumg) troða marvaða í 1 mínútu

NámsmatSundpróf

Kennari: Stefanía Freysteinsdóttir

NáttúrufræðiLíffræði

Nemandi á að:

læra um hina vísindalegu aðferð og skilja hvaða hlutverki tilraunir þjóna við framsetningu kenninga í vísindum

þekkja helstu einkenni, nauðþurftir, efnaskipti og efnafræði lífvera þekkja gerð og starfsemi frumna og þau ferli sem einkenna þær skilja hugtakið um verkaskiptingu í lífverum þekkja fimm mismunandi skipulagsstig lífvera þekkja mikilvægustu gerðir samskipta og tengsla hjá dýrum tileinka sér helstu vinnubrögð og aðferðir í verklegum tilraunum læra að bera virðingu fyrir lífi almennt og fá áhuga á lífheiminum

Námsefni:- Einkenni lífvera

Page 82: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- Myndbönd, nýsigögn og ítarefni frá kennara

Námsmat: Meðaltal kaflaprófa (50%), vinnubók ( 25% ), verkefni (15%) og kennaraeinkunn (10%).

Kennari: Eysteinn Þór Kristinsson.

LífsleikniNemandi á að:

tileinka sér samskipti og framkomu í anda Olweusar átta sig á að einstaklingar eru stöðugt að miðla tilfinningum sín á milli og að þeir geti

upplifað áreiti í umhverfinu með ólíkum hætti geta tjáð og fært rök fyrir hugsunum sínum og skoðunum á formlegum fundi gera sér grein fyrir hlutverki skrifaðra og óskrifaðra regla vita um námstilboð skólans fyrir 9. og 10. bekk þekkja reglur og viðbrögð almannavarna varðandi náttúruhamfarir og hættuástand læra námstækni og tileinka sér góðar námsvenjur

Námsefni:- Hugsi, Um röklist og lífsleiknistækni- ljósritað efni frá kennara- ýmsir bæklingar

Kennarar: Sigrún Júlía Geirsdóttir og Egill Arnaldur Ásgeirsson.

Samfélagsfræði

Landafræði

Nemandi á að:- geta nýtt sér mismunandi gerðir landakorta- fjalla um hvernig jarðskorpan skiptist í fleka- kannast við helstu hugtök í jarðfræði- þekkja hugtökin veðrun og rof- þekkja helsti auðlindir jarðar og hvernig þær eru nýttar- skilja hvaða áhrif maðurinn getur haft á náttúruna - skilja orsakir og afleiðingar mengunar og hvað maðurinn getur gert til að sporna við

henni

Námsefni:

- Landafræði handa unglingum I. hefti

Page 83: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Námsmat:- Meðaleinkunn úr prófum í lok hvers kafla 70%- Verkefni 20% - Kennaraeinkunn 10%

Kennarar: Sigrún Júlía Geirsdóttir og Egill Arnaldur Ásgeirsson.

Saga

Nemandi á að:

- kynnast atburðum í sögu Íslands um 1750-1900- bera saman hlutverk og tilgang fermingarinnar saman við fermingar og

manndómsvígslur í fjarlægari samfélögum- kynnast æviágripi Jóns Sigurðssonar og konu hans, Ingibjargar Einarsdóttur- kanni röksemdarfærslu Jóns fyrir aukinni sjálfstjórn á Íslandi- Kynnast áhrifum iðnbyltingarinnar á samfélagið.

Námsefni:- Jón Sigurðsson og sjálfstæðisbaráttan

Námsmat:- Vinna nemenda í tímum 10%- Verkefnavinna 30%- Ritgerð 60%

Kennari: Elvar Jónsson.

Trúarbragðafræði

Inntak námsgreinarinnar er þríþætt:

- Í fyrsta lagi fræðsla um önnur trúarbrögð, menningu í tengslum við trúarbrögð

og sögu þeirra.

- Í öðru lagi umræða um siðferði og fordóma og hvernig við getum lært að skilja önnur trúarbrögð og siði í ljósi frekari upplýsinga.- Í þriðja lagi verða önnur trúarbrögð ekki skilin án þekkingar á ríkjandi trúarbrögðum og útbreiðslu þeirra, siðferðilegum gildum.

Í almennum trúarbragðafræðum er nemandanum ætlað að auka þekkingu og skilning á ólíkum menningar- og trúarhefðum. Traust þekking á eigin rótum og skilningur á ólíkum lífsviðhorfum stuðlar að umburðarlyndi og víðsýni.

Page 84: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Nemandinn læri að þekkja helstu hugtök og hugmyndir sem varða trúarlíf og trúarsiði manna. Borin eru saman trúarbrögð og áhersla lögð á inntak þeirra og áhrif á daglegt líf og samfélag þeirra sem þau játa.

Sérstök áhersla á að vinna verkefni í hópum og með aðstoð netsins.

Námsefni:Kennslubók: Maðurinn og trúin; Trúarbragðafræði handa grunnskólum. Helstu trúarbrögð heimsins: Islam, gyðingdómur, kristni, hindúismi, búddadómur.Höfundur Gunnar J. Gunnarsson.

Námsmat: Vinna í tímum og verkefnaskil 40%Próf 60%

Kennari: Elvar Jónsson.

Danska

Í lok 8. bekkjar er stefnt að því að sérhver nemandi

- verði fær um að lesa léttan danskan texta sér til gagns og ánægju - geti skilið aðalatriði í stuttum samtölum og frásögnum þar sem orðaforðinn

tengist efni sem unnið er með - geti sagt frá sjálfum sér og persónulegum högum sínum, gefið einfaldar

leiðbeiningar og fyrirmæli- geti notað grunnorðaforða í efni sem unnið hefur verið með í tímum

Námsefni

Aðalnámsbækur: Vi ses, textabók,vinnubók og snælda. Tænk, lesbók og vinnubók Annað efni er m.a.

- Hvad siger Du? Hlustunarverkefni og vinnubók.- Ein til tvær danskar kvikmyndir.- Unnið með danska lagatexta eftir áhuga og atvikum.- Textar á sænsku, norsku, íslensku og færeysku bornir saman.

Námsmat

Heildarnámsmat er byggt á kennaraeinkunn og prófseinkunn. Kennaraeinkunnin er byggð á könnunum og vinnu nemenda, bæði heimavinnu og tímavinnu. Lögð er áhersla á að nemendur vandi vinnu sína og frágang. Í annalok eru próf.

Page 85: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Kennarar: Grímur Magnússon og Egill Arnaldur Ásgeirsson

Enska

Nemandi á að:- geta lesið skilið og þýtt einfalda texta- geta notað einfalda ensku bæði skriflega og munnlega- skilja ensku talaða á eðlilegum hraða í viðfangsefnum sem unnið er með- geta lesið smásögur, skáldsögur og tímaritsgreinar- þjálfast markvisst í stafsetningu- geta tjáð sig á ensku um efni sem unnið er með- kunna fornöfn og forsetningar - læra helstu málfræðireglur t.d.

eintala/fleirtalaóákveðinn greinir (a/an)sögnin to be (am/are/is)nútíð/þátíð/framtíðstigbreyting lýsingarorðanafnorð

Námsefni:

- Network 1, lesbók og vinnubók- Matrix 1, lesbók og vinnubók- Hraðlestrarbækur- Ljósritað efni frá kennara

Kennarar: Sigrún Júlía Geirsdóttir og Egill Arnaldur Ásgeirsson.

Hannyrðir

Nemandi á að:

- læra að hekla og/eða prjóna eftir einföldum leiðbeiningum- læra að taka mál, sníða og sauma einfalda flík- læra að þæfa úr íslenskri ull- öðlast færni í að skreyta flík á persónulegan hátt- þjálfast í að fara eftir skriflegum vinnulýsingum- geta notað fagbækur og upplýsingatækni- geta tileinkað sér orðaforða textílgreinarinnar- geta tileinkað sér vandvirkni, góða umgengni og rétta meðferð áhalda og véla- gera sér grein fyrir áhrifamætti tísku á daglegt líf

Page 86: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- þjálfast í að velja verkefni í textílmennt í samræmi við langanir og þarfir- gera metið eigin árangur og rökstyðja matið- geta tekið þátt í að setja upp og kynna sýningu á eigin verkum og annarra í

húsakynnum skólans- geta tekið þátt í umræðum um umgengni, starfshætti og vinnufrið- þjálfist í að taka tillit til mismunandi túlkunaraðferða og virða eigin verk og

annarra

Námsmat:

Vinna og ástundun nemenda metin jafnt og þétt yfir veturinn.Símatið felur í sér að kennarinn metur

- umgengni- verklag og vandvirkni- hugmyndaauðgi- iðni og afköst

Kennari: Sjöfn Magnúsdóttir.

Heimilisfræði

Markmið:- Samvinna, áhersla er lögð á að nemendur getir unnið með

öðrum nemendum og umgengist þá á jákvæðan hátt- Skapa fræðandi og ánæjulega stund í skólaeldhúsinu

Nemandi á að:- þekkja helstu næringarefni fæðunnar og hlutverk þeirra og sjúkdóma sem stafa af

röngu matarræði- fá þjálfun í að setja saman máltíð með hliðsjón af fæðuhring- kynnast Manneldismarkmiðum fyrir Íslendinga- fá þjálfun í að matreiða fjölbreyttan hversdagsmat- vinna af öryggi með helstu matreiðsluaðferðir og hafi tileinkað sér góða

vinnutækni og rétta líkamsbeitingu- þjálfast í að vinna sjálfstætt eftir matreiðslubókum- tileinka sér að fara eftir viðurkenndum kröfum um hreinlæti við matargerð- þjálfast í að sýna hreinlæti í verki við heimilisstörf- þjálfast í að halda hreinum tækjum og áhöldum- þjálfast í að vinna með öðrum og virða jafnrétti og skoðanir annarra

Námsefni :- Heimilisfræði II , vinnublöð unninu og uppskriftir frá kennara.

Námsmat :

Page 87: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Verkefni, framkoma í tímum og verklegt próf

Kennari: Klara Sveinsdóttir.

Hönnun og smíði

Markmið:- Stuðla að vinnugleði í smíðastofu- Læra að vinna með öðrum nemendum og umgangast þá- Nemendur hanna og vinna gestabók- Nemendur hanna og vinna gluggaskraut

Nemandi á að:- þekkja öryggisbúnað og reglur sem gilda í smíðastofunni- þekkja helstu verkfæri- hanna sín verkefni og vinna samkvæmt eigin hugmyndum og teikningum- kunna að ganga frá verkfærum eftir sig

Námsmat:Vinna og ástundun nemenda metin jafnt og þétt yfir veturinn. Símatið felur í sér að kennarinn metur:

-umgengni,-verklag og vandvirkni,-frumkvæði og sjálfstæði -iðni og afköst.

Kennari: Stella Rut Axelsdóttir.

Tölvunotkun

Nemandi á að:- ná tökum á réttri fingrasetningu á lyklaborði og tileinka sér blindskrift og rétta

líkamsbeitingu- geta sett upp margþætt skjöl í ritvinnslu (word), töflureikni(excel) ofl.- geta notað notendahugbúnaði, s.s. ritvinnslu-, teikni- og myndvinnsluforritum og

töflureikni- geta sett inn myndir og gröf og töflur í texta- geta lesið úr tölfræðilegum upplýsingum í mismunandi framsetningu- kynnast þróun í tölvutækni og gera sér grein fyrir sífelldri tækniþróun- öðlast jákvætt viðhorf til tölva og þjálfist í að umgangast þær sem sjálfsagt

verkfæri

Page 88: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Námsefni:- Námsefni af vef Námsgagnastofnunar- photoshop- ýmis verkefni sem kennari tekur saman

Námsmat:- símat á vinnu nemenda í tímum - verkefnaskil

Kennari: Guðrún Ásgeirsdóttir.

Myndmennt

Nemandi á að :- þekkja hlutföll og heildarbyggingu mannslíkamans- geta gert samanburð á hlutföllum og stærðum með mælingum- vinna mynd af andliti og mannslíkamann- gera sér grein fyrir mismunandi sýn listamanna á mannslíkamann á ólíkum

skeiðum listasögunnar- geta skilgreint hugtakið portrettmynd og þekkja dæmi af þeirri tegund myndverka- kynnast konseptlist og skoða mynddæmi af verkum í þeim anda- þekkja ýmsar atvinnugreinar myndlistarmanna og hönnuða- þekkja hugtakið fjölfelldi- geta lýst myndverkum munnlega og skriflega með því að lýsa aðferðum við gerð

myndanna og túlka innihald þeirra- geta gengið frá verkefnum, efnum og áhöldum- gera sér grein fyrir verðmæti efna og áhalda sem unnið er með hverju sinni.

Námsefni:- Ýmis verkefni sem kennari tekur saman.

Námsmat:- skrifleg verkefni og próf- vinna og ástundun metin jafnt og þétt yfir veturinn.- metin eru vinnubrögð, áhugi, umgengni og hegðun.

Kennari: Hrafnhildur Þórarinsdóttir.

Page 89: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

9. bekkur: Umsjónarkennarar: Grímur Magnússon og

Eysteinn Þór Kristinsson

Íslenska

Nemandi á að:Lestur:

- ná góðum leshraða og geti lesið af öryggi og með viðunandi skilningi almennan texta

- auka orðaforða sinn og lesskilning og efli málskilning með margvíslegum lestrarverkefnum í skóla og á heimili

- lesa nokkrar bækur að eigin vali- þjálfast í mismunandi lestri; leitarlestri, yfirlitslestri, skimlestri, hraðlestri og

nákvæmnislestri

Talað mál og framsögn:

- geta endursagt og/eða lesið upphátt sögur og ljóð með viðeigandi látbragði, tónfalli og áherslum

- geta flutt bundið mál þannig að rím, stuðlar og hrynjandi njóti sín- tileinka sér skýran og áheyrilegan framburð og viðeigandi talhraða- þjálfast í framsögn og upplestri með aðstoð upptökutækja

Bókmenntir:

- kynnast heimi Íslendingasagna með því að lesa og ræða stutta Íslendingasögu eða Íslendingaþátt

- þekkja mun hefðbundinna og óhefðbundinna ljóða og þekkja hugtökin rím, stuðlar, braglína, endurtekning, persónugerving og líking

Ritun:- þekkja flestar stafsetningarreglur og hafi náð nokkurri færni í

greinarmerkjasetningu- geta nýtt sér útskýringar í orðabókum og kennslubókum- þjálfast í að nota stafsetningarorðabók, ritunar og leiðréttingarforrit- þjálfast í uppsetningu og frágangi á eigin texta- tileinka sér persónulega og læsilega rithönd- þjálfast í að taka glósur í námi sínu- skrifa útdrætti og endursagnir úr munnlegu og skriflegu efni- geta skrifað sögur og ljóð og þjálfist í að nota myndmál, málshætti og orðtök- taka við ýmiss konar gagnrýni á eigin texta og vinni úr henni til að bæta texta- vinna úr ýmsum heimildum og læri undirstöðuatriði heimildaritunar

Page 90: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Málfræði- átta sig á flokkun í sagnorð, fallorð og óbeygjanleg orð- þekkja beygingaratriði fallorða og sagnorða, átti sig á því hvað er reglulegt og

hvað óreglulegt- þekkja mun á beinni og óbeinni ræðu - þekkja hugtök, s.s. víðtækur, sértækur, hlutstæð orð og óhlutstæð orð- þekkja og geti útskýrt mun málshátta og orðtaka

Framsögn- geta tjáð sig frjálslega frammi fyrir skólafélögunum- geta gert grein fyrir skoðunum sínum og rökstutt þær- geta endursagt og/eða lesið upphátt sögur og ljóð með viðeigandi látbragði,

tónfalli og áherslum- þjálfast í að tala blaðlaust um eitthvert ákveðið efni í tiltekinn tíma

Námsefni:- Mályrkja II (ásamt vinnubók) e. Þórunni Blöndal, einnig er komin út ný fylgibók

Mályrkju, Finnur II, og munum við einnig nota hana mikið. Sagnorð e. Magnús Jón Árnason, Smáorð e. Magnús Jón Árnason, Orðhákur II e. Magnús Jón Árnason, Ugla – kennslubók í stafsetningu,

- Hraðlestrarátak: Lestu nú, lestrarbók og vinnubók e. Fjölni Ásbjörnsson og Guðna Kolbeinsson.

- Lestextar valdir af kennara, ítarefni frá kennara.

Kennarar: Grímur Magnússon ogSigríður Helga Ármannsdóttir

Stærðfræði

Nemandi á að:- læra að nota táknmál stærðfræðinnar. - ná það góðum tökum á völdum sviðum stærðfræðinnar að hún nýtist þeim í

daglegu lífi. - ná þeim tökum á völdum sviðum stærðfræðinnar að á þeim megi byggja

áframhaldandi nám. - geta beitt stærðfræði við ný verkefni og beiti þannig ímyndunarafli sínu og

frumkvæði. - gera sér grein fyrir að skýr og kerfisbundin framsetning er mikilvæg vinnuaðferð í

stærðfræði. - hafa það viðhorf til stærðfræðinnar að þeir vilji leggja við hana rækt.

Leiðir að þessum markmiðum:- Ný hugtök/tákn eru kynnt eftir því sem þau koma fyrir í námsefni og fest í minni

með misþungum verkefnum.

Page 91: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- Þættir sem tengja stærðfræðinámið daglegu lífi eru verkefni er varða peninga, mál og vog, rúmfræði, og kortalestur svo eitthvað sé nefnt ættu að tengja stærðfræðinámið daglegu lífi. Einnig verða nemendur þjálfaðir í notkun vasareiknis og þurfa þeir því að eiga einn slíkan..

- Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til að beita því sem þau læra í stærðfræði á ný viðfangsefni. Forðast ber „vélrænan" reikning heldur leggja áherslu á skilning. Til þess að ná þessu markmiði er reynt að vísa til raunverulegra dæma úr hinu daglega lífi.

- Nemendur þurfa að temja sér að setja fram verkefni sín á skipulegan og vandvirknislegan hátt. Gott er að hafa þá reglu að dæmi séu það ljóslega skráð að auðveldlega megi fletta upp á þeim og nota til upprifjunar.

- Nemendur sem áhuga hafa á að dýpka þekkingu sína á námsþáttum og fara hraðar yfir námsefnið og taka hluta af námsefni 10.bekkjar. Kennarar aðstoða þessa nemendur við skipulagningu náms síns.

Námsefni: - Almenn stærðfræði I og II, - Viðbótarefni- Stærðfræðivefur og Átta til tíu ( ný bók )

Kennarar: Grímur Magnússon ogEgill Arnaldur Ásgeirsson

Náttúrufræði

Líffræði

Nemandi á að:- að skilja gagnsemi og notkun flokkunarkerfa og geta nefnt sjö helstu

flokkunareiningar lífvera- að geta lýst almennum einkennum lífvera í ríkjum dreifkjörnunga, frumvera,

sveppa, plantna og dýra- að geta gert grein fyrir meginatriðum í ljóstillífun og geta lýst helstu einkennum

fræplantna- geta gert grein fyrir helstu einkennum hryggdýra og hryggleysingja- geta útskýrt sérstöðu lífvera hvers lífríkis og mikilvægi þeirra fyrir aðrar lífverur

Námsefni:- Lifandi veröld- Myndbönd, nýsigögn og ítarefni frá kennara

Námsmat:- Meðaltal kaflaprófa 75%- Verkefni 15%

Page 92: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- Kennaraeinkunn 10% Kennari: Lilja Guðný Jóhannesdóttir

Eðlisfræði

Nemandi á að:- kynnast eðli vísinda, vísindalegum vinnubrögðum og aðferðum

Helstu efnisþættir:- Rannsóknir á kröftum og hreyfingu- Kraftur og vinna- Hreyfing og þyngd

Námsefni:- Kraftur og hreyfing

Efnafræði

Nemandi á að:- kynnast viðfangsefnum efnafræðinnar. Meðferð og samsetningu efna ofl.

Helstu efnisþættir:- Samsetning efnis, frumefni, efnasambönd, frumeindakenningin og hamur efna.

Námsefni:- Efnafræði

Stjörnufræði:

Nemandi á að:- gera sér grein fyrir stöðu sólkerfi okkar í vetrarbrautinni- þekkja einkenni sólkerfis okkar- læra um reikistjörnurnar- þekkja loftsteina, halastjörnur, stjörnuhröp ofl.

Námsefni: - Sól, tungl og stjörnur.

Námsmat í eðlis-, efna- og stjörnufræði:Mörg verkefni eru unnin, bæði í tímum og heima. Einnig eru stutt kaflapróf að loknum sérhverjum kafla.

Page 93: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Kennari: Grímur Magnússon

Samfélagsfræði

Saga

Nemandi á að:- kynnast sögu 20. aldar, bæði hér á Íslandi og erlendis- kynna sér gang seinni heimsstyrjaldarinnar- kynna sér áhrif heimsstyrjaldarinnar á Ísland- vita um aðdraganda aðildar að NATO- þekkja atburðarás sem leiddi til stofnunar lýðveldis á Íslandi- kanna sögu tækniþróunnar síðustu 100 ára

Námsefni:- Úr sveit í borg- Stríðsárin á Íslandi 1939-1945- Ljósrit og ítarefni frá kennara

Námsmat:- Próf 50%- Ritgerðir og önnur stór verkefni 40%- Heimavinna og virkni 10%

Kennari: Elvar Jónsson

Landafræði

Nemandi á að:- læra að lesa ýmsar upplýsingar út úr kortum og öðrum myndritum tengdum

landafræði- öðlast yfirlit yfir heiminn s.s. náttúrufar, atvinnulíf og menningu- átta sig á hvað einkennir þróunarlönd- fara vel yfir landafræði eftirtalinna svæða: Nýju ríkin á landsvæði Sovétríkjanna

fyrrverandi, Asíu, Afríku, Ástralíu, Ameríku og Suðurskautslandsins

Námsgögn:- Landafræði handa unglingum 2. hefti- Ljósrituð kort ofl. frá kennara

Námsmat:- Próf 30 %- Vinnubók 30%- Verkefni 30%- Kennaraeinkunn 10%

Page 94: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Kennari: Eysteinn Þór Kristinsson

Lífsleikni

Nemandi á að:- geta sett sér markmið- vera fær um að beita gagnrýnni hugsun- sýna sjálfsaga og sjálfstraust í margvíslegum samskiptum- vera meðvitaður um jafnréttishugsjónina sem leiðarljós í öllum samskiptum- geta tjáð og fært rök fyrir hugsunum sínum og skoðunum á formlegum fundi- vita um námstilboð skólans fyrir 9. og 10. bekk- læra námstækni og tileinka sér góðar námsvenjur

Námsefni:- ýmis konar efni frá kennara: myndbönd, greinar og bækur- efni tengt Olweus

Kennari: Sunna Björg Guðnadóttir

Danska

Í lok 9. bekkjar er stefnt að því að sérhver nemandi:

- skilji aðalatriði í töluðu máli þegar fjallað er um málefni úr daglegu lífi hans - skilji fyrirmæli og leiðbeiningar á þar til gerðu hlustunarefni á snældum og

myndbandi- geti fylgt atburðarás í sögu og greini lykilatriði í frásögnum og samtölum- geti lesið léttlestrarbækur sér til gagns og ánægju - geti beitt mismunandi lestraraðferðum - geti notað einfaldan orðaforða um skoðanir sínar og tilfinningar - geti brugðist við beiðnum eða spurningum með útskýringum eða lýsingum - geti endursagt texta með aðstoð minnispunkta og hjálparorða - geti skrifað einfaldan texta - fái innsýn í menningu og siði Norðurlandaþjóða og kynnist viðhorfum jafnaldra.

Efnisþættir:

Efnisþættir eru hlustun lesskilningur, talað mál og ritun. Einnig má nefna áhugamál og afþreyingu, félagahópinn, vináttu, skemmtanir, poppheiminn, vinnu, vasapeninga o.fl.

Nám og kennsla:

Page 95: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- Hlustun með verkefnablöðum af ýmsu tagi (bekkjarkennsla). Samtalsverkefni af ýmsu tagi.

- Auk grunnbóka er lögð mikil áhersla á að nemendur komist upp á lag með að lesa frjálslestrarbækur. Áhersla er lögð á að nemendur séu sjálfir með orðabækur og venji sig á að nota þær.

- Fjölbreyttar skriflegar æfingar - Stuttir textar á skyldum tungumálum lesnir og bornir samanvið dönsku og

íslensku.

Námsefni:- Glimrende, vinnubók og lesbók. Smásögur með verkefnum, ljósritaðar af

kennara, horft á kvikmyndir og ýmislegt annað ítarefni frá kennara.-

Kennarar: Grímur Magnússon ogEgill Arnaldur Ásgeirsson

Page 96: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Enska

Markmið:Nemandi á að:

- geta skilið ensku talaða á eðlilegum hraða- geta lesið sögur fyrirhafnalítið- geta unnið útdrætti, ritgerðir og/eða ritdóma úr lesnum texta- notað réttan framburð - geta sagt frá atburðum eða endursagt texta- geta beitt eftirtöldum málfræðiþáttum:

Nútíð/þátíðNúliðinni tíðÞáliðinni tíðNafnorðumLýsingarorðumAtviksorðumForsetningumFornöfnum

Námsefni:- Matrix Pre - Intermediate (lesbók og vinnubók), Enskar málfræðiæfingar B og C,

ýmsar hraðlestrarbækur, Move on, hlustunarefni (ýmsar sögur), ljósrit frá kennara.

Námsmat:

- Próf í annalok 70%, vinna á önninni 30%

Kennarar: Egill Arnaldur Ásgeirsson ogKlara Hearn

Íþróttir

Á unglingastigi er nauðsynlegt að tengja íþróttakennsluna í auknum mæli við fræðilega innlögn, markvissa ástundun íþrótta eða líkams- og heilsurækt. Þjálfa þarf nemendur í því að taka ábyrgð á eigin heilsu. Bjóða skal nemendum fjölbreytta þjálfun sem nær til alhliða líkams- og heilsuræktar, almenningsíþrótta og íþróttagreina. Á þessum árum er mikilvægt að búa nemendur markvisst undir að taka sjálfstæða ákvörðun við val á íþróttum og heilsurækt. . Nemendur eru með 3 kennslustundir á viku. MarkmiðAð nemendur:tileinki sér helstu atriði sem einkenna heilbrigðan lífsstíltileinki sér slökunartækniöðlist skilning á mikilvægi íþrótta, útivistar og hreyfingar út frá félags- og menningarlegu sjónarmiði

Page 97: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

öðlist þekkingu á áhrifum skipulagðrar þjálfunar á líkamanngeri sér grein fyrir hlutverki sínu sem fyrirmynd annarra og skilji mikilvægi hvatningarbæti sjálfsmynd sína varðandi íþróttir, hreyfingu og útiveru

ViðfangsefniAlhliða hreyfing verður í fyrirrúmi og reynt verður að kynna sem flestar íþróttagreinar. Þar á meðal eru:

fimleikarfrjálsar íþróttirkörfuknattleikurknattspyrnablakhandknattleikurbadmintonog fleiri greinar!

NámsmatMæting, virkni og framkoma gilda 80%. Próf gilda 20% eingöngu til hækkunar.

Kennari: William Geir Þorsteinsson

Sund Vikustundir: 1

Markmið:· að nemendur viðhaldi sundfærni sinni með tilliti til breyttrar líkamsbyggingar · að nemendur kynnist og nái grundvallarfærni í ýmsum möguleikum sundíþrótta · að nemendur þjálfist enn frekar í fjölbreyttum samsettum hreyfingum arma og fóta · að nemendur taki þátt í markvissri sundþjálfun sem líkams- og heilsurækt · að nemendur taki þátt í leikjum sem efla félagslega samvinnu

9. sundstiga) 75 m þrísund (baksund, bringusund, skriðsund)b) 8 m kafsundc) fatasund eftir stungu af bakka og 50 m sund, þar af 6-8 m kafsund. Nemandi treður marvaða, afklæðist á sundi og syndir sömu vegalengd til bakad) 100 m bringusund á tímae) 50 m skriðsund á tímaf) 25 m baksund á tímag) 500 m viðstöðulaust sund með frjálsri aðferð

NámsmatSundpróf

Page 98: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Kennari: William Geir Þorsteinsson

Hönnun og smíði – VAL

Í þessum tímum verður lögð áhersla á hönnun og sköpun nemenda. Nemendur hanna og vinna ýmis verkefni með aðstoð kennara.

Kennarar: Stella Rut Axelsdóttir og Vilhelmína S. Smáradóttir

Heimilisfræði – VAL

Í þessum tímum verður verður unnið með uppskriftir frá framandi löndum. Gert er ráð fyrir því að krakkarnir taki fyrir matargerð ákveðins lands, mánuð í senn..

Kennari: Klara Sigríður Sveinsdóttir

Umsjónarkennari: Lilja Guðný Jóhannesdóttir

10. bekkur

Markmið kennslu í íslensku ----

Stefnt er að því að nemandi í lok 10 bekkjar...

Lestur- hafi náð góðum tökum á lestri- geti lesið texta með gagnrýnu hugarfari- geti notfært sér ýmis konar upplýsingaefni.

Talað mál og framsögn

- hafi náð góðum tökum á framburði og framsögn.- þekki algeng hugtök um framsögn og skýran málflutning.- geti lesið laust og bundið mál áheyrilega

Ritun- geti ritað skýrt mál af ýmsu tagi.- kunni að ganga skipulega frá handskrifuðum texta jafnt sem á tölvutæku formi.

Page 99: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Bókmenntir- hafi lesið og hlýtt á fjölbreytta íslenska bókmenntatexta, bæði forna og nýja.- hafi fengið tækifæri til að nota algeng hugtök í umræðum um bókmenntir og

texta.- geti túlkað bókmenntatexta.

Málfræði- geri sér grein fyrir grundvallaratriðum íslenska málkerfisins.- hafi náð nokkurri leikni í að nota málfræðileg hugtök í umræðu um mál.- hafi áhuga á móðurmálinu.

Námsefni- Málfræði - lesin og unnin bókin Íslenska e. Jón Norland og Gunnlaug Snævarr.- Mályrkja III e. Höskuld Þráinsson og Silju Aðalsteinsdóttur.- Bókmenntir – Djöflaeyjan, Mályrkja III, Englar alheimsins, Hrafnkels saga, Gísla

saga

Kennari: Lilja Guðný Jóhannesdóttir

Page 100: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Íþróttir

Kennari: William Geir Þorsteinsson

Á unglingastigi er nauðsynlegt að tengja íþróttakennsluna í auknum mæli við fræðilega innlögn, markvissa ástundun íþrótta eða líkams- og heilsurækt. Þjálfa þarf nemendur í því að taka ábyrgð á eigin heilsu. Bjóða skal nemendum fjölbreytta þjálfun sem nær til alhliða líkams- og heilsuræktar, almenningsíþrótta og íþróttagreina. Á þessum árum er mikilvægt að búa nemendur markvisst undir að taka sjálfstæða ákvörðun við val á íþróttum og heilsurækt. . Nemendur eru með 3 kennslustundir á viku. ÍþróttirMarkmiðAð nemendur:tileinki sér helstu atriði sem einkenna heilbrigðan lífsstíltileinki sér slökunartækniöðlist skilning á mikilvægi íþrótta, útivistar og hreyfingar út frá félags- og menningarlegu sjónarmiðiöðlist þekkingu á áhrifum skipulagðrar þjálfunar á líkamanngeri sér grein fyrir hlutverki sínu sem fyrirmynd annarra og skilji mikilvægi hvatningarbæti sjálfsmynd sína varðandi íþróttir, hreyfingu og útiveruViðfangsefniAlhliða hreyfing verður í fyrirrúmi og reynt verður að kynna sem flestar íþróttagreinar. Þar á meðal eru:

fimleikarfrjálsar íþróttirkörfuknattleikurknattspyrnablakhandknattleikurbadmintonog fleiri greinar!

NámsmatMæting, virkni og framkoma gilda 80%. Próf gilda 20% eingöngu til hækkunar.

Sund Kennari: William Geir Þorsteinsson

Vikustundir: 1

Markmið:

Page 101: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

· að nemendur viðhaldi sundfærni sinni með tilliti til breyttrar líkamsbyggingar · að nemendur nái tökum á ýmsum möguleikum sundíþrótta · að nemendur þjálfist enn frekar í fjölbreyttum samsettum hreyfingum arma og fóta með mismunandi útfærslu · að nemendur taki þátt í markvissri sundþjálfun sem líkams- og heilsurækt · að nemendur taki þátt í fjölbreyttum leikjum sem efla félagslega samvinnu · að nemendur finni sér íþrótt eða líkams- og heilsurækt við hæfi · að nemendur skipuleggi eigin þjálfun í ákveðinn tíma · að nemendur öðlist þekkingu á mikilvægi upphitunar og niðurlags í sundi og öðrum íþróttagreinum

10. sundstiga) 50 m bringusund b) 12 m kafsundc) marvaði troðinn í 30 sek og björgun jafningja. Björgunarvegalengd 25 md) 100 m bringusund á tímae) 50 m skriðsund á tímaf) 50 m baksund á tímag) 25 m flugsund á tímah) 600 m viðstöðulaust sund, innan 20 mín, með frjálsri aðferðNámsmatSundpróf

StærðfræðiMarkmið kennslu í stærðfræði ---- 10. bekkur

Stefnt er að því að nemandi hafi í lok 10. bekkjar - náð það góðum tökum á stærðfræði að hún nýtist honyum í daglegu lífi utan

skólans, í tómstundum og öðru námi - þjálfast í að tjá sig á máli stærðfræðinnar bæði munnlega og skriflega - gert sér grein fyrir að skýr og rökræn framsetning er mikilvæg vinnuaðferð í

stærðfræði. Námsþættir til prófs vorið 2004

Tölur og reikningur: Náttúrlegar, heilar og ræðar tölur og tengsl þeirra. Reikningsaðferðirnar fjórar með og án reiknivélar. Stærð og röðun talna. Ferningsrætur, ferningstölur Veldi og tugveldaritháttur Frumtölur (prímtölur) Námundun

Einfaldar fyrsta stigs jöfnur með tveimur breytum settar fram með grafi. Einfaldar annars stigs jöfnur með tveimur breytum settar fram með grafi. Jöfnuhneppi og gröf þeirra.

Rúmfræði: Metrakerfið og breytingar milli

Page 102: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Lenging, stytting og samnefnari brota. Breyting almennra brota í tugabrot og öfugt. Svigar og röð aðgerða Tímaútreikningar Prósentureikningur og einfaldur vaxtareikningur Hlutföll Fjármál Notkun reiknivélar (samlagning, frádráttur, deiling, margföldun, veldi, ferningsrót, röð aðgerða)

Algebra: Einföldun liðastærða og margfelda. Margfeldi breytt í liðastærð og liðastærð breytt í margfeldi. Svigar og röð aðgerða.Þáttun Uppsettar og óuppsettar fyrsta stigs jöfnur með einni breytu.

eininga. Horn: Mælingar og útreikningar. Hornasumma þríhyrnings, grannhorn, topphorn. Notkun reglustiku, gráðuboga og hringfara. Hnitakerfi: Hliðrun og speglun einfaldra mynda. Hlutfallamælikvarðar, sbr. Landakort og vinnuteikningar. Einslögun. Ummál og flatarmál marghyrninga og hrings. Rúmmál ferstrendings, sívalnings, pýramída, keilu og kúlu. Yfirborðsflatarmál ferstrendings, sívalnings, pýramída og keilu. Regla Pýþagórasar.

Líkindareikningur og tölfræði: Líkindareikningur með einföldum dæmum. Tíðni, hlutfallsleg tíðni, tíðnitöflur. Einföld myndrit s.s. súlurit, stöplarit og skífurit. Meðaltal, miðgildi og tíðasta gildi.

Námsefni Almenn stærðfræði III, Algebra ,Stærðfræði (Leikni almenn og Leikni í algebru), tölvuforrit, stærðfræðivefir.Viðbótarefni m.a. Námsefni framhaldsskóla, þrautir og þrautalausnir

NámsmatÞað sem er lagt til grundvallar námsmati er eftirfarandi:

- Verkefnaskil, heimanám, frammistaða í tímum, ástundun, kannanir og próf. - Nemendur taka kannanir þegar þeir hafa lokið ákveðnum námsþáttum.- Annapróf eru og einkunnir í haust- og miðönn er ætlað að vera forspá um gengni í

samræmdu prófi og ekkert tillit tekið til vetrarvinnu.- Skólaprófseinkunn er samsett úr gengni í tímum, heimavinnu, skilum á

verkefnum og öðru mati kennara (50% alls) og svo vorprófseinkunn (50%)

Kennarar: Grímur Magnússon

Page 103: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir
Page 104: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Náttúruvísindi :

Eðlisfræði

Markmið: Nemandinn kynnist því hvernig orka birtist í hinum ýmsustu myndum. Nemandinn skilji helstu einkenni hinna mismunandi orkumynda og hvernig þær nýtast okkur. Nemandinn læri ýmiss hugtök í eðlis- og efnafræði, læri að nota þau. Nemandinn læri að draga ályktanir af þeirri nýju vitneskju sem hann öðlast.

Námsþættir:

Varmaorka : Fjallað um varmaflutning, varmaleiðni, varmaburð, hreyfiorku, hitaþennslu, stöðuorku, hitakerfi, nýtingu jarðvarma, einangrun og kælikerfi. Ragmagn og segulmagn : Helstu þættir eru rafhleðslur, eindir kraftar, rafsvið, stöðurafmagn, leiðara, spennu, rafstraum, viðnám, ohms lögmál, straumrásir og segulkrafta. Hljóð : Meðal efnis eru hljóðbylgjur, hljóðhraði, sveifluvídd, bylgjulengd, tíðni, tónhæð, hljóðstyrkur, hermur, samliðun hljóðbylgna og hávaði. Ljós : Nemendur kynnast því hvað er ljós, auk ljósgjafa, speglun, linsum, litum ljóssins og ljóstækni. Kjarnorka : Fjallað um gerð frumeinda, frumubreytingar, geislavirkni, helmingunartíma og nýtingu kjarnorkunnar.

Kennsluaðferðir: Kennslan fer að mestu fram í fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu. Nemendur þjálfaðir í að draga ályktanir útfrá nýrri þekkingu.

Kennslugögn: Kennslubókin "Orkan, almenn náttúruvísindi" er lögð til grundvallar kennslunni. Verkefnablöð.

Námsmat: Próf 80% kennaraeinkunn 20%. Kennaraeinkunn: Virkni nemanda í tímum, þátttaka í umræðum og heimavinna.Próf eru eftir hvern kafla fyrir sig og prófseinkunn er meðaltal einkunna kaflaprófanna.

Tímar: 2 kennslustundir á viku.

Kennari: Grímur Magnússon

Page 105: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

LíffræðiNemandi á að:

- læra um DNA, gen og litninga- þekkja og geta beitt hugtökum úr erfðafræði t.d. víkjandi og ríkjandi, arfhreinn og

arfblendinn- vinna útreikninga sem sýna líkur á því að erfðaeiginleiki erfist frá einni kynslóð

til annarrar og kynnist þannig hugmyndum Mendels- geta útskýrt erfðir, blóðflokka o.fl.- kynnast þróunarkenningu Darwins og hver eru helstu áhrif hennar á heimsmynd

mannsins- geta lýst því hvaða þættir eru taldir hafa áhrif á náttúruval- ræða um genasplæsingar, kynbætur búpenings, gerð og notagildi genakorts

mannsins, hugmyndir um erfðalækningar, einnig út frá siðfræðilegum sjónarmiðum

- geta skýrt kenningar um þróun lífs á jörðinni og stuðst við líffræðileg rök og steingervinga

Námsefni:- Erfðir og þróun

Námsmat:- Meðaltal kaflaprófa 80%- Verkefni 10%- Kennaraeinkunn 10%

Kennari: Lilja Guðný Jóhannesdóttir

EfnafræðiNemandi á að:

- vita að þekkja má efni á ákveðnum sérkennum þeirra eins og eðlismassa, suðumarki og bræðslumarki

- þekkja uppbyggingu frumeinda- skilja hugtakið frumefni og þekkja hvernig frumefnum er raðað í ákveðið kerfi,

lotukerfi- skilja hvernig sameindir frumefna og efnasambanda myndast- geta lýst efnum með sameindaformúlum, byggingarformúlum og líkönum

Page 106: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- geta lýst efnahvörfum með- efnajöfnum- orðum

- geta beitt þekkingu sinni á sérkennum og uppbyggingu efna við ýmis verkefni

Námsefni:- Efnisheimurinn

Námsmat:- Meðaltal kaflaprófa 60%- Verkefni 30%- Kennaraeinkunn 10%

Kennari: Lilja Guðný Jóhannesdóttir

ÞjóðfélagsfræðiNámsgögn:

Þjóðfélagsfræði. Ítarefni frá kennaraMarkmið:Á lokaári í grunnskóla er staldrað við og hugað að stöðu nemandans sem lýkur skyldunámi sínu. Fram undan er ákvörðun um frekara nám eða störf. Stefnt er að því að nemendur geti svarað eftirfarandi spurningum: Hver er ég? Hver eru réttindi mín og skyldur? Hverjir ráða í samfélaginu? Og hvernig erum við stödd í heiminum, við sem búum á Íslandi? Til að fá svör við þessum spurningum þá verður farið yfir öll lög samfélagisins, frá einstaklingnum til alþjóðasamfélagisins.Námsmat:Námsmat er byggt á hlutaprófum (30%), ritgerðum (20%), vinnu nemenda í tímum og á verkefnum (30%) og loks lokapróf í maí (20%). Þjóðfélagsfræði er einnig 25% af samræmdu prófi í samfélagsgreinum í 10.bekk.

Kennari: Elvar Jónsson

Danska

Almenn markmið

Nemandi á að: - skilja almennt talað mál sem hæfir aldri þeirra, þroska og áhugasviði - beita markvissum aðferðum til að auka orðaforða sinn - tjá sig munnlega um dagleg málefni á einfaldan hátt við ákveðnar aðstæður

Page 107: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- lesa venjulegt ritað mál sér til gagns og ánægju, lesa í ólíkum tilgangi og beita mismunandi lestraraðferðum

- skrifa einfaldan texta, einkum í hagnýtum tilgangi. - beita meginreglum í málnotkun og málfræði - Ennfremur er stefnt að því að nemendur fái innsýn í siði, venjur og menningu

hinna Norðurlandaþjóðanna.. Námsefni:Superdansk. lesbók, vinnubók og hljóðsnældur.Léttlestrarbækur.Hvad siger du? Hlustunarefni. Har du hørt magen? Hlustunarefni.Dönsk málfræði, I talehjørnet,

Valdar kvikmyndir og tölvuverkefni.

NámsmatTvö annapróf verða.

- Haustannarpróf. - Vorpróf (skólapróf).

Í lok vorannar í maí.- Skólaeinkunn er síðan byggð á þessum prófum, auk skyndiprófa, vinnusemi og

ástund.- Unnin ritgerð úr léttlestrarbók og verkefni.

Allir nemendur í 10. bekk þurfa að hafa aðgang að dansk-íslenskri orðabók heima hjá sér.

Kennari:Grímur Magnússon

LífsleikniNemandi á að:

- geta sett sér markmið til að stefna að og gert einfaldar framtíðaráætlanir- vera fær um að beita gagnrýnni hugsun- sýna sjálfsaga og sjálfstraust í margvíslegum samskiptum- vera meðvitaður um jafnréttishugsjónina sem leiðarljós í öllum samskiptum

Námsefni:- ýmis konar efni sem kennari tínir til: myndbönd, greinar og bækur

Kennari: Lilja Guðný Jóhannesdóttir

EnskaNemandi á að:

Page 108: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

- geta skilið fyrirhafnarlítið þegar talað er á eðlilegum hraða um málefni sem hann þekkir

- geta lesið og skilið aðgengileg bókmenntaverk.- geta nýtt sér orðabækur.- geta skrifað samfellda og skipulega texta, s.s. ritgerðir- geta beitt eftirtöldum málfræðiatriðum

- Tíðum sagna- Nafnorðum- Lýsingarorðum- Greini- Atviksorðum- Forsetningum- Fornöfnum

Námsefni- New Matrix Intermediate, vinnubók og lesbók- English T’n’T- Hraðlestrarbækur- Annað efni frá kennara- Allir nemendur ættu að hafa aðgang að góðri ensk-íslenskri orðabók

Kennari: Eysteinn Þór Kristinsson

Vettvangsnám – Starfsfræðsla

Nemandi á að:- Fá tækifæri á að kynnast atvinnulífi í heimabyggð af eigin raun.- Fæ möguleika á að ákveða sér framtíðar starfsvettvang.- Fá að kynnast skólakerfinu að loknum grunnskóla svo hann eigi auðveldara með

að velja sér námsleiði í framhaldsskóla.- Taka afstöðu til eigin framtíðar.- Kynnast mismunandi starfsstéttum.- Vinna að sjálfsskoðun á ýmsan hátt.

Námstilhögun:- Nemendur velja sér fyrirtæki til að kynnast nánar.- Nemendur fara 3 sinnum á hvern vinnustað, ca. 3 klst. í senn. Nemendur skila

skýrslu frá vinnustaðnum.- Nemendur fá að kynnast iðnnámi í Verkmenntaskóla Austurlands.

Námsefni:- Margt er um að velja, námsefni í starfsfræðslu eftir Guðbjörgu Vilhjálmsdóttur.- Ýmislegt efni frá kennara.

Page 109: Íslenska - Web viewTónmennt 1, hefti, kennslubók ásamt tilheyrandi fylgibókum og hlustunar- verkefnum. ... Verkefni fyrir krakka í forritinu Word eftir Margréti Sigurðardóttir

Námsmat:- Nemendur skila í lok annar vinnubók með verkefnum vetrarins.- Einkunnir eru gefnar fyrir skýrslur úr vettvangsnámi.

Kennari: Lilja Guðný JóhannesdóttirHönnun og smíði – VAL

Í þessum tímum verður lögð áhersla á hönnun og sköpun nemenda. Nemendur hanna og vinna ýmis verkefni með aðstoð kennara.

Kennarar: Stella Rut Axelsdóttir og Vilhelmína S. Smáradóttir

Heimilisfræði – VAL

Í þessum tímum verður verður unnið með uppskriftir frá framandi löndum. Gert er ráð fyrir því að krakkarnir taki fyrir matargerð ákveðins lands, mánuð í senn..

Kennari: Klara Sigríður Sveinsdóttir